31.01.1961
Neðri deild: 53. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í D-deild Alþingistíðinda. (3025)

151. mál, fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar

Flm. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Það er rétt að ég snúi mér fyrst að hv. 3. þm. Austf. (EinS), sem nú lauk máli sínu og hafði tækifæri til þess að gefa upplýsingar og svör við öllum þeim spurningum, sem ég beindi til hans einmitt vegna þeirra upplýsinga, sem hann hafði gefið áðan. Og ég verð að segja það, að eins ánægður og ég var með ræðu hv. 3. þm. Austf. hina fyrri, þegar hann skýrði nákvæmlega frá mestu af því, sem ég hafði óskað eftir að fá að vita, eins óánægður er ég nú með þessa síðari. Það skyldi þó aldrei vera, að einhverjir hafa hnippt í hv. þm. og sagt, að hann hafa kannske gengið nokkuð langt í að gefa upplýsingar í fyrri ræðu sinni og það mætti margt satt kyrrt liggja í því, sem snertir SH. Og nú vil ég rétt í stuttu máli minna hann á, hvað það var, sem ég spurði um, og að hve miklu leyti hann gaf svör við því núna.

Ég hafði í fyrsta lagi spurt hann um, hvernig væri með trygginguna á eign hraðfrystihúsanna á Íslandi, þeirri eign, sem hann taldi sjálfur og lýsti yfir að þau ættu vestanhafs í Bandaríkjunum og í Bretlandi, annars vegar þeirri eign, sem væri hlutabréf í vissum þrem tilteknum hlutafélögum, og í öðru lagi eign, sem væri þar í útistandandi skuldum og birgðum. Það er ekkert svar við svona fyrirspurn að segja. „Það hefur ekkert tapazt á þessu“ eða „við erum að vinna ákaflega þýðingarmikið starf.“ Það er ekki svar. Ég var ekki að spyrja að því. Ég hef ekkert verið að draga í efa að það væri ýmislegt, sem væri gott gert með þessu. Spurningin var ekki um það. Spurningin var lögformleg: Að hve miklu leyti og hvernig samrýmist þetta í fyrsta lagi hagsmunum íslenzkra fiskframleiðenda og þeirra eignarrétti á þessu og hins vegar lögum? Fram hjá þessu verður ekki komizt með því að verða reiður. Ég flutti mína ræðu mjög rólega, og það var alveg óþarfi af hv. 3. þm. Austf. að fara að reiðast í þessu sambandi, jafnvel þótt einhverjir aðrir en ég hafa e.t.v. tekið ómildilega á því, sem hann sagði.

Hvað gerði hann núna? Hann gaf engar upplýsingar um þetta. Ég bað hann um að nefna mér, hverjir væru hinir skráðu hluthafar Coldwater Seafood Corporation. (Gripið fram í.) Skráðir? (Gripið fram í.) Ég var að spyrja um Coldwater. Eiga Englendingar í Coldwater? (Gripið fram í.) Ég spyr aftur: Eiga Englendingar í Coldwater? (Forseti: Ekki samtal í salnum.) Ég var að spyrja um Coldwater. (Gripið fram í.) Sem sé, eins og mundi standa í réttarbókunum: Margaðspurður, þá svaraði hv. 3. þm. Austf., að einhverjir Englendingar ættu eitthvað smávægilegt hlutafé. (Gripið fram í.) Eitt pund — við skulum segja það — Englendingar í Coldwater Seafood Corporation. (Gripið fram í.) Já, en ég hélt, að Coldwater Seafood Corporation starfaði í Bandaríkjunum undir bandarískum lögum, en ekki undir enskum. (EinS: Nei, það eru hlutafélögin í Englandi. Ég veit ekki til, að það séu í Bandaríkjunum — Forseti: Við verðum að halda fundarsköp hér og ekki hafa samtal í salnum.)

