10.10.1960
Sameinað þing: 0. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Minning látinna fyrrverandi þingmanna

Skagfirðingur, sem hafði náin kynni af Pétri Hannessyni, lýsir honum í minningarorðum á þessa leið:

„Pétur Hannesson var hár maður vexti og karlmannlegur, fríður sýnum og allur hinn gjörvilegasti. Hann var vitur maður, glöggskyggn og tillögugóður, en nokkuð hlédrægur. Pétur var prúðmenni í allri framgöngu, hófsamur og glaður í vinahóp, óáleitinn og seinþreyttur til vandræða, en fastur fyrir, ef á hann var leitað. Hann var vel máli farinn, rökfastur og hélt fast á máli sínu, ef þess þurfti með, einnig vel ritfær og prýðisvel hagorður, en hélt því lítið á lofti.“ Þessa lýsingu á Pétri Hannessyni staðfesta þeir, sem þekktu hann bezt:

Ég vil biðja þingheim að rísa úr sætum til virðingar við minningu þessara tveggja manna, Helga Jónassonar og Péturs Hannessonar. [Þingmenn risu úr sætum.]