29.03.1961
Sameinað þing: 61. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í D-deild Alþingistíðinda. (2694)

160. mál, læknaskortur

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Hv. allshn. hefur haft þetta mál til athugunar. Hún hefur gefið út nál. á þskj. 577 og leggur til, að þáltill. verði samþ. með nokkrum breyt., en þær eru sem hér segir:

„Í stað síðari mgr. í tillgr. komi: „Í því sambandi sé athugað, hvort tiltækilegt sé eða líklegt til árangurs:

1) að koma upp elli- og örorkuheimílum á hentugum stöðum í strjálbýlinu með fastráðnum læknum, er gegni jafnframt störfum héraðslæknis;

2) að greiða staðaruppbót á laun í fámennum héruðum ;

3) að hraða byggingu eða endurnýjun læknisbústaða;

4) að hið opinbera eigi nauðsynlegustu lækningatæki og lyfjaforða í fámennum héruðum;

5) að breyta skipun læknishéraða.“

N. hefur haft einnig til athugunar og rætt till. á þskj. 340 frá hv. 9. þm. Reykv., og er raunverulega meginefni hennar tekið upp í till. n., og er þess vænzt, að hv. flm. taki sína till. til baka, 1., 2. og 3. lið, og hef ég raunverulega rætt um þetta við hann og býst við, að á því verði engin tregða.

Þá hefur einnig n. athugað brtt. á þskj. 387 frá Ingvari Gíslasyni, sem orðast svo:

„Við tillgr. bætist:

Jafnframt verði athugaðir möguleikar á að fá sérfræðinga í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar til þess að setjast að á stöðum utan Reykjavíkur og nágrennis eða starfa í sambandi við fjórðungssjúkrahúsin, eftir því sem framast eru tök á og bezt þykir henta.“

Er n. einróma sammála um að leggja til, að þessi till. verði samþykkt til viðbótar við till. þá, sem hún leggur til að samþ. verði á þskj. 577.

Um þetta mikla mál mætti segja langt mál, en það er hvort tveggja, að tími þm. er takmarkaður, með því að þinglausnir eru ákveðnar í dag, og auk þess hafa verið birt á þskj. 577 sem fylgiskjöl ýtarlegar umsagnir frá þeim aðilum, sem hafa haft málið til meðferðar, svo að þar er hægt að finna margvíslegar upplýsingar í sambandi við Þetta mál.

Ég legg svo til, að till. verði samþ. með þeim breyt., sem fram koma á þskj. 577 og 387.