Það er náttúrlega ákaflega erfitt, ef hv. 3. þm. Austf. er farinn að verða svo órólegur í skapi að þegar ég tala um Bandaríkin, þá svarar hann um Bretland. Ég var að spyrja um hluthafa í Coldwater Seafood Corporation, og þá fer hann að tilkynna mér, að einhverjir Englendingar, sem væru þar endurskoðendur, ættu sitt pundið hver. Svo skildi ég eftir á: þegar hann fer að athuga þetta rólega og forseti er búinn ofur lítið að reyna að stilla hann, þá fer hann að svara því, að þetta sé í brezku fyrirtækjunum. Í bandarísku fyrirtækjunum þá skildist mér á því, sem hann greip fram í síðast, að þar ætti enginn neitt nema Íslendingar. Og þá spurði ég að því, og það þarf ekki að vera neitt stórt leyndarmál hér hjá okkur, hverjir væru þessir skráðu eigendur. (EinS: Sölumiðstöðin.) Sem á Coldwater Seafood Corporation? (EinS: Já.) Ein? (EinS: Já.) Og engir einstaklingar? (EinS: Enginn mér vitanlega.) Sagði hv. 3. þm. Austf.: Mér vitanlega? Er hann ekki alveg viss í því? (EinS: Jú.) Alveg viss? Jæja. það er mjög gott, þá hefur hv. 3. þm. Austf. öðlazt fullkomna vissu um það, að skráður hluthafa í Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum sé Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en engir einstaldingar. Því miður er ég ókunnugur bandarískum lögum. Hér á Íslandi mundum við ekki hafa getað skrásett þetta svona, þá mundu það hafa orðið að vera einhverjir einstaklingar, sem hefðu stofnað þetta. Þeir eru vafalaust frjálslyndari í Bandaríkjunum með þetta. En því í ósköpunum lætur hv. 3. þm. Austf. mig vera að hafa fyrir því að spyrja héðan úr ræðustóli um allt þetta? Það var einmitt þetta sem ég hafði spurt um og beðið um upplýsingar um, og af því að hann hafði gefið mér svo ágætar upplýsingar í sinnt fyrri ræðu, þá hafði ég búizt við því að fá allar þessar upplýsingar í þeirri ræðu, sem hann hélt. En það er engu líkara en einhverjir hafa kippt í hann og sagt honum að vera ekki að gefa svona miklar upplýsingar, og svo verð ég að toga þær allar saman út úr honum, þegar hann er setztur í sitt sæti og á á hættu, að forseti sé að hringja á hann, ef hann er að gefa mér upplýsingar úr sínu sæti. (EinS: Ég er margbúinn að segja það, að Sölumiðstöðin sé eigandi alls hlutafjárins.) Sé eigandi, já. En hann sagði nefnilega um leið, hv. 3. þm. Austf., að það hefði orðið að gera tilteknar ráðstafanir til þess að fullnægja lögunum í viðkomandi landi um skráninguna á eigendunum að þessu, og það var það, sem ég vildi fá upplýst. En nú upplýsir hann sem sé, að hinn skráði eigandi sé einvörðungu SH. Ég þakka honum mjög fyrir þessar upplýsingar, og ég vona, að þær standist.

Þá kemur hv. 3. þm. Austf. með það. að það sé ekki heppilegt að dreifa reikningunum. Má ég nú spyrja? Er það nú svo stórhættulegt? Hann upplýsir, að það séu 56 eigendur að SH, 56 þátttakendur. Gerir það út af fyrir sig svo mikinn mun, hvort það eru 17 af eigendunum eða hvort það eru 56, sem sjá þessa reikninga yfir sín stóru og miklu fyrirtæki? Auðvitað er öllum þessum eigendum uppálagt að fara með þetta sem trúnaðarmál ef það er nauðsynlegt, að það komist ekki í hendurnar á útlendum vondum hringum, sem við erum að berjast þarna við. En gagnvart eigendunum hér heima dugir varla, að stjórnin t.d. fari að segja. Við treystum okkur sjálfum vel, en ykkur hérna hinum, þessum smákörlum, við treystum ykkur ekki til þess að sjá reikningana í þessum fyrirtækjum. — Ég held, af því að hv. 3. þm. Austf. var nú að segja, að stjórnendurnir hefðu jafnvel reynt að bera hag hinna smæstu fyrir brjósti, og mér skildist á honum, að það þyrfti anzi mikið til af stórlöxum að fara jafnvel að reyna að bera hag hinna smæstu fyrir brjósti, — mér finnst, að þeir hafa átt a.m.k. að lofa þessum smáu að fá að kíkja í reikningana, það væri það allra minnsta, þó að þeir segðu annars við þá: Við sjáum um að bera hag ykkar fyrir brjósti, þið megið treysta okkur aldeilis.

Svo kom hv. 3. þm. Austf. að spurningunni um veðsetninguna og segir: Það hefur ekkert tapazt á þessum viðskiptum öll þessi ár. Það átti nú að vera huggun, bæði gagnvart eigendunum og gagnvart bönkunum. Ég vil nú leyfa mér að draga þetta í efa. Þótt ég hafa yfirleitt ekki borið brigður á neitt, sem hv. 3. þm. Austf. hefur sagt, vil ég nú leyfa mér að draga þetta í efa. Ég held, að það hljóti að hafa verið alveg sérstaklega undursamleg stjórn, ef það hefur alls ekki komið fyrir á öllum þessum árum, að það hafa nokkurn tíma tapazt nokkur skapaður hlutur. A.m.k. veit ég, að sumir aðrir hans flokksmenn hafa verið á annarri skoðun, og jafnvel Morgunblaðið birt greinar um slíkt, og það mætti nú fyrr vera í þeirri hetjulegu baráttu, sem hv. 3. þm. Austf. var að lýsa, ef það hefur aldrei tapazt neitt, ef engu hefur verið fórnað, ef engar skeinur hafa hlotizt í slíkum slag við volduga hringi. Ætli það hafa ekki einhvern tíma eitthvað tapazt? Ég er hræddur um, að svona fullyrðingar séu nokkuð miklar. Ég er hræddur um hins vegar, að það kunni vel að hafa verið svo, að þeir hafi gjarnan viljað oft dylja þessi töp, en ég er hræddur um, að á vissum skeiðum hafa nokkuð mikið tapazt þarna og að það hafa ekki verið talað um það. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt, en það á að hafa hreint borð í þessu. En sérstaklega virtist mér hann samt miða þetta við það, að það hefði ekkert tapazt gagnvart bönkunum í þessum viðskiptum. Því hélt ég aldrei fram, að neitt hefði tapazt viðvíkjandi bönkunum. Ég sagði þvert á móti, þegar ég var að ræða um hið lögformlega. atriði í sambandi víð veðsetninguna, að það kynni að vera að menn brytu slík lög, brytu veðböndin, einn græddi á því og annar tapaði á því. Og hann svaraði því ekki, hann fór fljótt yfir sögu um veðsetninguna, spurði aðeins, af hverju ég, sem hefði verið lengi í bankaráði Landsbankans, hefði ekki gert neinar aths. við þetta. Ég vil minna hann á eitt: Það var nýlega gerð dálítil breyting hér á allri aðstöðu á Íslandi, sem hann kannast dálitið við. Það var fellt gengið og að ýmsu leyti verzlun gefin frjáls, sem kallað var, og uppbótakerfið svokallaða afnumið. Meðan uppbótakerfið var, þá var það raunverulega í höndum ríkisins að borga út meginið af öllu andvirði fisks, þannig að þótt fiskur væri veðsettur og þótt hann væri fluttur út, þá var raunverulega meiri hlutinn af öllu hans andvirði í höndum ríkisins hér eftir sem áður, þannig að þetta var náttúrlega ekki sérstaklega veigamikið atriði, skulum við segja, fjárhagslega séð. Eftir þær breytingar, sem nú hafa orðið á, þá er hins vegar gefið, að aðstaðan er orðin öll önnur, og ég er hræddur um, að það, sem hv. 3. þm. Austf. hefur uppgötvað í þessum efnum, það sé, að SH hafi brotið lög, hún hafa tekið fisk sem var veðsettur, ráðstafað honum, m.ö.o. flutt hann út, flutt hann til Bandaríkjanna, Bretlands og Hollands, unnið þar úr honum, lánað hann þar eða selt hann, án þess að hafa gert upp og borgað hið veðsetta fé á réttum tíma, um leið og veðið var að missa sitt gildi. Ég er hræddur um, að honum hafa orðið þetta ljóst og þess vegna fari hann svona fljótt yfir sögu.

