30.01.1961
Neðri deild: 52. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í D-deild Alþingistíðinda. (3020)

151. mál, fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar

Flm. (Einar Olgeirsson) [frh.]:

Herra forseti. Ég hafði þar komið minni ræðu. þar sem ég kom að þeim upplýsingum, sem hv. 3. þm. Austf. (EinS), sem á sæti í stjórn Sölumiðstöðvarinnar, gaf hér við umr. Ég taldi engum efa bundið, að sú játning, sem hv. 3. þm. Austf. hefur gert hér, hjálpar mjög til við alla rannsókn þessa máls og flýtir fyrir því, og ég vil taka hans framtal hér eins og hvert annað skattframtal og á grundvelli þess ræða það, sem nú beri að gera, og það, sem nú kemur í ljós að þurfi frekar að athuga.

Það er sem sé upplýst af hv. 3. þm. Austf., að um 140–150 millj. kr., sem raunverulega eru eign hraðfrystihúsanna, eru ýmist í ákveðnum hlutafélögum erlendis eða innanlands eða í útistandandi skuldum og birgðum, sem þessi fyrirtæki hafa lánað út eða teljast eiga. Nú var það eftirtektarvert við hans yfirlýsingu, að Því er mér skildist, að hann gaf lýsingu á því ástandi, sem nú er, hve mikið hlutafé sé nú, hve miklar útistandandi skuldir séu frá þessum aðilum og hve miklar birgðir séu t.d. vestanhafs, í Bretlandi og annars staðar. Hins vegar var ekki gefin nein heildarlýsing á gangi málanna á þessum síðustu árum, sem t.d. Coldwater Seafood Corporation eða þau fyrirtæki, sem nefnd voru í Bretlandi. hafa starfað, þannig að þetta gefur þess vegna ekki nema nokkra hugmynd um, hvað gerzt hefur í þeim efnum á undanförnum árum, heldur aðeins um, hvernig ástandið er í dag. Hins vegar er enginn efi á því, að þessar upplýsingar og þessi játning hjálpar mjög til að athuga þetta mál, og ég mun nú taka fyrir í röð, hvað það er, sem eftir þessar upplýsingar verður nú alveg sérstaklega að rannsaka í þessum efnum.

Ég vil þá taka fyrir í fyrsta lagi, hvað snertir eignirnar erlendis, þær eignir, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á erlendis, og þá í fyrsta lagi hlutaféð. Það var upplýst að hv. 3. þm. Austf., að í hinu ameríska hlutafélagi Coldwater Seafood Corporation ætti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 459 þús. dollara, — ég bið afsökunar. ef ég skyldi ekki hafa náð öllum tölunum alveg rétt, og þá er rétt að leiðrétta það, — m.ö.o. yfir 16 millj. ísl. kr. hafa verið settar sem hlutafé í þetta fyrirtæki sem hins vegar hvað formið snertir er alveg amerískt. Það er náttúrlega engum efa bundið eða getur vart verið það, eftir því sem maður heyrir um afkomu sjávarútvegsins á Íslandi yfirleitt, annað en að þetta sé fyrst og fremst andvirði fisks, sem tekið hefur verið og sett fast í hlutafé í þessu fyrirtæki, enda gæti það ekki verið eign Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna raunverulega öðruvísi en þetta væri raunverulega óuppgerður hluti ef því heildarandvirði, sem hefði fengizt fyrir freðfisk seldan í Bandaríkjunum. Þetta hlutafélag, Coldwater Seafood Corporation, virðist tvímælalaust vera stærsta hlutafélag í veröldinni, sem Íslendingar eiga, og það er náttúrlega ákaflega skemmtilegt að fá þær upplýsingar út af fyrir sig. En um leið hljótum við náttúrlega að gera kröfu til þess að vita, hvernig gengið er frá þessu, og það því fremur, sem að munu háfa orðið nokkrar deilur um það stundum á fundum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hvernig frá þessum eignum væri gengið, og það aldrei verið upplýst til fullnustu. Ég er hræddur um, að þarna hafi ekki verið farið eftir þeim samþykktum, sem gerðar hafa verið hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, og vildi þess vegna leyfa mér að spyrja, því að náttúrlega mundi það flýta ákaflega mikið fyrir rannsókn þessa máls og störfum eirrar nefndar, sem sett yrði, ef till. væri samþykkt, að sem mest af þessu upplýstist nú þegar: Hverjir eru hinir skráðu eigendur hlutabréfanna í Coldwater Seafood Corporation? Það virðist ekki vera Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, heldur virðast það ef til vill vera einstakir Íslendingar, kannske líka að nokkuð miklu leyti aðalframkvæmdastjóri félagsins, Jón Gunnarsson. Ég er því miður ekki svo kunnugur amerískum hlutafélagalögum, að ég geti sagt til um, hvort það sé nauðsynlegt við skráningu hlutafélags í því landi, að það séu líka bandarískir ríkisborgarar, a.m.k. að nafninu til, þátttakendur þar í og hluthafar, og ef svo væri, þá væri nauðsynlegt að upplýsa það líka. Þetta sama, sem þarna gildir um meira en 16 millj. kr. hlutafé í Bandaríkjum Norður-Ameríku. það gildir raunverulega láka um Það hlutafé í Bretlandi, sem hv. 3. þm. Austf. upplýsti, — ég náði ekki nafninu á því, eitthvað Frozen Food eða eitthvað slíkt, eitthvað um fryst matvæli hét það félag, — og í því voru 60 þús. pund eða 6 millj. ísl. kr., og svo hlutafélagið Snacks Ross Ltd., sem í var um ein millj. ísl. kr. Um allt þetta þyrfti að fá upplýst, hverjir eru hinir skráðu eigendur hlutabréfanna í öllum þessum hlutafélögum. Eru það íslenzkir menn, og að hve miklu leyti eru það útlendingar? Og um leið og það hefur verið upplýst, þá liggur næst fyrir að athuga, hverjir hafa talið fram Þessi hlutabréf sem sína eign. Er allt með felldu með framtölin á þessum allmiklu eignum erlendis af hálfu þeirra t.d. íslenzku hluthafa, sem hafa skráð þau á sitt nafn? Ég vil spyrja: Hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna talið þetta fram sem sína eign. Mér er nær að halda ekki. Og ef svona er, að þetta hefur einmitt verið skráð á nafn ýmissa einstaklinga, þá skyldi maður þó hins vegar ætla, að á milli þeirra einstaklinga, sem hafa tekið að sér að skrá þessi hlutabréf á sín nöfn, og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hins vegar væri einhvers konar samningur, þar sem þessir einstöku hluthafar lýstu því yfir og raunverulega afhentu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þessi hlutabréf sem sína raunverulegu eign, þó að þeir tækju að sér í umboði hennar að leggja til sín nöfn á þetta. Þetta eru atriði, sem þurfa að upplýsast. Ef svo er rétt, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa ekki talið þetta fram sem sína eign og það séu einhverjir einstaklingar, hvert er þá öryggi hinna raunverulegu eigenda að þessum hlutabréfum? Nú vitum við, að svo framarlega sem t.d. einhver og einhver amerískur maður hefur tekið að sér að skrá svo og svo mikið af hlutabréfum á sitt nafn eða segjum t.d., að einhver og einhver íslenzkur maður hafi tekið það að sér að skrá þessi hlutabréf á sitt nafn, þá getur komið fyrir t.d., að þessir menn verði gjaldþrota, að þeirra bú t.d., jafnvel þótt þeir væru búsettir í Bandaríkjunum. því að það kemur líka fyrir þar, yrðu gjaldþrota, — og hvernig fer þá með svona hlutabréf? Ég er hræddur um, að það hafi komið fyrir Íslendingi, sem hafa átt eignir erlendis og hafa fengið ýmsa góða félaga sína til þess að eiga slíkar eignir á sínu nafni, að slíkir menn hafa orðið gjaldþrota og að íslenzkir menn hafa jafnvel tapað, svo að skipti jafnvel milljónum króna, á slíku, en ekkert getað máske að því gert, vegna þess að það hafa máske ekki verið lagalega frá því gengið. Þetta eru atriði, sem þarf að upplýsa. Svo framarlega sem það er þannig, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sé ekki hinn opinberi eigandi þessara hlutabréfa, heldur hafa — sem kallað er stundum með dálítið ljótu orði — Látið einhverja leppa þetta fyrir sig, þá hefur það vissa áhættu í för með sér, og þá er nauðsynlegt, að það sé upplýst, fyrir allan þann fjölda, sem á þessi hlutabréf raunverulega, og raunar fyrir þjóðfélagið, sem hefur skoðað það sem sína skyldu undanfarið að styðja og styrkja sjávarútveginn og ekki sízt hraðfrystihúsin, að fá að vita, hvernig frá þessu öllu saman sé gengið. Þetta er hvað snertir öryggi þeirra manna, sem hv. 3. þm. Austf. lýsti yfir að væru hinir raunverulegu eigendur þessa alls saman, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hinna fjölmörgu hraðfrystihúsa um allt land, sem samkv. hans yfirlýsingu eru hinir raunverulegu eigendur. Hlutfallið þarna á milli hinna raunverulegu eigenda og hinna skráðu eigenda, öryggið fyrir hina raunverulegu eigendur, valdaaðstaða þeirra og allt annað slíkt, þetta er mál sem endilega þarf að upplýsa.

