15.02.1961
Sameinað þing: 39. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í D-deild Alþingistíðinda. (2964)

153. mál, vaxtakjör atvinnuveganna

Ólafur Björnson:

Herra forseti. Þegar mál þetta var rætt hér í Sþ. fyrir hálfum mánuði, gagnrýndi hv. 5. þm. Norðurl. v. tölur, sem ég fór þá með og hafðar voru eftir reikningaskrifstofu sjávarútvegsins, en reikningaskrifstofa sjávarútvegsins hefur að undanförnu safnað skýrslum um rekstrarafkomu bátaflotans og sundurliðað hina einstöku kostnaðarliði og reiknað út, hverju þeir nemi af heildarkostnaðinum hver fyrir sig. Í sambandi við þetta fór hv. 5. þm. Norðurl. v. hörðum orðum um hagfræðinga og meðferð þeirra á tölum. Um þetta vil ég aðeins segja það eitt, að þetta er samkvæmt heimildum frá reikningaskrifstofu sjávarútvegsins, og gagnrýni á þessum tölum, ef þær eru að einhverju leyti óábyggilegar, verður að beinast þangað, en ekki til hagfræðinganna. því að mér er a.m.k. ekki kunnugt um, að neinn þeirra hafi um þessar tölur fjallað. Hitt vil ég segja einmitt í tilefni af því, að hv. 7. þm. Reykv. vitnaði til þessara ummæla, að mér vitanlega hafa þessar niðurstöður ekki verið gagnrýndar, og í sjálfu sér hefur hvorugur þessara hv. þm. borið fram rökstuðning fyrir því, að kostnaðurinn sé annar en hér er gert ráð fyrir. Það getur vel verið, að til séu einhverjir bátar, sem hafa hærri vaxtakostnað en þetta, en hér er auðvitað um meðaltölu að ræða. Þó að til kunni að vera maður á Hornafirði, sem er meira en þrjár álnir, þá er ekki þar með sagt, að allir Hornfirðingar séu þrjár álnir á hæð eða séu það að meðaltali.

Hv. 5. .þm. Norðurl. v. vék að gengismálunum, sem snerta þetta mál í rauninni óbeint, og skal ég ekki fjölyrða um það, því að það er ekki tilgangur minn hér að efna til almennra stjórnmálaumræðna. Ég tel ;þó, að sú kenning hans sé hæpin, að gengisbreyting geti aldrei komið sjávarútveginum að gagni. Rökin fyrir því eru þó einföld, nefnilega þau, að allur tilkostnaður sjávarútvegsins hljóti að öllum jafnaði að hækka í hlutfalli við gengisbreytinguna. Þetta tel ég að geti ekki verið rétt. Að vísu eru einstakir kostnaðarliðir, eins og olía o.fl., sem hljóta að hækka í hlutfalli við gengisbreytinguna. Aftur á móti eru til aðrir kostnaðarliðir og þeir jafnvel þýðingarmiklir, sem gengisbreytingin hefur ekki áhrif á, eins og vextir og afborganir af eldri lánum. Sama máli gegnir um kaupgjaldið, að mínu áliti. Jafnvel þó að það væri þannig, að sjómennirnir fengju bætta upp að fullu þá kjaraskerðingu, sem af gengislækkuninni leiddi, mundi það þó aldrei vera nema hluti af kaupgjaldinu, vegna þess að hinn erlendi liður í verðlaginu er ekki nema um þriðjungur af verðlaginu í heild. Og þó að það sé rétt, að samið hafi nú verið um það, að sjómenn fái í sinn hlut ákveðna prósentu af aflanum, er þetta auðvitað miðað við ákveðið gengi og það fiskverð, sem leiðir af þessu gengi. Ef dollarinn væri t.d. aðeins skráður á 16 kr. og fiskverðið í samræmi við það, mundu sjómenn ekki sætta sig við að fá 30% af aflaverðmætinu eða hvað það nú er. En jafnvel þó að þetta væri rétt, að útgerðinni væri ekki gagn að gengislækkuninni, sem ég álít að ekki sé. þá er það ekki aðalatriðið í sambandi við þetta mál því að þótt sjávarútvegurinn sé þýðingarmikill atvinnuvegur, kemur auðvitað ekki til greina að ákveða gengisskráninguna með tilliti til hagsmuna sjávanútvegsins eins, þar verður auðvitað að taka tillit til hagsmuna þjóðarinnar í heild.