Það er jafnt brot á þeirri skuldbindingu, sem einn aðili hefur undirgengizt, sem veðsett hefur sína eign, hvort sem hann brýtur það, flytur eignina út, þar sem veðböndin ná ekki lengur til hennar, selur þetta þar og jafnvel græðir á því, eða þótt hann selji þetta í gegnum einhvern milligöngumann hér heima, taki það fé og ráðstafá því einhvern veginn öðruvísi hér heima en að borga upp veðskuld. Það er rétt, það getur hlotizt tap fyrir einn, sem brýtur þessar skuldbindingar, sem hann hefur undirgengizt í sambandi við veðin, og annar getur grætt á því og borgað seinna það, sem hann átti að borga. Það getur verið allt í lagi, hann bara útvegar sér svo og svo mikið af fjármagni allan þennan tíma til þess að geta velt erlendis og barizt með það, braskað með það eða hvað sem vera skal. En lagalega séð er brotið hið sama, jafnvel þótt hann borgi þetta upp á eyri. Og þetta held ég að hv. 3. þm. Austf. sé orðið ljóst, reyni nú hins vegar að hugga sig og hugga Landsbankann, eins og hann var nú að tala um, við það, að hann hefði ekki tapað á þessu. Það er rétt, hann hefur ekki tapað á þessu, en hann hefð! getað tapað á því. Hvenær sem illa hefði farið í Bandaríkjunum, þá hefði bankinn tapað á því, — hefði a.m.k. getað tapað á því, — og hefði illa farið, þá hefði kannske verið farið að gera gangskör að þessu.

Hvað segir svo hv. 3. þm. Austf. núna? Jú, hann segir: Nú á að breyta þessu, nú er verið að athuga, hvort það sé ekki hægt að semja þannig um, að það verði Coldwater Seafood Corporation eða einhverjir aðrir aðilar í Bandaríkjunum, sem kaupa þennan fisk, sem kaupa hann af Sölumiðstöðinni. Af hverju er verið að athuga þetta? Ætli það sé ekki verið að athuga það vegna þess, að menn hafa séð, að það var verið að fremja þarna lögbrot? Það er engan veginn alltaf tap á lögbrotum, það er síður en svo. Ég skal nefna hv. 3. þm. Austf. sem dæmi, að t.d. maður, sem brýzt inn í banka og stelur þar nokkrum milljónum, hann stórgræðir á því. Það er ekki alltaf tap á lögbrotum. Og það á ekki því aðeins að kæra menn fyrir lögbrot, að menn hafa tapað á þeim. Það er jafnvel oft og tíðum í lögum, að það eru gerðar enn þá strangari ráðstafanir til að kæra menn fyrir lögbrot, ef menn græða á þeim, t.d. eins og þetta dæmi, sem ég nefndi, ef menn brjótast inn í banka.

En af hverju heldur hv. 3. þm. Austf. nú, að það sé verið að breyta þessu? Af hverju heldur hann, að einn bankastjóri Landsbankans sé sendur vestur um haf til þess að athuga þetta? Af því að menn eru að átta sig á því, að það er verið að brjóta þarna lög. Það er engin ástæða til þess að reiðast mér út af því. Það er ekki mér að kenna, að þið brjótið þessi lög þá að ég bendi á, að þið gerið það.