Þá upplýsir enn fremur hv. 3. þm. Austf. í þessu sambandi, að eignir, sem Íslendingar eiga, séu þarna í alamerísku fyrirtæki að lögum til fyrirtæki, sem að öllu leyti heyri undir amerísk lög. Og hvernig er frá þessu öllu saman gengið? Ég þykist vita, að reikningar þessara hlutafélaga séu, eins og mælt er mjög stranglega fyrir í amerískum lögum, reglulega endurskoðaðir, lagðir fram og allt slíkt. En hafa þessir reikningar verið lagðir fram á fundum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hvert einstakt hraðfrystihús á Íslandi og meðilmur í Sölumiðstöðinni fengið aðgang að þessum reikningum, Coldwater Seafood Corporation, Snacks Ross Ltd. og frystifélagsins í Bretlandi? Hefur þetta verið sent út til hinna raunverulegu eigenda, hraðfrystihúsanna á Íslandi? Mér er nær að halda ekki. Mér er nær að halda, að hinir raunverulegu eigendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hinir ýmsu þátttakendur í henni hafa ekki fengið aðstöðu til þess að fylgjast með þessum reikningum, sjá þá endurskoðaða, fá af þeim afrit, fyrir utan að heldur hafa ekki verið frá því gengið, að þeirra eignarréttur á þessum hlutabréfum sé tryggður. M.ö.o.: það virðist stofnað til eignamyndunar S.H. erlendis, án þess að það hafa verið fengið leyfi fyrir fram hjá eigendunum til þess, án þess að eigendurnir sjálfir hafa fengið að fylgjast með í rekstri þessum og án þess að eigendurnir sjálfir hafa fengið aðstöðu til þess að láta ganga svo tryggilega frá þessari eign sinni erlendis, að hún gæti ekki farið illa í sambandi við gjaldþrot einstakra manna, sem skrá þarna hlutabréfin, eða annað slíkt. Mér er nær að halda, að það ófafá ríkt nokkurt ofríki í þessum efnum hjá voldugustu mönnunum í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, að þessir valdamenn hafi, — ég meina ekkert ljótt með því, þegar ég segi, að þeir hafi raunverulega eins og tekið traustataki það fé, sem Sölumiðstöðin hefur haft til meðferðar í Bandaríkjunum, sett það í ákveðið fyrirtæki þar, fyrirtæki. sem vissulega getur gengið vel og gefið gróða, vissulega gæti líka gengið illa og gefið tap, en getur líka gert hvort tveggja kannske, tapað á nokkru árabili og grætt á öðru, eins og vill ganga, þegar menn eru að berjast á þeim kapítalistísku mörkuðum, — mér er sem sé nær að halda, að sérstaklega einn voldugur maður, aðalframkvæmdastjóri Sölumiðstöðvarinnar þar vestra, Jón Gunnarsson, hafa ráðið ákaflega miklu um þetta og ekki mikið um það hirt, að hinir raunverulegu eigendur hér heima, hin fjölmörgu hraðfrystihús, fylgdust með þessum hlutum, frá þeirra vöddum væri raunverulega gengið, um þeirra leyfa væri beðið og þeim væru gefnar allar þær skýrslur og allir þeir reikningar, sem vera ber. Þetta þýðir með öðrum orðum: Íslenzkir framleiðendur eru látnir leggja fram fjármagn án þess að vera um það spurðir, án þess að fá vexti af þessum verðmætum sínum og án þess að sjá reikninga af þessu fjármagni sínu. Í staðinn eru þeir jafnvel látnir, eins og hraðfrystihúsin, eins og ég veit að hv. 3. þm. Austf. þekkir manna bezt, þá eru hraðfrystihúsin látin borga háa vexti hér heima, sem þau jafnvel sum hver sligast undir, en fá máske enga vexti af sínu fé þar vestanhafs og sunnan. Og ég held, að ég segi ekkert of mikið, þegar ég segi, að jafnvel ýmsir þessara framleiðenda kunna eðlilega að halda, að þeir séu snuðaðir á ýmsan hátt með þessu móti eða þeirra fjármunum ekki stjórnað eins vel og skyldi. Fyrir okkur Íslendinga sem heild þýðir þetta m.ö.o., að við erum látnir birgja að fé fiskiðnað og fiskverzlun í öðru landi, svo að segja óaðspurðir. Það er sagt við okkur hér heima, í hvert skipti sem einhver vandkvæði eru hjá sjávarútveginum og ekki sízt hjá hraðfrystihúsunum: Þetta er allt saman á kúpunni. og þetta er allt saman að fara um koll. Það eru engir peningar til, og það verður að gera sérstakar ráðstafanir til þess að lána þeim. — Sérstök frumvörp liggja fyrir Alþingi til þess að tryggja þeim sérstök lán til rekstrar, sérstök lán til stofnkostnaðar. En á sama tíma fáum við upplýsingar um það, að í hlutafé séu þarna yfir 20 millj. kr. í hlutafélögum, sem raunverulega eru erlend félög hvað allt form snertir, sem við raunverulega fylgjumst ekki neitt verulega með í, sem eigendurnir sjálfir, sem hv. 3. þm. Austf. lýsti yfir að væri Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, fylgjast heldur ekki með í.