Það getur vel verið, að það sé möguleiki að koma á fót uppbótakerfi, sem mundi tryggja sjávarútveginum jafngóða afkomu og þó að skráð sé rétt gengi, enda kom það fram í grg. með efnahagsmálatill. á s.l. ári, að það var ekki gert ráð fyrir því, að sjávarútvegurinn bæri eftir það meira úr býtum en áður hafði verið. Nei, það. sem er aðalatriðið í þessu sambandi, er, að það var alls ekki framkvæmanlegt að halda því kerfi uppi, sem þá var, en aðalatriði þess var það, að á útfluttar sjávarafurðir og aðrar útfluttar afurðir voru greiddar að meðaltali yfir 80% uppbætur og fjár til þess var svo aflað með álagi á innfluttar vörur, sem nam rúmum 60%, eða m.ö.o.: uppbæturnar voru til mikilla muna hærri en álagið á innflutninginn. Skilyrði fyrir því, að þetta sé hægt, er það. að innflutningur sé umfram útflutning, svo að nemi 300–400 millj. kr., eða m.ö.o. skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda þessu kerfi uppi, er það, að við tökum á hverju ári 300–400 millj. kr. að láni erlendis til þess að flytja inn hátollavöru, en allir ættu að sjá, að slíkt er ekki hægt.

