27.03.1961
Sameinað þing: 56. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í D-deild Alþingistíðinda. (2591)

155. mál, ákvæðisvinna

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. um rannsókn á hagkvæmni aukinnar ákvæðisvinnu. Nefndin leitaði umsagnar Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands um till., og mæla bæði samtökin með samþykkt hennar. Allshn. leggur til, að till. verði samþ. með lítilvægri breytingu, sem er á þskj. 592. Hún er á þá leið, að síðari mgr. till. orðist svo: „Leiði rannsókn í ljós, að aukin ákvæðisvinna sé þjóðhagslega æskileg, heimilar Alþingi ríkisstj. að veita nauðsynlega aðstoð og fyrirgreiðslu í samráði og samstarfi við fyrrgreinda aðild.“ Hvað höfuðefni snertir er hér ekki um breytingu að ræða.