Hv. 3. þm. Austf. fór ákaflega léttilega yfir spurningar minar viðvíkjandi gjaldeyrisleyfunum og viðvíkjandi gjaldeyriseftirlitinu. Fljótt fór hann yfir veðsetninguna, en hann hljóp alveg yfir gjaldeyrisleyfin og gjaldeyriseftirlitið. Hann mátti náttúrlega segja sér sjálfur af sínu hyggjuviti, að það mundi ekki vera rétt gott fyrir gjaldeyriseftirlitið að líta mikið eftir gjaldeyrisráðstöfununum þar í Bandaríkjunum á þeirri góðu skrifstofu, þar sem hann las upp að væru 30 menn o.s.frv., og í þeim verksmiðjum, sem þarna eru starfandi. Það er náttúrlega ekki þægilegt fyrir gjaldeyriseftirlitið á Íslandi að eiga að líta eftir þessu öllu saman. Ég held, að það hafa ekki nokkra aðstöðu til þess, og það býst ég við að hann sjái jafnvel og ég. Hvað gjaldeyrisleyfin snertir hefði hann átt að upplýsa það a.m.k., að þeir hafa þó stundum fengið einhver gjaldeyrisleyfi eftir á. Ég spurði, hvort þeir hefðu sótt um þau fyrir fram. En það er vafalaust mjög rétt hjá honum að þegja alveg við þessu.

Þá var það viðvíkjandi skattinum. Hv. 3. þm. Austf. upplýsti, að það væri SH, sem væri eigandinn, skráður eigandi, hinn eini skráði eigandi að hlutabréfunum í Coldwater Seafood Corporation, líklega líka í Frozen Fish eða Frozen Food eða hvað það nú heitir, að undanteknum þeim tveim Englendingum, sem eiga sitt pundið hvor, og kannske líka í veitingahúsafyrirtækinu. — SH er skráður eigandi allra þessara hlutabréfa. Hefur þá SH talið þessar eignir alltaf fram? Ég skildi yfirlýsingu hv. 3. þm. Austf. þannig, að SH hefði mjög dyggilega og nákvæmlega talið fram alla þessa hlutafjáreign sem sína eign í öllum sínum skattskýrslum og náttúrlega sömuleiðis þær útistandandi skuldir og þær birgðir, sem hún á í Bandaríkjunum og annars staðar, og ég vona, að þetta sé rétt skilið hjá mér. Og þá fær sú n., sem ég vona að kosin verði, náttúrlega aðstöðu til þess að sannprófa það, því að ekki hafa þeir, sem eru rétt skráðir eigendur og telja allt rétt fram til skatts, neina ástæðu til þess að vera að dylja það og koma í veg fyrir rannsókn á þessu, svo að sannleikurinn komi í ljós. Hann minntist áðan á, að einhverjir vondir menn hefðu verið með einhvern óhróður um SH. Nú gefst einmitt tækifæri til þess að hvítþvo SH, hinn skráða eiganda hlutabréfanna í Coldwater Seafood Corporation og öðrum slíkum fyrirtækjum, af öllum óhróðri, sem vondir menn hafa verið að þylja um þetta fyrirtæki stundum, hvítþvo það alveg hreint. (Gripið fram í.) Nú, þá held ég, að það sé ekki amalegt, hvernig það þá muni líta út eftir þvottinn. Ég vonast til þess, að rannsóknarnefndin verði vel skipuð, þannig að hún ekki bara þvoi, heldur líka hreinsi þarna verulega vel.

Við skulum þess vegna ganga út frá því. að nú sé ekkert í vegi fyrir, að rannsókn fari fram á öllum þessum atriðum, sem ég lagði til í minni þáltill. og öllum þeim upplýsingum, sem hv. 3. þm. Austf. hefur gefið.

