22.03.1961
Sameinað þing: 55. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í D-deild Alþingistíðinda. (3007)

203. mál, gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum

Jón Skaftason:

Herra forseti. Í fjarveru 1. flm., hv. 1. Þm. Vesturl. (DÁ), hef ég tekið að mér að mæla nokkrum orðum fyrir þáltill, sem við höfum flutt þrír þm. Framsfl. á þskj. 422 um varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum. Till. þessi hljóðar svo með leyfi hæstv. forseta.

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj.:

1) Að láta fara fram rannsókn sérfróðra manna á því, úr hvaða efni sé heppilegast að gera varanlegar götur í kaupstöðum og kauptúnum.

2) Að undirbúa löggjöf — að þeirri rannsókn lokinni — um fjarhagslegan stuðning ríkissjóðs við varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum landsins.“

Þar sem till þessari fylgir mjög ýtarleg grg. sé ég ekki ástæðu til þess að lengja þennan þingfund með því að fara mörgum orðum um hana enda hef ég fáu nýju við að bæta þær upplýsingar, sem koma fram í grg. og liggja ljóst fyrir öllum hv. þm., og engin ný rök kann ég að færa fyrir málinu, umfram það, sem þar er að finna.

Ég legg því til, herra forseti, að umr. um málið verði frestað og því vísað til hv. fjvn.