27.03.1961
Sameinað þing: 56. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í D-deild Alþingistíðinda. (2581)

147. mál, rafvæðing Norðausturlands

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar flm. — og hv. frsm., sem hér talaði, er nú raunar einn af þeim — að þakka hv. fjvn. fyrir að hafa: afgreitt þetta mál.

Eins og hv. frsm. tók fram, hefur orðalagi till. verið breytt, en um þá breytingu var á sínum tíma rætt við flm. till., og varð samkomulag um það, að þeir sættu sig við þetta orðalag, sem nú verður á till., ef brtt. hv. n. verður samþykkt.

Ég vil ekki leyna því, að ég hefði talið æskilegra og við sjálfsagt allir flm., að till. hefði verið samþykkt með því orðalagi, sem á henni var frá okkar hálfu. En eigi að síður teljum við það til mikilla bóta, að fá þá till. samþ., sem gert er ráð fyrir á þskj. 567. Sú till. heldur enn öllum leiðum opnum og er um það, að athugun fari fram á því, á hvern hátt auðið sé að leysa raforkumál hlutaðeigandi landshluta á viðunandi hátt o.s.frv.

Ég vil taka undir það, sem hv. frsm. mælti hér áðan, að það væri mjög æskilegt og er sameiginleg ósk okkar, sem að þessum málum stöndum, að af hálfu stjórnarvalda verði við athugun málsins haft samráð við þá raforkumálanefnd, sem starfandi er innan héraðs og hefur verið starfandi í nokkur ár.