Svo minntist hv. 3. þm. Austf. á, að þetta væru allt saman litlir fjármunir sem væru þarna erlendis, þessar 140–150 millj. kr., sem þar stæðu nú sem stendur, það væri lítið hjá því, sem íslenzka ríkið lánaði Tékkóslóvakíu og slíkum ríkjum. Já, hefur nú íslenzka ríkið raunverulega lánað Tékkóslóvakíu eða þýzka alþýðulýðveldinu einhverja peninga? Nei, svo er ekki. Í verzlunarsamningnum á milli þessasa ríkja, sem eru á jafnvirðisgrundvelli, er gengið út frá því, að það geti munað nokkru, hve mikið eitt ríki hafa keypt frá hinu, og það megi fara upp í ákveðna upphæð. Hvernig stendur á, að þessir verzlunarsamningar eru gerðir, og hvernig stendur á því, að við Íslendingar höfum mikinn áhuga á því að flytja út til þessara landa? Það stendur þannig á því, að við höfum sérstaka hagsmuni af því að selja freðfisk til þessara landa. Og ég vildi nú biðja hv. 3. þm. Austf., af því að hann hefur gefið margar góðar upplýsingar hérna, að gefa mér nú upplýsingar, sem raunar stundum áður hafa legið hér fyrir um nokkust árabil, hvernig verðútkoman hefur verið frá hverju landi út af fyrir sig þessi síðustu 15 ár og hvað það er, sem Tékkóslóvakía, og hvað það er, sem Austur-Þýzkaland hefur gefið fyrir hvert kg af freðfiskinum, sem héðan var sent, og hvað það var á sama tíma í Bandaríkjunum og annars staðar. Ég vonast til þess, af því að hann er málunum vel kunnugur, að hann skrifa þetta upp og komi með það næst. (EinS: Ég er búinn að tala mig dauðan.) Ætli hann fái ekki athugasemd til þess að lesa þetta? Annars, ef hann skrifaði þetta niður og léti mig fá það, þá mundi ég með mestu ánægju lesa þetta upp í þeim tíma, sem ég kynni að eiga eftir. Vegna þess, hve hagkvæm þessi viðskipti hafa verið, hafa SH og hraðfrystihúseigendur á Íslandi haft sérstakan áhuga á þessum viðskiptum, og þess vegna hafa verið gerðir verzlunarsamningar við þessi lönd. Hvernig er svo farið að núna, eftir að þetta frelsi, sem hv. 3. þm. Austf. talaði svo fagurlega um í vor, hvort sem honum er nú farið að litast eins vel á það núna eða ekki, — hvernig er svo farið að um þetta nú? Jú, þeir, sem hafa fengið frelsið, það eru heildsalarnir til innkaupa í löndum, sem verzla ekki við Ísland eða verzla svo lítið við Ísland, að við erum alltaf í neikvæðum verzlunarjöfnuði við þau — frelsi til þess að kaupa upp á skuld, upp á lán frá ríkjum, sem við þegar fyrir fram vorum í 200 millj. kr. neikvæðum verzlunarjöfnuði við, en kaupa ekki frá þeim ríkjum, sem hafa gefið okkur bezt verð fyrir okkar freðfisk, eins og Tékkóslóvakía og Austur-Þýzkaland. Þess vegna er ástandið orðið þannig, að þessi ríki halda áfram að kaupa freðfiskinn af okkur. En fyrir vitlaust skipulag á íslenzkri utanríkisverzlun eru ekki keyptar inn vörur frá þessum löndum, sem þessi lönd eru reiðubúin að láta okkur hafa, hvenær sem er, hvenær sem við höfum vit á að kaupa þær. Vill hv. 3. þm. Austf. fella niður viðskiptin við þessi lönd, að svo miklu leyti sem Íslendingar hafa ekki haft vit á að skipuleggja sína verzlun þannig, að þeir geti keypt frá þeim fyrir eins mikla upphæð fjár og þá, sem við seljum þeim fyrir hraðfrystan fisk og annað slíkt? Ég er hræddur um, að hann muni segja nei. Ég er hræddur um, að hann kæri sig ekkert um að missa viðskiptin við þessi lönd. Og þá er bezt að vera ekki að nota það, þó að utanríkisverzlunin hjá okkur sé hringlandi vitlaust skipulögð til stórskaða fyrir þjóðina, til þess að segja, að við séum að lána þessum ríkjum eitthvað. Og ég vil fyllilega segja það við hann og láta fylgja því fulla alvöru, að það er verið að stofna viðskiptunum við þessi lönd í hættu með þessum ráðstöfunum. Og ég get sagt honum það, þó að mér þyki leitt að verða að upplýsa það, að ég veit, að t.d. Austur-Þýzkaland er farið að kaupa inn hraðfrystan fisk annars staðar, af því að 'það þarf meiri hraðfrystan fisk en það fær frá okkur, en getur ekki haldið áfram að kaupa frá okkur og vill Það ekki, þegar við kaupum ekki eitthvað frá þeim, af því að þeir vilja hafa jafnvægi í sinni utanríkisverzlun. Og mér þykir mjög leitt, að Norðmenn skuli vera farnir að komast inn á og séu kannske að búa sig undir að komast í stærri stíl en undanfarið inn á markað í Austur-Þýzkalandi, sem hefur verið einhver bezti markaður okkar. Mér þykir það m.a. leitt vegna þess, að ég hef sjálfur átt minn þátt í að selja til AusturÞýzkalands, og held ég, að ég hafa selt þangað í fyrsta skipti eða skipulagt söluna á freðfiskinum, sem þangað fór 1950 eða svo, fyrstu prufuna, svo að segja, sem þeir fengu, og lagði fram hér á Alþingi einmitt frá verzlunarmálaráðherra Austur-Þýzkalands tilboð um alimikil vöruviðskipti einmitt á árinu 1951, — þannig að mér þykir ákaflega hart að sjá vera verið að rífa niður núna einmitt þessa markaði, sem maður hefur af sinni litlu getu verið að reyna að hjálpa til að byggja upp. Og það er ekki rétt af þeim, sem sjálfir eru í stjórn SH, að slá svo bara um sig með því að segja. Við erum að lána þessum ríkjum stórkostlegt fjármagn. — Þessi ríki hafa ekki beðið um þessi lán. Þau hafa viljað selja okkur vörur. Það er því bezt að tala gætilega um þetta. Það er svo illa unnið að því núna að reyna að tryggja þessa markaði og það er verið að stofna þeim í svo mikla hættu, að maður ætti heldur að sýna einhverja ábyrgðartilfinningu, þegar um það er að ræða að reyna að tryggja markaði fyrir íslenzkan hraðfrystan fisk, heldur en að tala eins og hv. 3. þm. Austf. gerði.