M.ö.o.: mín niðurstaða eftir þessar upplýsingar og athuganir er sú, að það þarf rannsókn á, hvernig er með þetta hlutafé, með þess eignahlutföll með þess tryggingar, alveg sérstaklega með tilliti til hagsmuna og réttinda eigenda þess hér heima, hinna ýmsu hraðfrystihúsa, og raunar með tilliti til hagsmuna þjóðfélagsins líka. Ég vil þar að auki benda á, hvílíkir hagsmunir það eru, sem þjóðfélagið á þarna í veði, að nú sem stendur stöðva útvegsmenn í Vestmannaeyjum sína báta þar vegna deilu um fiskverð við hraðfrystihús og aðra fiskkaupendur, og jafnvel ýmsir útgerðarmenn telja til inneigna hjá slíkum hraðfrystihúsum. Og þegar á sama tíma er upplýst, að þessi sömu hraðfrystihús séu eigendur að milljónafyrirtækjum í Bandaríkjunum, þá er ekki óeðlilegt, þó að Alþingi bæði fyrir hönd þessara eigenda og fyrir hönd þjóðfélagsins sjálfs hljóti að knýja það fram, að þessi aðstaða öll sé rannsökuð. Í öðru lagi ber að athuga þær eignir erlendis, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á og hv. 3. þm. Austf. taldi fram í birgðum og útistandandi skuldum. Hann upplýsti að hjá Coldwater Seafood Corporation væru, ef ég heyrði rétt, ég held 1.6 millj. dollarar eða yfir 60 millj. kr., sem voru útistandandi í skuldum, og 600 þús. doilarar eða 221/2 millj. kr., sem væru þar í birgðum, eða milli 80 og 90 millj. kr., sem voru í birgðum og útistandandi skuldum í Bandaríkjunum. Enn fremur mundu í Bretlandi vera yfir 8 eða tæpar 9 millj. kr., sem verksmiðjureksturinn þar skuldaði Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, og veitingahúsin, sem sett höfðu verið upp. Snacks Ross Ltd., skulduðu um 5 millj. kr., líka hraðfrystihúsunum. M.ö.o.: það mundi láta nærri, að nokkuð yfir 100 millj. kr. væru í útistandandi skuldum og birgðum, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ætti í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Þessar eignir, sem þarna eru, eru m.ö.o. fiskur, sem raunverulega hefur verið tekinn að eigendunum forspurðum og lánaður amerískum flögum, amerískum smásöluverzlunum, enskum félögum, enskum veitingahúsum, þó að eigendur þessara amerísku félaga og eigendur þessara brezku veitingahúsa séu máske tryggilega frá gengið — íslenzkir borgarar. Þetta þýðir, að þessar birgðir og þessar útistandandi skuldir, hvað sem maður vill nú álíta um hlutaféð sjálft, þá er það auðvitað áhættufé. Það þýðir m.ö.o., að það er búið að lána vissum amerískum og enskum ríkisborgurum fé fiskimanna og hraðfrystihúsa úti á Íslandi. Og maður veit, hvernig er um útistandandi skuldir. Það getur alltaf farið illa um slíkt. Maður veit, hvernig getur verið um birgðir. Það geta orðið verðsveiflur á slíku, og hefur jafnvel komið fyrir og orðið deilur um í sambandi við þessi mál. M.ö.o.: svo og svo mikill fiskur hefur verið tekinn af framleiðendum hér heima, sem taldir eru og vissulega eiga í vök að verjast í sínum efnahagsmálum, og þessar í þessu tilfelli yfir 100 millj. kr. hafa verið gerðar að áhættufé erlendis, sitja þar ýmist í birgðum eða eru lánaðar út.

Nú rakti ekki hv. 3. þm. Austf., hvernig þetta hefði verið á undanförnum árum, hann lýsti þessu aðeins í dag. Mér er nær að halda, að á undandörnum árum hafi stundum verið meira erlendis af birgðum eða útistandandi skuldum. Og mér er nær að halda, að stundum hafi jafnvel á undanförnum 5—6 árum eitthvað tapazt og það kannske bara verið afskrifað, eins og gengur og gerist um töp, af þeim útistandandi skuldum og þeim birgðum. Og þetta er atriði, sem þarf að koma fram: í fyrsta lagi vegna eigendanna hér heima, hraðfrystinúsanna og útvegsmanna, sem hafa nú í mörg ár séð sínar eignir teknar af sér með þessum hætti, fluttar til Bandaríkjanna eða Bretlands og eitthvað af þeim eignum tapast þar. Það er eðlilegt, að slíkir eigendur vilji fá fulla skýringu á, hvernig með þeirra fé hefur verið farið. Í öðru lagi gagnvart þjóðfélaginu ekki bara vegna þess, að íslenzka þjóðfélagið eigi nokkra heimtingu á að fá að vita, hvernig er um fjármuni útvegsins, vegna þess að íslenzka þjóðfélagið hefur á undanförnum árum „stutt“, að því er kallað er, þó að ég muni setja það innan gæsalappa, ef ég skrifaði það, sjávarútveginn með allmiklum framlögum, þannig að þjóðfélagsheildinni er það engan veginn óviðkomandi. Hvers konar ráðstafanir hafa verið gerðar á undanförnum árum í þessu. En segjum þar að auki, að Það væri nú allt saman fullkomlega með felldu, eins og ég líka að mörgu leyti býst við að sé þá er nauðsynlegt fyrir okkur að fá þessa sögu, sjá þessa reynslu, vegna þess að við þurfum að læra af þessu.

Ég lagði áherzlu á það í minni framsöguræðu, að ég væri engan veginn fyrir fram að fordæma þá aðferð, að við Íslendingar reyndum að koma okkur upp sölufélagi erlendis, og það gæti meira að segja alveg sérstaklega verið nauðsynlegt, verið óhjákvæmilegt. Ef allir þarlendir aðilar tækju okkur svo illa, að þeir vildu ekki neinn fisk af okkur kaupa og við yrðum sem sé af okkar litlu eigin getu að reyna að brjótast inn á þennan markað, þá kemur slíkt ákaflega vel til greina. Hins vegar lýsti ég því sem minni skoðun, að það mundi vera yfirleitt heppilegra, ef við getum rétt svona viðskipti við aðila í viðkomandi landi, sem við seldum okkar vöru, og værum þar með úr allri áhættu um reksturinn þarlendis, um birgðir eða annað slíkt. Og einmitt til þess að mynda okkur Íslendingum rétta skoðun á því, hvaða sölutækni, hvaða söluaðferð sé okkur heppilegust í slíkum efnum, hvort eðlilegra og betra sé að eiga við nokkra aðila sem við seljum til landsins, eða hvort við eigum sjálfir að koma upp okkar sölusamtökum þar, þá er nauðsynlegt að fá skráða söguna af reynslunni af svona fyrirtækjum, eins og þessi þrjú fyrirtæki, eitt í Bandaríkjunum og tvö í Bretlandi, sem hv. 3. þm. Austf. lýsti. Ég er hræddur um, að það hafa verið á undanförnum árum oft tekið úr rekstri ár eftir ár allmikið af fiski eða fé, sem kemur út á eitt, það hafa sem sé verið geymt þarna erlendis, það hafa stundum tapazt svo og svo mikið af því og stundum hafi upphæðirnar verið miklu nærri, — og ég álít þetta, svo að vægt sé komizt að orði, ákaflega vafasamt framferði gagnvart eigendum þessa fisks. Nú háttar svo til, að sumt af þeim mönnum, sem þennan fisk eiga, eru stórlaxar, eins og maður mundi segja, þeir, sem eiga hér stór hraðfrystihús og mikil, sitja kannske sjálfir í stjórn og hafa mikla og volduga aðstöðu til þess að fylgjast með í þessu öllu saman, þeir eru kannske sjálfir í stjórn vestannafs líka, það veit ég ekki. En þar að auki er þarna um að gera fjöldann allan af smærri aðilum, litlum hraðfrystihúsum, dreifðum út um allt land. þar sem fátækir fiskimenn eru að brjótast í því að reyna að koma sínum fiski í verð, reisa af vanefnum hraðfrystinús, sem reksturinn gengur misjafnlega á, koma einu sinni á ári máske á aðalfund Sölumiðstöðvarinnar, langar til þess að fá að vita eitthvað, hvernig gengur. Þykir stundum ganga seint með uppgjörið, og fá kannske stundum engin svör, eins og ég hef satt að segja orðið var við, því að kvartanir hef ég heyrt um það, að það sé nú ekki gert sérstaklega mikið með, hvað sá litli karl segi slíkum efnum, þegar hann sé að fara fram á að fá nákvæmar skýringar. Sérstaklega hef ég á meðvitundinni, að aðalforstjórinn, alheimsforstjórinn, sé nokkuð stór upp á sig stundum gagnvart þeim smáu, finnist ekki, að kotkarlarnir hafa mikinn rétt til þess að heimta af sér, alheimsforstjóranum, skýrslur um, hvernig sé farið með þeirra litlu eigur í hans stóra félagi. Þess vegna er nauðsynlegt, að Alþingi, sem á að skoða sig sem vörð slíkra manna, láti þetta mál til sín taka. Og ég er hv. 3. þm. Austf. mjög þakklátur fyrir þær upplýsingar, sem hann þegar hefur gefið og ég veit að eru upplýsingar fyrir marga þessa aðila, og vonast eftir, áður en málið fer endanlega út úr þinginu, að við eigum eftir að fá margar í viðbót og kannske fleiri, þegar rannsóknarnefndin sé búin að starfa. Ég er hræddur um, að það hafa nokkuð oft komið fram gagnrýni frá þessum eigendum og að þeir hafa ekki fengið svör.