En þó að ég þannig geti ekki fallizt á kenningar hv. 5. þm. Norðurl. v. í gengismálunum, þá er mér ljúft að taka það fram, að ég virði það mjög, að hann er fús til þess að gera um það ákveðnar tillögur og lýsa á því ákveðnum skoðunum, hvernig leysa skuli þau vandamál sem fyrir hendi eru. Hann hefur imprað á því, hvaða gengi hann telji að eigi að skrá, hvaða aðgerðir hann vilji gera í skattamálum og tryggingamálum o.s.frv. Þetta tel ég að mjög beri að virða, þó að ekki muni þessi málflutningur hans vera litinn hýru auga af hv. flokksbræðrum hans, ekki vegna þess, að þeir séu í sjálfu sér á móti þessum tillögum, því að þótt þær séu að mínu áliti gallaðar, þá mun víst um það, að þeir hafa ekki upp á neitt skárra að bjóða, heldur er það hitt, sem hér kemur til, að þeir telja það ekki henta hagsmunum flokksins í hinni pólitísku refskák að gera ákveðnar tillögur í ákveðnum málum. Því miður er það svo, að það hefur verið leikregla í íslenzkum stjórnmálum um langt skeið, að svo virðist sem ekki sé gerð nein krafa til þess, að stjórnarandstaðan í landinu sé ábyrg. Í þau 20 ár, sem ég hef fylgzt með stjórnmálum hér á landi, man ég ekki til þess, að neinar heildartillögur hafi verið gerðar af stjórnarandstöðunni um lausn mála, og er sjálfsagt óhætt að fara lengra aftur í tíma. Ég tel, að enda þótt ég telji kenningar hv. 5. þm. Norðurl. v. í gengismálunum ekki jafngóðar og kenningar hagfræðinganna. þá mundi það ábyggilega verða stórt spor í þá átt að koma fjármálum landsins í heilbrigðara horf en nú er, ef þessari leikreglu tækist að útrýma, og þá skyldi ég viðurkenna, að hv. 5. þm. Norðurl. v. hefði gert landinu meira gagn en nokkur einn hagfræðingur a. m.k. hefur enn þá gert. Það er ekki vafi á því, að einmitt hér er kannske öðru fremur fólgin hin pólitíska undirrót þess ófremdarástands, sem ríkir í fjármálum okkar. Það má nefna sem dæmi um það. að þessu er öðruvísi varið í nágrannalöndum okkar, að fyrir nokkrum árum, eða um 1950, að mig minnir, bar það við, að danska stjórnin, sem þá sat við völd og í áttu sæti Íhaldsflokkurinn og vinstri flokkurinn, lagði fram till. um hækkun vaxta og aðrar aðgerðir, sem ráða áttu bót á óhagstæðum viðskiptajöfnuði Dana. Ef slíkar till. hefðu verið lagðar fram hér, hver hefðu viðbrögð stjórnarandstöðu við því verið? Jú, það er ekki vafi á því, það hefðu verið birtir falskir útreikningar um það. að sú kjaraskerðing, sem af þessu leiddi, væri þreföld á við það, sem raunverulega var. Síðan hefði verið sagt: Þessa kjaraskerðingu getur þjóðin ekki þolað og verður að rísa upp gegn þessu. — En engin tilraun hefði verið gerð til þess að benda á aðrar leiðir í þessu efni. Viðbrögð þáv. stjórnarandstöðu í Danmörku, sem var jafnaðarmannaflokkurinn, voru önnur. Í stað þess að koma með almenn slagorð um það, að þetta væri óþolandi kjaraskerðing o.s.frv., sögðu þeir að vísu: Við erum andvígir þeim till., sem ríkisstj. hefur borið fram. — En þeir komu með aðrar till. um það, hvernig mætti lagfæra viðskiptajöfnuðinn, gerðu ákveðnar till. um hækkun annarra skatta en þeirra, sem ríkisstj. hafði lagt til, og fóru svo nákvæmlega út í hlutina, að í till. þeirra var sagt um það, hvað ölskatturinn ætti að hækka, upp á brot úr eyri. Nú er ástæðan til þessara mismunandi viðhorfa ekki sú, að danskir stjórnmálamenn séu í sjálfu sér miklu ábyrgari og gæddir meiri siðferðisþroska en íslenzkir stjórnmálamenn, — það hygg ég sé ekki, — og sjálfsagt er það alþjóðleg regla, að flokkarnir gera það, sem þeir telja vænlegast til fylgis hjá kjósendunum. Meginástæðan til þess, að þetta er regla í Danmörku og öðrum nágrannalöndum okkar, en ekki hér, mun vera sú, að kjósendurnir þar heimta ábyrga afstöðu. Það mundi ekki þýða þar að segja: Þegar þið eruð búnir að kjósa okkur, þá skuluð þið fá að sjá, hvernig við viljum leysa viðfangsefnin. — Að því yrði hlegið, og frambjóðendur, sem bæru slíkt fyrir kjósendur, mundu ekki fá nein atkvæði. Þar heimta kjósendurnir það af stjórnmálamtinnunum, að þeir geri ákveðnar till. í ákveðnum málum.