Svo talar hann um. að stjórn SH hefði sýnt áhuga á viðskiptum við Sovétríkin og fleiri. Ég var ekki að álasa sérstaklega stjórn SH, en ég tók alveg sérstaklega fram um aðalforstjórann, þennan alheimsforstjóra SH, Jón Gunnarsson, og það var ekki hrakið, sem ég sagði um hann, að þessi alheimsforstjóri eða hvað hann nú annars heitir, hefði einu sinni á þeim 15 árum, sem við hefðum skipt við Sovétríkin með hraðfrystan fisk og þau keypt máske helminginn af öllum freðfiskinum af okkur eða upp undir það, — aðeins einu sinni komið til Sovétríkjanna og það var víst í fyrra eða hittiðfyrra. Eins og þetta sé nokkurt framferði, eins og þetta sýni nokkurn áhuga! Ég er hræddur um, að það hafa verið sýndur meiri áhugi einhvers staðar annars staðar. Og ég held meira að segja viðvíkjandi Tékkóslóvakíu, að það sé ekki oft, sem hann hafa komið þangað. Og mér sýnist meira að segja á þeim ráðstöfunum, sem Sölumiðstöðin hefur gert nýlega, að hún sé frekar að miða að því að fara að draga úr þessum viðskiptum heldur en hitt. A.m.k. hef ég heyrt það, ég hef von um, að það sé rétt, að búið sé að leggja niður þá skrifstofu, sem Sölumiðstöðin hafði þar.

Hv. 3. þm. Austf. talaði um, að það hefðu verið um 114 millj. kr. alls, lánin, sem við ættum hjá Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi. Það má vel vera, ég hef ekki athugað það nákvæmlega. En það er þá einvörðungu vegna þess, að skipulag okkar utanríkisverzlunar er svo slæmt núna, að við tökum ekki út hjá þessum mönnum og þessum ríkjum það, sem við eigum inni hjá þeim. Það er ekkert til fyrirstöðu þar. Hvað snertir hins vegar Sovétríkin, þá tók hann það fram, að þau mundu frekar eiga hjá okkur, og það er rétt. Og ég veit meira að segja, að þau hafa veitt ýmsum aðilum. sem þau verzla við, eins og ríkinu hvað snertir olíuna, allmikil lán í sambandi við þau viðskipti, og ég held meira að segja, að það sé með lægri vöxtum en íslenzka ríkið lætur aðra borga, — eða hvað segir hv. 3. þm. Austf. um það? Ætli hann mundi ekki heldur vilja borga þá vexti, sem Sovétstjórnin lætur olíuhringana hér heima borga, heldur en þá sem íslenzka ríkið gerir honum að greiða nú?

Svo segir hv. 3. þm. Austf., og það fannst mér koma úr hörðustu átt, hann segir ósatt, beinlínis ósatt, — máske ekki gegn betri vitund, því býst ég ekki við, — en ég vil leiðrétta það hjá honum, þegar hann fer að tala um það, sem gerzt hafa 1947 eða 1948, — hann sagði. að Rússar hefðu hætt að kaupa af okkur, þegar kommúnistar, eins og hann orðaði það, fóru úr stjórn. Af hverju er nú hv. 3. þm. Austf. að fara með svona óhróður, svona ósannindi gagnvart þeim aðila, sem er einn stærsti viðskiptavinur okkar og alveg sérstaklega einn stærsti viðskiptavinur hraðfrystihúsanna? Er þetta til þess að reyna að spilla fyrir þessum viðskiptum? Hvað meinar hv. 3. þm. Austf. með því að skella svona hlutum fram? Við getum vegizt hér á um, hvað við gerum hver um sig og hvað t.d. Sjálfstfl. og Sósfl. og Alþb. og aðrir aðilar geri hver gagnvart öðrum.

En þeir, sem eru í stjórn SH, ættu að varast að vera að bera óhróður upp á aðra aðalviðskiptavini erlendis. Ég skal rifja upp fyrir hv. 3. þm. Austf., hvað gerðist, eftir að við fórum úr stjórn, Sósfl. þá. Þegar nýsköpunarstjórnin rofnaði í okt. 1946 og stjórnin fór frá endanlega 4. febr. 1947, tók ný stjórn við undir forsæti Stefáns Jóh. Stefánssonar, og í þeirri stjórn var Bjarni Benediktsson utanrrn. og sá um þá sendinefnd, sem þá var send til Sovétríkjanna, og ég skal upplýsa hv. 3. þm. Austf. um það. að við þm. Sósfl. fórum fram á að fá meira að segja helzt tvo menn í þessa samninganefnd, og það varð að samkomulagi, að við fengjum þar einn mann. Við áttum einn mann í þeirri samninganefnd, sem fór. Ég held, að formaður þeirrar nefndar hafa verið fyrrv. viðskmrh. Björn Ólafsson, — ég held, að mig rangminni það ekki. Okkar maður í þeirri nefnd var Ársæll Sigurðsson, sem þá var formaður Sósíalistafélagsins í Reykjavík, og við gerðum allt, sem við gátum til þess að fá samninga við Sovétstjórnina, og það tókust samningas, mjög stórir samningar. Það, sem máske hv. 3. þm. Austf. ekki man, það er, að rétt eftir að búið var að undirskrifa alla þessa samninga, þá var sendiherra Íslands í Moskvu kippt burt þaðan, ekki látinn koma þangað aftur. Það þýðir á diplómatísku máli, að maður hefur ekkert meira að tala við þann aðila, sem þar er.