Ég skal síðan ítreka, að ég álít, að það komi að vísu vel til mála, að við seljum í gegnum okkar eigin samtök erlendis, og hef ég þó látið í ljós mínar efasemdir um þann hátt. En eitt skilyrði verðum við Íslendingas þó að setja, og það er, að með þessu sé fullt eftirlit, fullkomlega frá því gengið, þannig að eignarrétturinn á því, völd hinna raunverulegu eigenda yfir því, þetta sé allt saman tryggt, bæði yfir hlutafénu í hlutafélögunum, yfir birgðunum og útistandandi skuldum. En þó vil ég um leið setja fram þá spurningu: Hvað mundu útvegsmenn á Íslandi segja og þeir, sem hafa með fiskverkun að gera, ef Skreiðarsamlagið og Sölusamband ísl. fiskframleiðenda tækju upp hinn sama hátt, ef Skreiðarsamlagið setti upp búðir suður í Nígeríu og seldi þar, hefði þar miklar birgðir og ætti þar útistandandi skuldir hjá þeim kaupmönnum, sem það verzlaði við, ef Sölusamband ísl. fiskframleiðenda setti upp fyrirtæki í Brasilíu og lánaði því fyrirtæki ekki aðeins fiskbirgðir, heldur líka gegnum það útistandandi skuldir hjá þess viðskiptavinum, jafnvel kannske legði fram svo og svo mikið hlutafé sjálft? Nú flytjum við skreiðina og saltfiskinn eingöngu út gegnum bankatryggingu og meginið af freðfiskinum. Mundi okkur ekki þykja það í nokkuð mikið ráðizt og þykja nokkuð mikil áhætta. ef allir aðrir aðilar tækju upp á að haga sér eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur gert í Bandaríkjunum og Bretlandi? M.ö.o.: mér sýnist, hvað snertir eignina á þessu hlutafé, birgðum og útistandandi skuldum, á þessum 140 millj. kr., sem hv. 3. þm. Austf. gaf upp, að í sambandi við meðferðina á þessu hafi komið fram allmikið ofríki af hálfu valdamannanna í Sölumiðstáð hraðfrystihúsanna og að yfir íslenzka fiskeigendur hafa verið leidd áhætta, meðferðin á þeirra fé og þeirra fiski sé mjög vafasöm og að þá verði vegna eigendanna þess vegna að láta rannsókn fara fram á, hvernig þessu hefur verið háttað á undanförnum árum, hvernig frá þessu öllu saman er gengið nú. Þess vegna álít ég, að upplýsingar hv. 3. þm. Austf. hafi gert það að verkum, að ósk mín um rannsókn í þessum efnum sé hvað snertir hagsmuni eigendanna á Íslandi miklu brýnni eftir en áður.

Þá skulum við koma að þeirri hlið þessa máls. sem snýr að hinu opinbera, og í fyrsta lagi taka þá annan þáttinn í öllu þessu máli, afstöðuna til bankanna. Þessi fiskur, sem er fluttur úr landi, er, eftir því sem ég bezt veit, veðsettur íslenzku ríkisbönkunum og eftir því sem ég bezt veit, hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fengið lán út á þennan fisk og veðsett þennan fisk bönkunum um leið, og þetta lán hefur oft og tíðum verið og jafnvel meira af verðmæti þessa fisks. Án þess að þessi veðbönd hafa verið leyst, hefur þessi fiskur, að því er mér skilst, verið fluttur út, og hann hefur ekki bara verið fluttur út, honum hefur verið skipað upp í Bandaríkjunum, og honum hefur ekki bara verið skipað upp, hann hefur verið settur í verksmiðjur í Bandaríkjunum, og hann hefur ekki bara verið unninn í verksmiðjum í Bandaríkjunum, hann hefur líka verið sendur út til einstakra verzlana í Bandaríkjunum, og það er það, sem ég mundi vilja spyrja að, hvernig er með veðböndin á þessum fiski. Þegar kaupmenn eru búnir að lána hann út til aðila í Bandarfkjunum, þá skilst mér, að veðböndin hafa enn ekki verið leyst hér heima. Ég vildi í því sambandi mega spyrja:

1) Hafa bankarnir gefið leyfi til þess, að þessi fiskur, sem þeim er veðsettur, væri fluttur út og svona væri með hann farið?

2) Hvort sem bankarnir hafa gefið slíkt leyfi eða ekki, hvaða möguleika hafa þó bankarnir til þess að ganga að veðinu? Ég er hræddur um, að þeir möguleikar hljóti að vera orðnir nokkuð litlir, a.m.k. ef fiskurinn er kominn niður í maga amerískra neytenda. Ég veit meira að segja ekki, hve þægilegt er með veð í sjálfum birgðunum eða útistandandi skuldunum í Bandaríkjunum, — ég skal ekkert fullyrða um það, en hræddur er ég um, að það standi tæpt.

3) Hafa hraðfrystinúsin, sem hafa veðsett þennan fisk og standa ábyrg fyrir honum gagnvart bönkunum, gefið leyfa til þess, að svona væri farið með Þetta, hvert um sig um sinn fisk? Ég er hræddur um ekki. Ég er hræddur um, að þau hafa ekki gefið leyfa til þess. Mér skilst það vera alveg ótvírætt, að Coldwater Seafood Corporation er ekki kaupandi þessa fisks, heldur fær Coldwater Seafood Corporation þennan fisk í umboðssölu í Bandaríkjunum. Hvernig stendur þá á um þennan fisk hvað snertir bankana og veðsetninguna á honum? Hvað hefur gerzt? Hefur fiskur, sem hefur verið veðsettur bönkunum, verið seldur, peningarnir notaðir í annað, sumpart kannske í að mynda hlutafé, sumpart í að lána kaupmönnum í Bandaríkjunum eða nota til rekstrar verksmiðju, án þess að veðið hafi verið borgað og á meðan þessi veðbönd höfðu enn þá raunverulegt gildi?

Ég heyrði um það nú nýlega, að maður nokkur, Jón Gunnarsson í Hafnarfirði, hefði eitthvað brotið af sér viðvíkjandi veðsetningu, farið öðruvísi með andvirði fisks, sem var veðsettur banka, heldur en var lögum samkvæmt. Það skyldi þó aldrei vera, að nafni hans Jón Gunnarsson í Garðahrauni hafi stjórnað þessum málum þannig, að það væri líka eitthvað að athuga við það. Ég segi þetta bara vegna þess, að ég álít, að það sé nokkurn veginn sama, um hvaða Jón Gunnarsson sé að gera, það geti ekki verið þannig hér á landi, að það eigi ekki eitt að ganga yfir alla, sem kunna að brjóta af sér gagnvart veðsetningunni þannig. Það getur ekki gengið, að þeir megi brjóta af sér, sem eru ríkir og voldugir og kunna að græða á brotunum, en hinir séu dæmdir, sem verða gjaldþrota á vil að beita svipuðum aðferðum.

