22.02.1961
Sameinað þing: 41. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í D-deild Alþingistíðinda. (2952)

148. mál, nýtt símstöðvarhús á Selfossi og sjálfvirkt símakerfi á Suðurlandi

Flm. (Unnar Stefánsson):

Herra forseti. Á þskj. 256 liggur fyrir till. til þál. um að fela hæstv. ríkisstj. að hlutast til um, að byggt verði á Selfossi nýtt hús fyrir starfsemi pósts og síma, sem miðist við sjálfvirkt símakerfl fyrir þéttbýli Suðurlands.

Póst- og símamálastjórnin vinnur um þessar mundir að almennri heildaráætlun um framkvæmdir á sviði símamála um allt land, en nú þegar hefur verið gert stórátak á þessu sviði með símtengingu símakerfa á Reykjanesi og uppsetningu sjálfvirkra símakerfa í nokkrum hinna stærri kaupstaða. Það orkar ekki tvímælis, að eðlilegt sé, að hinir fjölmennustu kaupstaðir njóti fyrst þess hagræðis, sem sjálfvirkt símakerfi hefur í för með sér. En eftir að hin stærstu verkefni eru leyst, kemur til álita, hvar næst skuli bera niður. Till. á þskj. 256 er flutt til að beina athygli viðkomandi ráðamanna og hæstv. ríkisstj. að stað, sem ætti að verða tekinn fyrir næst á eftir þeim stöðum, þar sem þegar er ákveðið að setja upp umræddar nýjungar. Tvennt ber þar til. Núverandi húsakynni pósts og síma á Selfossi eru fjarri því að geta talizt viðunandi öllu lengur fyrir hina nauðsynlegustu starfsemi. Þeir, sem bezt þekkja til, telja, að Selfoss sé ásamt Siglufjarðarkaupstað. í sérflokki hvað þetta snertir. Húsið er úr timbri hátt sem lágt og því tæpast talið forsvaranlegt að varðveita í svo ótraustum húsakynnum hin dýrmætu tæki, sem til starfseminnar eru notuð.

Af þessari ástæðu einni ber brýna nauðsyn til þess, að framkvæmd till. fari fram hið fyrsta. Í öðru lagi er talið tæknilega séð eðlilegt, að upp verði sett sameiginlegt símakerfi fyrir fjölmennið á Suðurlandsundirlendi, Selfossi. Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Stokkseyri, auk hinna þéttbýlu sveita í næsta nágrenni þessara staða. Á þessu svæði búa nú nálega 5000 man»s. eða fleiri íbúar en í nokkrum þeim einum bæ í landinu, sem enn hefur ekki fengið sjálfvirkt símakerfi eða fær það á næstunni. Þetta síðara atriði er rétt að undirstrika alveg sérstaklega, þegar ákvarðanir verða teknar um næstu framkvæmdir á sviði símamála.

Ég vil svo leggja til, herra forseti, að umr, verði frestað og till. vísað til hv. allshn.