08.02.1961
Sameinað þing: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (2389)

90. mál, fiskveiðar með netum

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef nú hlýtt hér á ræður manna um þessa till., og það kemur fram, að það eru nokkuð skiptar skoðanir um, að hve miklu gagni það muni verða, þó að till. verði samþykkt og ríkisstj. undirbúi og væntanlega setji reglur um þær takmarkanir, sem hér um ræðir.

Það hefur verið bent á það af hv. 3. þm. Sunnl., að það geti verið nokkuð vafasamt um framkvæmdina. hvernig hún yrði, og hann hefur ekki heldur fengið svar við fsp. sinni um það, hvernig eigi að haga eftirliti með þessum reglum að áliti þeirra, sem standa að till. Það er sennilega ekki ástæða samt til þess að beita sér á móti því, að þessi till. verði samþykkt. Það getur vel verið. að það verði eitthvert gagn að þessu, en það verði ekki eingöngu pappírsgagn, reglugerð, sem um þetta yrði sett.

Það eru sjálfsagt allir sammála um, að það sé ákaflega þýðingarmikið að vanda þá vöru, sem flutt er úr landi. En ég hefði haldið, að það, sem fyrst og fremst væri að treysta á í þessu efni, væru ekki einhverjar væntanlegar reglur um veiðitíma og veiðarfæranotkun, eins og hér er talað um, því að á það er bent, að bátarnir væru misfljótir að draga netin, og ef netafjöldinn væri ákveðinn með tilliti til þess að setja ekki hömlur á þá, sem væru afkastamestir, eins og mér skildist á síðasta ræðumanni, að hann teldi að ætti að vera, þá mætti búast við, að farinn yrði að ljókka fiskurinn hjá þeim, sem lengstan tíma þurfa til að draga jafnmörg net.

Það, sem ég held að hljóti að hafa hér mesta þýðingu og helzt sé á að treysta, er mat á fiskinum, þegar komið er með hann að landi. Það þarf að meta fiskinn nýjan úr bátunum, og þeir, sem koma með skemmdan fisk, eiga ekki undir neinum kringumstæðum að korna honum í fyrsta verðflokk. Þetta mat verður að framkvæma þannig, að þeir, sem koma með skemmdan fisk að landi, fái lægra verð fyrir hann, hann verði verðfelldur. Þetta er — held ég — Það eina úrræði, sem hægt er á að treysta, og það, sem þarf að gera, því að það er vitanlega ákaflega hættulegt fyrir akkur að senda út skemmda vöru, hvort sem það er fiskur eða annað. Það skiptir þá ekki máli. hvort fiskurinn er frystur eða hertur eða öðruvísi með farinn. Það þarf að koma í veg fyrir það, að send sé út gölluð vara, og það verður ekki gert með öðru móti en því, að gerðar séu strangar kröfur um, að fiskurinn sé óskemmdur og góður, þegar komið er með hann að landi, á hvern hátt sem hann hefur verið veiddur, hvort sem það er á línu eða í net.