Þó að því miður, eins og ég sagði áðan, sé þetta almenn leikregla, sem allir hafa á undanförnum árum fylgt að nokkru, þá hygg ég, að stjórnarandstaðan hafi þó aldrei verið óábyrgari og úrræðaminni en einmitt nú, og sjaldan mun hafa verið borinn fram málflutningur, sem stríðir eins gegn heilbrigðri skynsemi og málflutningur hv. núv. stjórnarandstöðu. Bezta dæmið um það er afstaðan til kaupgjalds- og verðlagsmálanna. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum 1958 eða skömmu áður, var útbýtt hér meðal hv. þingmanna og á stéttarþingum, sem þá voru haldin, skýrslum, sem stjórnin hafði látið gera, þar sem því var haldið fram, að efnahagsmálum landsins væri nú þannig komið, að óhjákvæmileg væri veruleg kjaraskerðing fyrir þjóðina og jafnvel meiri kjaraskerðing en leitt hefur af þeim ráðstöfunum, sem nú hafa .verið gerðar. Við þessum skýrslum hafa hv. stjórnarandstæðingar yfirleitt þagað þunnu hljóði, þegar á þær hefur verið minnzt hér á hv. Alþingi, og er það e.t.v. eðlilegt, þó að ekki séu það mikilmannleg viðbrögð, að ræða yfirleitt ekki og minnast ekki á þær staðreyndir, sem óþægilegar eru. Nú er því hins vegar haldið fram, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að atvinnuvegirnir geti borið 15–20% hækkun á kaupgjaldi. Skoðun þeirra í þessum efnum var önnur haustið 1958, en þá var hótað Dagsbrúnarverkfalli 1. okt. þ.á. Skömmu áður, eða í septembermánuði, hafði stjórnin látið rýmka mjög um verðlagsákvæði, þannig að þau voru yfirleitt til muna rýmri en þau verðlagsákvæði. sem nú gilda. Samt sem áður var það þá mat vinstri stjórnarinnar á getu atvinnuveganna til þess að greiða hærra kaup, að aðferðin til þess að leysa Dagsbrúnanverkfallið, eins og glöggt hefur komið fram í yfirlýsingu til Vinnuveitendasambandsins frá vinstri stjórninni. sem Vinnuveitendasambandið nýlega hefur birt, var sú, að stjórnin lofaði vinnuveitendasamtökunum því, að kauphækkanir þær. sem gengið væri inn á, mætti leggja á vöruverðið. Og þar sem atvinnurekendur höfðu þannig fengið tryggingu fyrir því, að þeir þyrftu ekki að greiða þetta hækkaða kaupgjald sjálfir, höfðu þeir auðvitað enga ástæðu til annars en að semja. M.ö.o.: við atvinnurekendur var sagt: Þið skuluð leggja þessa kauphækkun á vöruverðið, þannig að það eiga að vera verkamennirnir sjálfir. sem greiða sér þetta hærra kaup. — og er það út af fyrir sig ekki furða, þótt lítill árangur hafi orðið af kjarabaráttu launþeganna, þegar forustumenn þeirra hafa slíkar hugmyndir um það, hvað séu kjarabætur.

Nú er það hins vegar þannig, ef taka mætti alvarlega málflutning hv. stjórnarandstæðinga, að þeir telja, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að atvinnuvegirnir geti greitt 15–20% hærra kaup. M.ö.o.: þó að það hafi verið þannig s.1. 15 ár, að kjörin hafa staðið í stað, þá á allt í einu að vera þannig komið, að nú sé hægt að velta 15–20% kjarabætur. Ef það einkennilega mundi nú ske, sem ég býst ekki við, að einhver hv. stjórnarandstæðinga kæmi hér upp í pontuna og leitaðist við að færa rök fyrir því, að nú væri hægt að greiða 15–20% kauphækkun, án þess að það kæmi fram í hækkuðu verðlagi, þá kæmi það allmjög í bága við annað, sem hv. stjórnarandstæðingar segja. Ég á að vísu enga von á því, að gerð verði tilraun til þess, því að sá hinn sami, sem gerði það, mundi þá um leið hrekja annað aðalatriðið í málflutningi hv. stjórnarandstæðinga, nefnilega það. er þeir halda því fram, að efnahagsmálaráðstafanirnar hafi leikið þannig atvinnuvegina, að afkoma þeirra hafi aldrei verið verri en nú. Önnur þeirra staðhæfinga, sem hér eru bornar fram, hlýtur að vera röng, því að þær stangast gersamlega á, um það getur engum manni blandazt hugur. Það er ekki í senn hægt að halda því fram, að nú fyrst séu möguleikar á því, þó að þeir hafi ekki verið fyrir hendi s.l. 15 ár, að atvinnuvegirnir geti staðið undir verulegum kauphækkunum, og hins vegar halda því fram, að vegna efnahagsmálaráðstafananna sé afkoma og hagur atvinnuveganna aldrei lakari en nú. Það mundi vera að svara þessu máli algerlega út í hött að segja: Kaup verkamannafjölskyldu, iðnaðarmannafjölskyldu o.s.frv. er þetta og þetta, en hvernig eiga menn að fara að lifa af því? — Það er hlutur, sem auðvitað má um deila, hvað menn þurfi hátt kaup til þess að lifa á, og það er algerlega úr lausu lofti gripið, þegar er verið að vitna í einhverja útreikninga, sem hagstafan hafi gert um það, hvaða kaup menn þurfi að hafa til þess að lifa af. Slíkir útreikningar hafa aldrei verið gerðir. En hvað sem því líður, þá er auðvitað enginn ágreiningur um það, að æskilegt sé að kjörin batni.