Nokkru seinna gekk Ísland í Marshall-samninginn, því var veifað framan í okkur hér heima, að nú þyrftum við ekki meira að vera að hugsa um þessa markaði þarna austur frá. Nú mundu, eins og það hét í Marshall-skýrslunni 1948, okkar góðu, gömlu markaðir í Suðurlöndum og annað slíkt, í Þýzkalandi og annars staðar, opnast fyrir okkur aftur. M.ö.o.: það var verið að veifa framan í okkur eitthvað svipuðu og núna, að það gefi okkur gull og græna skóga með viðskiptasamböndum í Vesturlöndum. Þetta var á sama tíma sem samkv. Marshallaðstoðinni var neitað lánum til að kaupa tíu seinni togaranna, sem verið var að minnast á, af því að Bandaríkin vildu ekki að Íslendingar ykju sinn togaraflota, ykju sína fiskframleiðslu, — og á sama tíma var Vestur-Þýzkalandi hjálpað til þess að byggja upp sinn togaraflota, til þess að keppa við okkur, til þess að eyðileggja markaði fyrir okkur. Nei, það er betra fyrir menn að athuga ofur lítið staðreyndirnar, áður en menn tala, rifja ofur lítið upp fyrir sér þróunina í þessum málum, ekki sízt ef eitthvað svipað skyldi fara að gerast núna. Það getur verið ákaflega gott að berjast á þeim vestrænu mörkuðum. En við skulum ekki vera svo ógætnir að sparka í þá markaði sem okkur tókst að vinna eftir styrjöldina í sósíalistísku löndunum, bara upp á vonina, hvað við komum til með að geta gert í þeim gömlu kapitalistísku löndum. Ég er hræddur um, að þær vonir, sem menn gerðu sér þá. 1948, þegar Marshall-stefnan var sem hæst, hafi brugðizt okkur hrapallega, og ef til vill man sjálfur hv. 3. þm. Austf., hvernig ástandið var orðið hér 1951 og 1952, þegar varð að stöðva framleiðsluna í hraðfrystihúsunum hverju á fætur öðru, stöðva hana með skipunum um það að það þýddi ekki að pakka meira í amerískar pakkningar, og það var ekki selt neitt austur eftir til Sovétríkjanna. Það var selt til Tékkóslóvakíu. Ég held, að hv. 3. þm. Austf. ætti að bera hag hraðfrystihúsanna. líka þeirra smæstu, svo mikið fyrir brjósti, að hann ætti ekki að hjálpa til þess að leiða yfir þau hörmunagarástand, sem var 1951 og 1952. Svo man hann kannske, hvernig okkar aðalviðskiptaland, Bretland, sem átti að verða þá okkar bandamaður í Atlantshafsbandalaginu og okkar samhjálpari í efnahagssamvinnu Norðurálfu — hvernig það brást við, þegar við færðum landhelgina út í 4 mílur 1952, hvernig það opnaði fyrir okkur markaðina í Bretlandi, — eða var það ekki það? Hann man kannske eftir, þegar Bretland setti bann á íslenzka fiskinn í Englandi, hætti viðskiptum við okkur um fisk. Og hverjir voru það þá sem keyptu fiskinn? Þá voru ekki kommúnistar í stjórn, eins og hv. 3. þm. Austf. var að tala um, — kommúnistar voru ekki í stjórn 1952–53, ekki einungis Sósfl. var í stjórnarandstöðu, heldur Alþfl. líka. En það var Bjarni Benediktsson, þáv. utanrrh., sem var það raunsær maður, að hann sneri sér til Sovétstjórnarinnar og spurði hana, hvort hún vildi ekki kaupa fisk af okkur Íslendingum. Og öllum heiminum var ljós ástæðan. Ástæðan var sú, hvernig Englendingar ætluðu að beita okkur kúgun. Og hverjir voru það, sem keyptu fisk af akkur? Það voru Sovétríkin. Voru það ekki 20–25 þús. smálestir a.m.k. af hraðfrystum fiski? Það var ekkert smáræði þá. Ég held, að hv. 3. þm. Austf. hefði átt að tala um þetta, en ekki vora að slengja fram því, sem hann sagði áðan, að Rússarnir hættu að kaupa, þegar kommúnistar færu úr stjórn. Ætli það sé ekki vert, að stjórnendur SH sýni eitthvað meiri ábyrgðarartilfinningu, jafnvel þó að þeir séu æstir, þegar þeir eru að tala fyrir hönd SH hér á Alþingi.

