27.03.1961
Sameinað þing: 56. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í D-deild Alþingistíðinda. (2621)

143. mál, radíóviti á Sauðanesi

Frsm. (Karl Guðjónsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur fjallað um þáltill. um byggingu radíóvita á Sauðanesi við Siglufjörð. Það er upplýst, að í áætlunum vitamálastjórnarinnar er gert ráð fyrir því, að á þessum stað verði byggður radíóviti. Hins vegar hefur ekki orðið af þeim framkvæmdum, vegna þess að á því eru taldir vera nokkrir tæknilegir örðugleikar, og hefur vitamálastjórnin s.l. sumar og áformar aftur í sumar að reka radíóstefnuvita á öðrum stað nálægt Siglufirði til reynslu. En engu að síður telur vitamálastjórnin, að á Sauðanesi eigi að koma radíóviti. og í samræmi við það svo og óskir tillögumanna hefur fjvn. mælt með því, að þessi till. verði samþ. efnislega, og gerir á henni lítils háttar breytingu, sem ég ætla að ekki verði talin raska efni hennar, en gerir ráð fyrir því, að þessi umræddi radíóviti verði byggður einmitt á Sauðanesi, þegar ástæður frekast leyfa, að til þeirra framkvæmda verði horfið.