22.03.1961
Sameinað þing: 55. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í D-deild Alþingistíðinda. (2489)

127. mál, sameining löggæslu og tollgæslu

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Fjvn. hefur athugað till. og orðið sammála um að mæla með samþykkt hennar með svofelldri breytingu: Tillögugreinin orðist svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta, svo fljótt sem auðið er og að svo miklu leyti sem hagkvæmt þykir, sameina almenna löggæzlu og tollgæzlu.“

Breytingin á till. stafar af því, að nm. töldu ekki ástæðu til þess að miða sameiningu löggæzlunnar og tollgæzlunnar eingöngu við hina stærri kaupstaði landsins, ef til kæmi, eins og sjálf till. gerir ráð fyrir. Nefndin telur, að vinna eigi að sameiningu þessara tveggja þátta löggæzlunnar á þeim stöðum á landinu, þar sem hagkvæmt þykir, hvort sem um er að ræða strjálbýli eða þéttbýli.

Varðandi efni till. að öðru leyti leyfi ég mér að vísa til grg., sem henni fylgir.