08.02.1961
Sameinað þing: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í D-deild Alþingistíðinda. (2384)

90. mál, fiskveiðar með netum

Birgir Finnsson:

Herra forsetl. Ég leyfi mér fyrir hönd flm. þessarar þáltill. að þakka undirtektir hv. allshn., og ég hef fyrir mitt leyti ekki neitt að athuga við þær brtt., sem n. flytur, að fengnum þeim skýringum, sem frsm. bar fram. En ég vil þó leggja á það áherzlu, að ef þessi þáltill. verður samþykkt, verði þegar hafizt handa um að vinna að því verkefni, sem þáltill. fjallar um. Enn þá er netjaveiði ekki almennt byrjuð í landinu, og það mundi. ef þegar væri hafizt handa, vera hægt að setja reglur um þau atriði. sem um er að ræða, þannig að þær kæmu að einhverju leyti a.m.k. til framkvæmda á yfirstandandi vetrarvertíð.

Ég skal geta þess, að mér bárust í gær tilmæli frá smábátaeigendum í Bolungavík um það, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir netjaveiðum. Útgerð smábáta, bæði í Bolungavík og annars staðar á Vestfjörðum, hefur að undanförnu færzt mjög í vöxt og afli þeirra stórum batnað, og þeir, sem við Djúpið búa, sækja aðallega í Djúpið og fara á nálæg mið, en þeir hafa áhyggjur af því, að netjaveiðarnar, sem einnig er farið að stunda í Djúpinu, kunni að stórspilla sinni útgerð. Ég nefni þetta sem dæmi um, að það getur komið til álita að friða ákveðin svæði fyrir netjaveiðum, þannig að ekki komi þar til árekstra milli þeirra, sem þær veiðar stunda, og þeirra, sem stunda annan veiðiskap.

Ég vil enn fremur leyfa mér að undirstrika það. sem aðallega vakir fyrir okkur flm. þessarar till., en það er auðvitað, að sá fiskur, sem færður er á land, sé sem beztur, í hvaða vinnslu sem hann fer. Og til þess að undirstrika enn betur, hvað þetta er þýðingarmikið atriði, vil ég leyfa mér að vitna til skýrslu, sem fráfarandi formaður Samlags skreiðarframleiðenda, Óskar Jónsson, flutti á aðalfundi sambandsins nýlega, en skýrslan birtist í Morgunblaðinu 6. desember s.l. Óskar Jónsson sagði m.a., með leyfi hæstv. forseta:

„Gæðavöru kalla ég Ítalíufiskinn og ef við ættum eitthvað, sem gæti farið til Finnlands og Svíþjóðar, en ég kem að því seinna. Ítalíuvaran hefur farið minnkandi ár frá ári, og er illt til þess a6 vita, og var s.l. ár um 124 lestir, en sárafáir, einstaka framleiðendur hafa þó haldið í horfinu. Ég skal t.d. taka einn framleiðanda hér sunnanlands, sem hafði 39350 kg af Ítaliener. Hann fær bæði í fob-söluverði og með uppbótum ca. 210 þús. kr. meira fyrir þessar tæpar 40 lestir en ef skreiðin hefði lent í Afríkuskreið. Ég nefni hér tölur, sem eru ekki út í bláinn, heldur raunverulegar tölur. Af þessu má sjá, hve gífurlegur munur er fyrir framleiðandann að vanda vel sína vöru.“

Á öðrum stað segir Óskar Jónsson í sömu skýrslu: „Norðmenn hafa venjulega frá 20 til 30% af heildarframleiðslu sinni sem Ítalíuvöru. Ef okkur tækist nú að ná í lágmarkið, 20%, þá hefðu samlagsmenn tengið yfir 5 millj. meira fyrir sína framleiðslu en ella.“

Og að lokum vil ég gefa mönnum hugmynd um, hvað mikið af þeim fiski, sem fer í skreið, lendir í lélegasta flokki. með því að vitna hér enn í umrædda skýrslu Óskars Jónssonar, með leyfi hæstv. forseta:

„Af heildarútflutningi s.l. ár varð svartur fiskur, úrkast og blandað úrkast alls ca. 1382 lestir, eða meira en fjórðungur af öllum útflutningnum. Það skiptist þannig: Svartur fiskur af bátum ca. 830 lestir, af togurum 53 lestir, alls 883 lestir. Úrkast eða „offal“ af bátum ca. 384 lestir, af togurum 42 lestir, alls ca. 42B lestir. Blandað úrkast eða „mixed offal“ af bátum ca. 52, af togurum 21 lest, alls ca. 73 lestir.

Samkvæmt framansögðu er svartur fiskur og úrkast af togarafiski alls ca. 116 lestir af ca. 1340 lesta útflutningi, eða um 8%, en bátafiskur sömu tegundar ca. 1266 lestir af 37521/4 úr lest útflutningi. eða um 1/3 af öllum útflutningi bátafisks, verkuðum í skreið á vegum samlagsins. Þetta eru mjög ískyggilegar tölur, en hér mun netjafiskurinn eiga sinn stóra hlut í. Það er allt of mikið að fá 8% í bein og svart af togarafiski. sem yfirleitt eru farnir að koma með góða vöru að landi að vetri til, en það er líka afar ískyggileg tala, að 1/3 af bátafiskinum skuli vera svartur fiskur og úrkast.“

Ég læt þetta nægja til þess að undirstrika, hvað það er þýðingarmikið, að reynt sé að vanda sem bezt þann fisk, sem við flytjum út, og undirstöðuatriðið er vitanlega það, að komið sé með fiskinn að landi í því ástandi, að hægt sé að gera úr honum góða vöru. Það er því aðeins hægt, að vel sé farið með hann á sjónum og leitazt sé við að blóðga sem mest af fiskinum lifandi. Þeir, sem netjaveiðar stunda, hafa að nokkru leyti sýnt skilning á þessu með því að taka upp þá aðferð að halda fiskinum aðgreindum í bátunum eftir því, hvort hann er blóðgaður lifandi eða eftir að hann er dauður, og það þarf að koma þeirri reglu á almennt.

Ég læt svo þetta nægja um efni þessarar þáltill., en leyfi mér að endurtaka þakkir mínar til hv. allshn. fyrir undirtektirnar.