Mér sýnist, að þarna þurfa fullkomna rannsókn á, hvernig er hreint lagalega séð um meðferðina á þessum veðsetta fiski. Ég er þar með ekki að halda neinu fram um, að neitt hafa tapazt af því, sem veðsett kann að hafa verið, af því fé, sem bankarnir hafa lánað. Ég býst við, að því sé skilað að lokum að fullu aftur, a.m.k. meðan allt gengur vel, Þá er það gert, og hefði gengið illa, þá hefði kannske meira að segja bönkunum ekki þótt fært að ætla að ganga að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, það hefði kannske orðið of mikið hrun á Íslandi. En hrein lagaleg meðferð á þessu hlýtur í öllum tilfellum að eiga að vera hin sama. Það er ekki hægt að flytja veðsettan fisk, veðsettan bönkunum, úr landi og ráðstafa honum í Bandaríkjunum eða Bretlandi án þess, að áður hafa þessi veðbönd að einhverju leyti verið leyst og fiskurinn greiddur, og það held ég að hafa ekki verið gert, — þó að ekkert kunni að nafa tapazt á því. Þá held ég að brotið njóti að vera það sama, — þó að einn kunni meira að segja að græða á þessu og annar að tapa á sams konar aðferðum. Þá er brotið það sama. Þess vegna álít ég, að frá hálfu banka ríkisins sé fullkomlega nauðsynlegt, að rannsókn fari fram, hvernig hefur þarna verið farið með eignir veðsettar bönkunum.

Hvernig er með gjaldeyriseftirlit og gjaldeyrisleyfi viðvíkjandi þessu? Þessi fiskur, sem til Bandaríkjanna og að einhverju leyti til Bretlands hefur farið, mun hafa verið fluttur út og ráðstafanir munu hafa verið gerðar með gjaldeyrisráðstöfun í hlutafélög, birgðir og slíkt, án þess að fyrir fram hafa verið sótt um gjaldeyrisleyfi. A.m.k. það lítið, sem ég hef reynt að spyrjast fyrir um þetta, — ,það er ekki auðvelt að grafast fyrir um þetta, — þá hefur mér skilizt, að fyrir fram hafa ekki verið sótt um gjaldeyrisleyfi í þessum efnum, hins vegar muni oft eftir á hafa verið sótt um gjaldeyrisleyfi og það hafa vafalaust verið veitt. Má vel vera, að þegar allt yrði reiknað saman, lægju þarna næg gjaldeyrisleyfi fyrir, um það skal ég ekkert fullyrða. En hitt vil ég segja það getur ekki gengið, að einn aðili, þótt stór sé, þó að hann eigi í eignum í Ameríku yfir 100 millj. kr., þó að hann velti 800 millj. kr. hér á Íslandi eða flytji út fyrir það þá getur ekki gengið, að um hann gildi önnur lög en aðra Íslendinga. Ef slíkir aðilar, þótt stórir séu, ætla sér að ráðstafa hundruðum millj. kr. erlendis af gjaldeyri, sem ætti að skila, þá verða þeir að sækja um leyfi til þess, og ef þeir þykjast orðnir svo stórir, að þeir þurfa ekki að biðja um leyfi, og koma svo eftir á og segja. Ég er búinn að gera þetta svona og vil fá leyfa nú, — þá hafa þeir verið að brjóta lög, en eru bara svo stórir, að þeir þykjast hafnir yfir lögin. Ég held, að hvað gjaldeyrisleyfi snertir, þá hafi verið framin þarna brot.

Í öðru lagi, hvað gjaldeyrinn snertir, hvernig er með gjaldeyriseftirlit með þessu? Til þess að ganga úr skugga um, að allur gjaldeyrir hafa þarna komið til skila, þarf gjaldeyriseftirlit bankanna að fá reikninga Coldwater Seafood Corporation og allra þeirra sambanda, reikninga frystifélagsins í Bretlandi, reikninga Snacks Ross veitingahúsafélagsins og ganga í gegnum þetta, athuga um birgðirnar, athuga um útistandandi skuldir, og án þess að ég vilji nokkuð lasta gjaldeyriseftirlit ríkisins eða bankanna, þá held ég, að þetta yrði því mjög erfitt verk. Ég held næstum því, að það sé orðið óvinnandi verk, sérstaklega ef á að rannsaka það nokkuð verulega aftur í tímann. Það hafa nýlega verið gerðar vissar ráðstafanir í sambændi við önnur fyrirtæki, sem verið hafa rannsökuð, meira að segja líka vestan hafs, en ég er hræddur um, að þær rannsóknir, sem þyrfti að gera í sambandi við allar þessar ráðstafanir öll þessi ár, ef öll kurl eiga að koma þar til grafar, séu miklu víðtækari og séu jafnvel svo víðtækar, að það sé orðið ómögulegt að gera meginið af þessum rannsóknum núna. M.ö.o.: það hefur verið brotið á móti gjaldeyrislögum ríkisins, bæði hvað snertir gjaldeyrisleyfa og gjaldeyriseftirlit, og það svo lengi og með þeim hætti að það sé ekki hægt að komast á hreint héðan af, — máske um það ástand, sem í dag ríkir, en ekki um þá þróun, sem undanfarið hefur verið.

Mér sýnist þess vegna eftir þær upplýsingar, sem hv. 3. þm. Austf. hefur gefið, og raunar líka eftir því sem við vitum, hvernig ýmis önnur félög hafa farið að í sambandi við slík .viðskipti, að það sé orðin fullkominnar rannsóknar þörf, hvort Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og þessi fyrirtæki, sem Sölumiðstöðin er talin eiga, hafa brotið ýmislegt í gjaldeyrislögum landsins, bæði nú og á undanförnum árum.

Þá er afstaðan til skattyfirvaldanna. Hverjir hafa talið fram eignina í þessum þremur hlutafélögun erlendis, eign hlutabréfanna í þeim? Hverjir eru þessir aðilar, og hafa þeir talið það fram? Eins og ég gat um áðan, hefur Sölumiðstöðin ekki gert það. Hefur það, sem kann að hafa græðzt þarna, komið fram á skattaskýrslum hér heima? Hafa þær ráðstafanir, sem hafa leitt til þess, að þarna hefur skapazt svo og svo mikil eign, verið skilgreindar í skattaskýrslum hvers árs? Hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna talið þetta fram? Ég held ekki. Og ef það er ekki, hvaða eigendur eru þá þarna taldir, og hafa þessir eigendur talið þetta fram? Ég er hræddur um, að það þurfi þarna sem sagt að rannsaka líka hvað snertir afstöðuna til skattanna.

Mér sýnist því, að bæði gagnvart eigendunum, hinum ýmsu hraðfrystihúsum hér heima og gagnvart því opinbera, gagnvart bönkunum, sem fiskurinn var veðsettur, gagnvart gjaldeyrisyfirvöldunum og gagnvart skattyfirvöldunum þurfa að rannsaka allar ráðstafanir þessara hlutafélaga og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gagnvart þeim.

