24.03.1961
Neðri deild: 83. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 580 í C-deild Alþingistíðinda. (2171)

201. mál, eyðing svartbaks

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar flm. að þakka hv. landbn. fyrir afgreiðslu frv., og þar sem málið hefur verið ágreiningslaust í n. og kunnugt er, að allmikill áhugi er fyrir því, ekki eingöngu hér í hv. Nd., heldur einnig í hv. Ed., þá vil ég mega vænta þess, að þetta frv. geti orðið að lögum á þessu þingi.