Nei. það, sem er kjarni málsins, er ekki, hvort þörf sé fyrir kjarabætur eða ekki, um það munu menn almennt sammála, heldur hvaða möguleiki er á því, að hægt sé að ná kjarabótum. Undanfarin 15 ár hefur reynslan sýnt, að hann hefur ekki verið fyrir hendi. En er þá ástandið svo miklu betra nú en það hefur nokkru sinni verið áður? Sé svo, mundi vera nær að halda, að slíkt væri árangur af efnahagsmálaráðstöfununum. En því miður er hann ekki svona stórfelldur, og hefur enginn gert ráð fyrir því.

Að síðustu ætla ég að víkja örfáum orðum að ræðu hv. 7. þm. Reykv. Hann hélt því fram, að háir vextir væru ekki til verulegra hagsbóta fyrir sparifjáreigendur, og færði þau rök fyrir því, að útlán bankanna væru svo og svo miklu meiri en spariinnlögunum næmi. Skoðun hans virtist vera sú, að það væri ekkert því til fyrirstöðu af hálfu bankanna að lækka útlánsvextina, án þess að innlánsvextir væru lækkaðir samsvarandi. Nú er það í fyrsta lagi svo, að bilið milli útlánsvaxta og innlánsvaxta er til mikilla muna minna hér á landi en það er í þeim nágrannalöndum, sem hv. 7. þm. Reykv. vitnaði til. í öðru lagi, og það er að mínu áliti aðalatriðið, þó að það hafi verið þannig undanfarið og þar 5 sé einmitt að leita einnar af meginorsökum verðbólgunnar, að bankarnir hafa lánað út miklu meiri fjárhæðir en nemur sparifjárinnlögum, þá getur slíkt ekki gengið til lengdar, og ef ætti að fara inn á þá braut að ákveða t.d. innlánsvexti jafnvel nærri en útlánsvextir væru, mundi það beinlínis neyða bankana til þess að reka verðbólgustefnu með því að lána miklu meira út en innlögunum næmi, en slíkt væri auðvitað ekki heilbrigð stefna.