Ef við lítum svo á þetta mál dálítið meira í heild, en ekki aðeins hvað snertir hið lögformlega, sem ég óttast að þanna hafa verið meira eða minna brotið, þá er m.ö.o. ástandið bágt. Við höfum lánað amerísku hlutafélagi og eigum í birgðum og útistandandi skuldum hjá því yfir 100 millj. kr., og við Íslendingar höfum lánað þetta vaxtalaust, og við höfum lánað þetta sem áhættufé. Gagnvart eigendunum hér heima hefur ákaflega ólýðræðislega verið frá þessu gengið. Eigendurnir, hin ýmsu hraðfrystihús í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hafa ekki getað knúið fram að láta taka það tillit til sín sem eigenda, sem eðlilegt væri. Þeir hafa ekki fengið í sínar hendur reikningana frá þessum fyrirtækjum. Þeim hefur ekki verið skýrt frá að staðaldri, hvernig um þetta gangi. Þeir hafa ekki verið spurðir að því fyrir fram, hvernig þetta standi. Hraðfrystihúsin vita satt að segja ekki, hvað þau eiga þarna, hvort þau eiga þetta, hvort þessi eign er örugg og á hvern hátt hún hefur verið gerð örugg. Þau fá hvorki skýrslur né reikninga. Af öðrum aðilum, með alla skreiðina og saltfiskinn, er heimtuð bankatrygging með allt, sem selt er til sósialistísku landanna. Þá er heimtuð bankatrygging. En þarna er farið allt öðruvísi að, og þarna eiga í hlut hlutafélög, sem einstakir menn úr Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eiga að forminu til. kannske einhverjir útlendingar líka og á er beitt allt öðrum aðferðum, þá er ekki heimtuð nein bankatrygging, þá er það látið í umboðssölu og þá er það látið þarna vaxtalaust, á meðan hinir raunverulegu eigendur hér heima sligast undir vöxtunum. Og hvað gerist svo á sama tíma? Á sama tíma gerist það, að Þegar bandarískir aðilar biðja um að fá að kaupa íslenzkan hraðfrystan fisk, þá er þeim neitað. Þá eru blokkeruð öll hraðfrystihúsin á Íslandi til þess að neita þeim um að selja þeim fisk og það oft og tíðum á a.m.k. jafngóðu eða betra verði en því, sem var a.m.k. búið að gera upp á frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna við hina einstöku eigendur. Það hefur verið neitað að selja hraðfrystan fisk til Bandaríkjanna gegn bankatryggingu, gegn staðgreiðslu. Það virðist, að það sé ekki hægt fyrir einstaka bandaríska borgara, sem vildu kaupa íslenzkan fisk héðan frá Íslandi, að fá slíkan fisk keyptan. M.ö.o.: þeir, sem stjórna þessum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, virðast vilja einoka þetta fyrir sig.

Þegar við ræðum sölutæknina við þetta, þá komum við eðlilega að þessari niðurstöðu: Það getur að vísu verið nauðsynlegt, að við Íslendingar reynum að brjótast í gegn sjálfir og hættum okkar fjármagni í að mynda sölusamtök í Bandaríkjunum og sölufélög þar, svo fremi sem enginn vilji af okkur kaupa í viðkomandi landi á sæmilegu verði og gegn sæmilegum kjörum, staðgreiðslu, bankatryggingu og öðru slíku. En nú vitum við, að svo hefur verið, að menn hafa viljað kaupa af okkur, en þeim hefur verið neitað. M.ö.o.: það virðist ekki vera höfuðatriðið að ætla sér að skapa sem allra víðtækastan og mestan markað fyrir íslenzkan fisk í Bandaríkjunum einvörðungu, heldur líka hitt, að skapa eitt lítið einokunarfyrirtæki í Bandaríkjunum, sem einokar þar íslenzkan fisk. Ekki er það í þágu hraðfrystihúsaeigendanna á Íslandi, hvað svo sem slík starfsemi kann á sínum tíma að hafa verið þeim annars nauðsynleg.

Ég vil ekki draga að neinu leyti í efa, heldur þvert á móti undirstrika, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna út af fyrir sig er góð samtök, góð samtök í eðli sínu, nauðsynleg samtök fyrir hraðfrystihúsin á Íslandi að skapa sér, vegna þess að menn eru sterkari, þegar þeir standa saman, heldur en þegar þeir eru dreifðir. En það má bara ekki í framkvæmdinni gera slíka sölumiðstöð að einokunarhring undir stjórn og valdi einhvers einræðisherra. Það er sú þróun, sem ég álít að hafa verið að eiga sér stað í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og að í þeirri þróun felist sú hætta, að Alþingi verði — ég segi kannske ekki endilega að taka í taumana, en verði a.m.k. að rannsaka til fulls, hvað þarna er um að vera. Ég er hræddur um, að aðalforstjórinn, Jón Gunnarsson, hafi virt vilja og óskir hinna raunverulegu eigenda, a.m.k. sérstaklega hinna smærri, alveg að vettugi, og mér er nær að halda, að það sé ekki nóg með það, heldur meira að segja að veðréttur, gjaldeyrislög, skattalög hafa jafnvel að einhverju leyti verið virt að vettugi líka.

Því er það niðurstaðan af því, sem ég hef hugleitt játningar og upplýsingar hv. 3. þm. Austf.. að það sé ekki einungis rannsóknar þörf á því, sem ég ræði um í minni till. hversu miklu fé Sölumiðstöðin hafa náðstafað, eins og ég orða það þar í fimm liðum, heldur sé nú rannsóknar þörf á því, hvort þessar ráðstafanir hafa tekið réttmætt tillit til valds og hagsmuna hinna einstöku eigenda á Íslandi og hvort þessar ráðstafanir hafa verið gerðar í samræmi við íslenzk lög, í samræmi við veðskuldbindingar, gjaldeyrislög, skattalög og annað slíkt, þannig að eftir þessar upplýsingar, sem ég ekki að neinu leyti hef rengt, heldur þvert á móti byggt hér á, þá sé þörf á, að starfssvið þessarar rannsóknar sé fært út miklu meira en var í minni þáltill að vísu mundi náttúrlega eftir sem áður þurfa að rannsaka upphæðirnar, sem þarna er um að ræða, þó að ég dragi engan veginn í efa það, sem hv. 3. þm. Austf. hefur upplýst hér, en sérstaklega þarf að kanna forsögu málsins og svo hins vegar, að hve miklu leyti þetta samrýmist lögum og samrýmist hagsmunum eigendanna.

Verðmætin, sem íslenzkir útvegsmenn og íslenzk hraðfrystihús hafa lagt í það, sem nú heitir hlutafé, birgðir, útistandandi skuldir í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi það eru verðmæti, sem þarf að skila til þeirra, verðmæti, sem þarf að tryggja, og það er Alþingis og þess opinbera að sjá um, að hlutur þessara manna og um leið afstaða og lög og vald ríkisins sé tryggt.

Ég vildi aðeins segja nokkur orð viðvíkjandi því, sem ekki var rætt um í upplýsingum hv. 3. þm. Austf. Hann fór ekki að neinu leyti inn á forsögu málsins, hvað gerzt hefði áður. Ég vil leyfa mér að spyrja: Hefur ekki t.d. í Bretlandi um tíma kannske sérstaklega til að byrja með, verið þó nokkurt tap á þessum ráðstöfunum? Mér var kunnugt um, að útkoman á fiskinum frá þessum löndum var um alllangt skeið slík, að andvirði fisksins var þó nokkuð fyrir neðan það, sem við fengum t.d. í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi, og ég er hræddur um, að e.t.v. hafa þá í fiskverðinu verið afskrifuð töp, sem urðu á óheppilegum rekstri. tilraunarekstri og öðru slíku í þessum löndum, m.ö.o., jafnvel fiskurinn, sem seldur var á sósíalistíska markaðnum, hafa óbeint verið látinn borga töpin af öllum þessum tilraunum og stundum máske braski á þeim kapitalistísku mörkuðum.