Þegar hv. 7. þm. Reykv. gerði samanburð á vöxtum hér á landi og í nágrannalöndunum, fór hann fram hjá atriði, sem skiptir mjög miklu máli og veldur því, að að mínu áliti er ekki hægt að gera samanburð á þessum grundvelli, en það er hin mismunandi verðlagsþróun hér annars vegar og hins vegar í nágrannalöndunum, því að ég býst við, að ef hér væri stöðugt verðlag, þá væri sjálfsagt hægt að tryggja eðlilega sparifjármyndun með lægri vöxtum en nú er. En þessi forsenda hefur ekki verið fyrir hendi, og þess vegna getum við ekki borið saman vexti í þessum löndum, sem hafa haft stöðugt verðlag. og vexti hér. Ef þetta dæmi á að gera rétt upp, verður frá vöxtunum að draga þá verðrýrnun, sem verður á höfuðstólnum frá ári til árs. en það hefur verið reiknað nít, að frá því í stríðslok og til þessa dags hafi verðbólgan vaxið um 10% á ári. Á þessu tímabili hafa almennir sparisjóðsvextir lengst af verið 2–5%, þannig að niðurstaðan er sú, að sparifjáreigendur hafa haft neikvæða vexti frá 5–8% á þessu tímabili, þannig að sé dæmið gert upp á :þennan hátt, sem er það eina rétta. hlýtur útkoman að verða sú, að raunverulegir vextir hafa verið hér til mikilla muna lægri en þekkist nokkurs staðar annars staðar, og þetta er skýringin á því, að sparifjármyndun hefur hér verið minni en æskilegt er. Sömuleiðis er það villandi, þegar hv. 7. þm. Reykv. segir sem svo, að það sýni gagnsleysi vaxtahækkunarinnar í þessu sambandi, að sparifjármyndun hafi verið minni á síðasta ári en hún hefur verið að undanförnu, þrátt fyrir vaxtahækkunina. Ég skal nú ekki segja um það, hvað er ,það rétta í þessu sambandi. það hefur verið mjög umdeilt. En það, sem er aðalatriðið, er þetta. að í rauninni er það á fullum misskilningi byggt, ef því er haldið fram að sparifjáreigendur séu enn þá farnir að græða á þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið. Þess verður að gæta, að verðhækkanir af völdum efnahagsmálaráðstafana nema um 15%, sem þýðir það, að höfuðstóll allra sparifjárinnstæðna hefur verið skertur um 15%. Hluta af þessu hafa sparifjáreigendur að vísu fengið aftur með því, að vextir hafa verið hækkaðir um 40%, og þá hefur það nú aðeins staðið um 10 mánaða skeið. Það er því alger misskilningur, að sparifjáreigendur hafi enn sem komið er grætt á þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið.

Hitt er svo aftur á móti ekki rétt, að einblína á það, að allar verðhækkanir stafi af gengislækkun og það, sem skipti mestu máli frá hagsmunasjónarmiði sparifjáreigenda, sé Það að halda genginu föstu. Að mínu áliti er það þannig, að gengislækkanir eru afleiðing verðbólgu, en ekki orsök, og ástæðan til þess, að út í gengislækkunina var farið þó að slík ráðstöfun sé í sjálfu sér óæskileg, — um það er varla ágreiningur, — er sú, að það að leiðrétta gengið var beinlínis skilyrði fyrir því, að hægt væri að stöðva verðlagið. Reynsla undanfarandi ára, þegar reynt var að halda föstu gengi, en halda atvinnuvegunum á floti með uppbótum, var sú, að verðlagið fór stöðugt hækkandi. Á hverju einasta ári þurfti að gera nýjar og nýjar ráðstafanir atvinnuvegunum til hjálpar í formi hækkaðra skatta, tolla o.s.frv. Einmitt þær ráðstafanir, sem gerðar voru hvað eftir annað á dögum vinstri stjórnarinnar, ættu að vera órækasta dæmið um það, og er ég síður en svo að halda því fram, að þeir, sem í vinstri stjórninni áttu sæti, hafi gert að gamni sínu að framkvæma slíkar ráðstafanir.

Í lok ræðu sinnar var hv. 7. þm. Reykv. að tala um það, að nýjum gengislækkunum væri hótað af hálfu hæstv. ríkisstj. og stuðningsmanna hennar. Ég kannast ekki við það. Annað mál er það, að þýðingarmikið er, að almenningur í landinu geri sér ljóst, að ef til kaupgjaldshækkana kemur fram yfir það sem atvinnuvegirnir geta greitt af ágóða sínum, þá hlýtur auðvitað eitt af tvennu að ske: annaðhvort verður að gera nýjar ráðstafanir í efnahagsmálum, gengislækkun eða annað, eða þá að samdráttur verður og atvinnuleysi. Þetta er ekki annað en staðreynd, en engar hótanir