Svo vil ég spyrja þegar jafnvel er komið upp fyrirtæki eins og Snacks Ross Ltd., sem á 12 veitinganús í Bretlandi, og þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur sett 1 millj. ísl. kr. í það sem hlutafé og á útistandandi hjá því 53 þús. sterlingspund eða um 5 millj. kr., hvernig háttar þá fyrir hinn einstaka eiganda í Sölumiðstöðinni afstöðunni með þessi veitingahús, hvernig er með endurskoðunina, hvernig er með reikningana? Hefur nokkurn tíma verið skýrt frá því á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hvernig þetta raunverulega stendur, og lagðir fyrir skriflega, eins og ber að gera í slíkum stórum félögum, hlutafélagsreikningarnir frá þessum félögum öllum saman? A.m.k. er það undarlegt, að ég fyrir mitt leyti heyri í fyrsta skipti nefnd þessi nöfn, en mikið hefði verið um þetta talað, ef reikningarnir gengju manna á milli í hraðfrystihúsunum t.d. frá þessum brezku veitingahúsafyrirtækjum.

Hvað er svo í Hollandi? Þar hef ég máske misst af upplýsingum hv. 3. þm. Austf. Mér skildist hann segja, að það væru 2 millj. kr., sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefði sett í fyrirtæki þar. En hins vegar hefur ríkið tekið að sér að ábyrgjast 400 þús. dollara eða um 16 millj. kr. Og nú vil ég spyrja þegar ríkið tekur að sér að ábyrgjast 16 millj. kr. fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, þá efast ég ekki um, að hæstv. fjmrh. muni hafa gengið allmiklu ýtarlegar frá beim ábyrgðum en hinir einstöku eigendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hinna einstöku hraðfrystihúsa á Íslandi hafa gengið frá sinni eign í Bandaríkjunum og Bretlandi. Og í sambandi við þetta væri raunverulega fróðlegt að fá nokkrar upplýsingar. Ef það er verið að stofna fyrirtæki í Hollandi, sem máske Þarf sem stofnfé 18 millj. kr. eða meir — ég legg þarna saman þessar 16. sem ríkið ábyrgist, og 2, sem mér heyrðist hv. 3. þm. Austf. nefna, að kæmu frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, — kannske það sé líka meira, sem hún hefur lagt fram, er þá svo komið, að það er bókstaflega ríkið, sem á að birgja Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að fé til þess að koma upp fyrirtæki í Hollandi? Eða á að hafa gamla háttinn á að taka fiskinn, sem hraðfrystihúsin á Íslandi eiga, og geyma að skila andvirði hans, þótt veðsett sé bönkunum, og mynda ódýr hlutafélög og kannske verksmiðjur og kannske búðir í Hollandi? Þetta langar mig til þess að fá upplýsingar um. Það væri gott að fá upplýsingar um þessa ríkisábyrgð og líka, hvort ríkið hefði tryggt sitt fé betur en meðlimir Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa tryggt sitt, að því er mér skilst.

Það er sem sé óhjákvæmilegt, að rannsakað sé í sambandi við þetta, fyrir utan þá einstaka þætti sem ég nú þegar hef getið um, þá þarf að rannsaka sögu þessara ára, sem liðin eru, síðan Coldwater og önnur þessi fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi voru stofnuð, og rannsaka ekki bara ástandið nú, heldur líka hvað gerzt hefur fram að þessum tíma.

Þá kom hv. 3. þm. Austf. að þeirri spurningu minni, — það var víst fjórða spurningin, — hversu mikið fé Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur lánað einstökum stjórnendum hennar. Það var í eina skiptið, sem hv. 3. þm. Austf. varð ofur lítið reiður við mig. Honum fannst þetta ósvífið, og ég skal viðurkenna, að það er dálítið ósvífið að spyrja svona, og það er aðeins eitt, sem væri ósvífnara, og það er verknaðurinn, ef hann hefði verið framinn, Hv. 3. þm. Austf. játaði í fyrsta lagi, að Tryggingamiðstöðin h/f hefði fengið að láni hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsenna 41/2 millj. kr. Má ég nú spyrja: Hvernig hefur Tryggingamiðstöðin notað þetta fé? Hefur ekki Tryggingamiðstöðin m.a. notað þetta fé til þess að lána einstökum aðilum, t.d. til kaupa á bátum og skipum, jafnvel máske einstökum aðilum í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna? Og er e.t.v. eitthvað af þeim mönnum, sem eru í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, líka í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar, þannig að þeir kynnu að hafa haft a.m.k. möguleika til þess að hafa einhver völd í slíku sambandi? Hafa ekki stjórnarmeðlimir í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna verið meðal þeirra aðila, sem svona lán hafa fengið, hafa þeir ekki þar með raunverulega lánað sjálfum sér? M.ö.o.: fiskurinn, sem hraðfrystihúsin eiga, andvirði hans er lánað öðrum mönnum, þarna t.d. Tryggingamiðstöðinni h/f, án vitundar eigendanna, án þess að spyrja eigendurna og án heimildar eigendanna, ég segi máske ekki beinlínis til þess, að stjórnendurnir geti lánað sjálfum sér, en með þeim afleiðingum, að stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fá sjálfir í gegnum Tryggingamiðstöðina h/f lán, sem þeir geta ráðstafað til að kaupa kannske skip og báta. M.ö.o.: í gegnum Tryggingamiðstöðina vil ég leyfa mér að spyrja og óska eftir, að sé rannsakað, hvort einstakir stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafi lánað sjálfum sér fé til þess að gerst vissar ráðstafanir, máske t.d. kaup á bátum. Þetta er raunverulega heimildarlaus ráðstöfun á fé, sem mönnum hefur verið trúað fyrir.

Þá sagði hv. 3. þm. Austf., og nú verð ég að biðja afsökunar, ég náði því ekki orðrétt, en mér skildist það vera svo, að ekki hefðu stjórnendur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lánað sjálfum sér beinlínis, þegar tillit væri tekið til þeirra inneigna, sem þeir áttu hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Mér skildist a.m.k. þetta vera meiningin í því, en ég náði því ekki orðrétt. Ég sagði ekkert um, að stjórnendur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefðu lánað sjálfum sér fé, sem þeir gætu ekki greitt. Það var mjög fjarri mér að segja nokkuð slíkt. En ég hef hugmynd um og jafnvel nokkra heimild fyrir, að stjórnin hafa á síðasta ári lánað stjórnendum milljónir króna, jafnvel kannske samanlagt 10 millj. kr. eða meira, á meðan almennir meðlimir í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa ekki fengið samsvarandi lán. Ég efast ekki um, að stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eiga í veltunni í Bandaríkjunum og Bretlandi fisk fyrir því sem þeim finnst kannske smálán frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. En það eiga bara önnur hraðfrystihús líka í veltunni fisk í Bandaríkjunum og Bretlandi og fá ekki lán frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna út á hann. Ég er sem sé hræddur um, að stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafi notið þarna viss forgangsréttar. Almenningur í þessum samtökum, litlu hraðfrystihúsin, þau munu hafa átt vaxtalausan fisk, vaxtalausa fjármuni, í fórum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og ekki fengið neitt lán, ekki fengið neitt svona fyrir fram greitt. En stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem vissulega hafa líka átt einhvern vaxtalausan fisk í fórum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, þeir hafa fengið fé, svo að milljónum króna skiptir. Og að er þetta, sem mér fannst, þó að hv. 3. þm. Austf. væri eitthvað ofur lítið reiður út af, hvernig spurning mín var eða óskir minar um rannsókn, — þetta skilst mér hann hafa nú óbeint meðgengið. Ég álít því alveg ótvírætt, að einmitt þessi fjórði þáttur í minni kröfu um rannsókn um þetta atriði, eigi líka fullan rétt á sér. Líka um þessar ráðstafanir viðvíkjandi fjármunum hér heima er full þörf rannsóknar.

Ég hef nú tekið fyrir í aðalatriðum þá játningu. sem hv. 3. þm. Austf. gerði hér, og hans upplýsingar. Ég hef rakið þetta, rakið meðferðina á þessum fjármunum, sem hann taldi upp, 140–150 millj, kr., rakið, hvað mér fannst vafasamt og vítavert í meðferðinni á þessum fjármunum gagnvart eigendum þeirra, hraðfrystihúsunum um allt land, rakið það, sem mér fannst vafasamt og jafnvel vítavert í meðferðinni á þessum fjármunum gagnvart bönkum ríkisins, sem fiskurinn var veðsettur, gagnvart skattyfirvöldunum og gjaldeyrisyfirvöldunum. Og mér sýnist því nú eftir þessar upplýsingar alveg óhjákvæmileg nauðsyn, að sú rannsókn, sem ég óskaði eftir, fari fram, rannsóknarnefnd sé skipuð. En hitt er vissulega rétt, að með tilliti til þessara upplýsinga bæri að orða ýmislegt af þeim verkefnum, sem slíkri rannsóknarnefnd væru sett, nokkuð öðruvísi þar sem það hlyti ekki aðeins að vera verkefnið, eins og ég tel þar upp, að athuga, hversu miklu fjármagni hafi verið ráðstafað, og fá endanlega úr því skorið heldur líka um, hvort þessar ráðstafanir hafi verið gerðar í samræmi við vilja og hagsmuni eigendanna hér heima og í samræmi við lög og rétt landsins. Það þarf að rannsaka þetta framferði, sem nú þegar að nokkru leyti hefur verið viðurkennt og meðgengið. Það er sagt í öllum réttarhöldum, að það hjálpi alltaf til með allar rannsóknir og sé tekið betur á þeim, sem kynnu að reynast sekir á eftir, þegar þeir hjálpa til við rannsóknirnar og fúslega meðganga það, sem kann að hafa farið miður, og ég skal ekki draga í efa, það má vel vera, að þeir, sem í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eru, hafi oft og tíðum ekki gert sér ljóst, að þeir væru að brjóta lög með ýmislegu af því, sem þeir hafa verið að gera en allt slíkt mundi náttúrlega verða metið á réttan hátt, þegar slíkt væri rannsakað, og því fljótari og betri upplýsingar, sem koma um þetta mál því betra er líka fyrir þá, sem kynnu að hafa reynzt hafa brotið þarna af sér. Það er þess vegna ótvíræð þörf á heildarrannsókn á ráðstöfunum stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á fé hraðfrystihúsanna og afstöðu þeirra til laga og réttar í landinu.

Hv. 3. þm. Austf. sagði til mín, að það hefði ekkert fé verið dregið út úr hraðfrystihúsunum. Hvernig í ósköpunum á það að samræmast þessum upplýsingum? Hvaðan kemur þá þetta fé? Ég get ekki séð annað en þetta fé hafa verið dregið út úr hraðfrystihúsunum. Og hvernig getur þetta, eins og hann lýsti yfir, verið eign hraðfrystihúsanna, eign þeirra samtaka, eign Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, án þess að það hafa fyrst verið dregið út úr þeim og standi nú í þessum fyrirtækjum í Bandaríkjunum í meiri eða minni áhættu þar? Þetta eru um 150 millj. kr., sem þarna er um að ræða. Það kann einhvern tíma að hafa verið meira, það kann ef til vill eitthvað að hafa verið afskrifað af þessu. Ég vil minna hv. 3. þm. Austf. á það t.d., að einn maður, sem ég býst við að sé frekar hans samflokksmaður heldur en hitt, Gunnlaugur Pétursson, sem einu sinni hafði nokkuð með það að gera að selja þarna vestanhafs, gaf skýrslu á fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. og ég held, að annaðhvort hún eða a.m.k. útdráttur úr henni hafi verið birtur í Mbl., líklega hefur þetta verið einhvern tíma í maí 1956, þar sem hann m.a. hélt því fram, að alheimsforstjórinn, Jón Gunnarsson, hefði gert ráðstafanir viðvíkjandi sölu, sem hefðu verið mjög hæpnar, sem hefðu þá um tíma skaðað Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Án þess að ég ætli mér að leggja þar nokkurn dóm á, til þess er ég ekki skynbær, þá vil ég þó minna á, að það hefur verið dregið mjög í efa, að þær ráðstafanir, sem valdamennirnir í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa gert, hafa alltaf verið sem heppilegastar. Þó að ég efist ekki um, að ýmsar skynsamlegar ráðstafanir hafa þar verið gerðar, þá býst ég líka við, að ýmislegt af þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið, hafi ef til vill valdið tjóni, þannig að að er óhjákvæmilegt, að þetta mál allt sé rannsakað ofan í kjölinn.

Það er líka máske fróðlegt fyrir fiskimenn, útvegsmenn, hraðfrystihús á Íslandi að fá að vita, hvers konar rekstur sé á þessum hlutum vestanhafs, starfsliðið í sambandi við söluna og annað slíkt, sem þeir eru látnir kosta, veizlurnar, sem þeir eru látnir kosta, auglýsingakostnaðinn, sem þeir eru látnir leggja í, — alla þessa hluti þarf eðlilega að fá upplýsingar um, og eiga eigendur fjárins og þjóðfélagið, sem hefur orðið að taka svo og svo mikið af þessu oft á sínar herðar fyrir utan að lána féð, sem í þessu er, kröfu á því. Fiskimenn, útvegsmenn, sem margir hverjir eru líka hraðfrystihúsaeigendur eða eiga hjá hraðfrystihúsunum mikið fé, þeir heyja hér erfiða baráttu við erfiða náttúru, berjast hér með lítið fjármagn, háa vexti, og bankarnir eru jafnvel oft og tíðum nokkuð svo strangir við þá, en af þessum aðilum eru sem sé teknar a.m.k. 150 millj. kr., — í augnablikinu er það það, sem talið er fram, — og fest í alls konar áhættu.

Og svo að lokum, svo að ég minni aðeins á það, sem var tilefni til þess, að ég flutti þessa till. mína: Þessir menn, sem hafa tekið 150 millj. kr. af andvirði fisks á Íslandi og ráðstafað sem hlutafé birgðum og útistandandi skuldum í Bandaríkjunum, þeir segja við verkalýðinn hér á Íslandi: Það eru engir peningar til. Okkur er ómögulegt að borga hærra kaup. — Þeir segja raunverulega við útvegsmenn, verkamenn, hraðfrystihúsin: Við þurfum að fá milljónir og aftur milljónir, milljónatugi, jafnvel hundruð milljóna, í hlutafélög í Bandaríkjunum, í Bretlandi, í Hollandi, við þurfum að fá milljónir og aftur milljónir til að koma upp veitingahúsum, til að koma upp sölubúðum, til að koma upp fiskiðnaðarverksmiðjum. — Og það er ekki meira en svo á öruggu um eignarréttinn að þessu öllu saman. En við þá, sem skapa verðmætið, er þetta sagt. Það er ósvífni og ófyrirleitni, Það er þjóðhættulegt að fara fram á, að mönnunum, sem draga fiskinn úr sjónum, mönnunum, sem vinna að honum í landi, sé borgað eitthvað ofur lítið betra kaup. Og það segja sömu mennirnir, sem taka milljónatugi og hundruð milljóna og festa féð erlendis. Það er þetta, sem olli því, að ég kom fram með þessa kröfu um rannsókn, og það, sem nú þegar hefur verið upplýst, sýnir, að hér er fullrar rannsóknar þörf. ýtarlegri rannsóknar en ég nokkurn tíma hafði lagt til. Og það vil ég vona, að begar það kemur aftur úr fjhn. þessarar hv. d., þá séum við búnir að forma þetta mál þannig, að eftir þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, verði gengið þannig frá þessum málum, að íslenzkur almenningur og íslenzkir eigendur þessara fyrirtækja viti alveg, hvar þeir standa, og þjóðfélagið sjálft sömuleiðis.