Svo kom hv. 3. þm. Austf. inn á baráttuna um markaðina 2 Englandi og var eitthvað að væna mig um það, að ég hefði verið næstum því hróðugur yfir að tala um, að þessi litlu íslenzku fyrirtæki væru að reyna að berjast þarna og Unileverhringurinn raðaði matsöluverzlunum eða veitingahúsum eða slíku hringinn í kringum það. Ég held nú, að ég hafi ekki sagt þetta, því að þetta vissi ég ekki. En þetta þykir mér mjög gaman að heyra. Kannske hv. 3. þm. Austf. viti það nú, að ég hef stundum minnzt á Unileverhringinn hér á Alþingi og það hefur yfirleitt ekki verið af neinni sérstakri vinsemd, sem ég hef gert það. Ég hef hins vegar aldrei nokkurn tíma séð, að SH eða hans Morgunblað hafi birt eitt einasta orð á móti þeim hring. Ég hef þvert á mótí orðið var við, að það eru frekar menn í þeim flokki, sem virðast bera blak af þeim volduga óskammfeilna hring. Ég hef sagt sögu þess hrings nokknum sinnum hér á Alþingi, og ég ætla ekki að fara að segja hana enn. Ég ætla ekki að fara að segja það enn þá, hvernig þeir eyðilögðu það, að við kæmum upp lýsisherzluverksmiðju hér á Íslandi og lögum, sem Alþingi hafði sett um það 1942, yrði framfylgt. Ég hef líka rætt um það, hvernig Unileverhringurinn hefur staðið á bak við þá einangrun, á bak við það viðskiptabann, sem sett hefur verið á okkur hvað eftir annað í Bretlandi. Ég hef líka hvað eftir annað sýnt fram á, hvernig Unileverhringurinn ákvað það verð, það lága verð, sem við fengum fyrir fiskinn á stríðsárunum. En fyrst hann fer allt í einu að tala um Unilever núna, vill hann ekki sjá til þess, að það séu birtar nokkrar greinar í Mbl. um framferði Unilever í heiminum. Þetta er fimmti eða sjötti stærsti hringur veraldarinnar, stærsti auðhringur veraldar utan Bandaríkjanna og sá hringur, sem hvað eftir annað hefur haft Íslendinga í sínum klóm, arðrænt okkur vægðarlaust, reynt að hindra þróun okkar togaraflota, reynt að hindra útvíkkun okkar landhelgi stendur á bak við og á sjálfur meginið af öllum smásöluverzlunum í Bretlandi, fyrir utan allt annað, fyrir utan allt arðránið í Afríku og annars staðar. Og þegar bæði hann og aðrir eru að tala um, að það ætti að fá inn útlent auðvald hér á Íslandi, þá ætti hann að muna, að þessi Unileverhringur á heiminginn af hvalveiðiflota Norðmanna, á mikið af þeim lýsisherzluverksmiðjum, sem eru í Noregi, og jafnvel ítök í síldariðnaðinum líka. Er hann að berjast fyrir því, að Ísland sé opnað fyrir útlendu auðmagni til þess að Unileverhringurinn komi hingað og geti náð sínum tökum hér? Hann er líklega einn af þeim fyrstu, sem mundu reyna að hremma okkur. Það þýðir a.m.k. lítið að vera annað veifið að tala um, að Íslendingar séu að heyja hetjulega baráttu í London með veitingahúsum á móti Unilever, en vilja svo hins vegar fara að opna dyrnar hér á Íslandi fyrir sjálfum Unilever að koma inn. Hann hefur nóg teygt klær sínar hingað á undanförnum 30–40 árum, í þeim ýmsu myndum, sem hann hefur verið á þeim tíma þó að það sé ekki farið að opna Ísland fyrir honum. En mér skilst hins vegar á þessari frásögn hv. 3. þm. Austl., að ýmis vandræði muni hafa verið þarna, sem sé þessir ljúfu. góðu auðmenn í Bretlandi, þessir bandamenn okkar og samherjar um efnahagssamvinnu og annað slakt, þeir séu ekki eins góðir viðureignar og þessir vondu kommúnistar í austri, sem kaupa þó fiskinn af okkur, þegar vinirnir í Bretlandi setja bannið á okkur.

Það er gott, að það skjótist öðru hvoru upp, þegar tilfinningarnar komast dálítið af stað hjá hv. þm. Sjálfstfl., það sem þeir vita undir niðri um meðferðina, sem auðhringarnir beita okkur úti í heimi. Og ég vil spyrja. hv. 3. þm. Austf.: Vill hann virkilega, að Ísland eigi allt sitt, allan sinn fiskmarkað, undir svona auðhringjum, eins og Unilever og öðrum slíkum? Kærir hann sig um það, að við séum einvörðungu upp á það komnir í heiminum að selja okkar fisk, þar sem þessir hringar ráða völdum, þar sem þessir hringar hafa aðstöðu til þess að reyna að drepa okkur niður? Hv. 3. þm. Austf. er ekki svo ófróður um þróunina í heiminum, að hann viti ekki, hver þróunin hefur orðið bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það eru þessir hringar, sem meir og meir hafa verið að leggja undir sig markaði í þessum löndum, hafa verið að drepa niður alla sjálfstæða aðila, sem eitthvað hafa verið að reyna að berjast þar á móti. Saga efnahagsþróunarinnar í þessum löndum er sagan af því, hvernig þessir voldugu einokunarhringar mylja undir járnhæl sínum alla sjálfstæða atvinnurekendur, hvernig átta stærstu auðsamtsteypurnar í Bandaríkjunum ráða nú miklu meira en heimingi allra fyrirtækja í því landi. Og ekki er það betra í Bretlandi.

Ef nv. þm. vill ræða Unilever meira, þá hef ég alla sögu Unilever skráða í ameríska blaðinu Life fyrir tíu árum, mjög merkilega sögu. Og það er vegna þess, að ég veit, hve erfitt það er að berjast við slíka hringa, að ég hef gjarnan vilja, að Ísland hefði þann bakhjarl í sinni baráttu á kapítalísku mörkuðunum í heiminum, sem viðskiptin við sósíalistísku löndin eru, og það er frámunalegt skilningsleysi af manni, sem er í stjórn SH. ef hann skilur ekki hve dýrmætt þetta er okkur. Þegar við flytjum út upp í 75 þús. smálestir af hraðfrystum fiski, er þá ekki munur fyrir okkur að geta selt 50 þús. smálestir af þessu til sósíalistísku ríkjanna með milliríkjasamningum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að berjast í þeim löndum við einstaka auðhringa og annað slíkt til að tryggja þar markaði fyrir íslenzkan fisk, og láta sér nægja að þurfa að berjast með hin 25 þús. tonnin, — sem mér sýnist nú satt að segja vera farin að minnka núna, í þeim kapitalistísku löndum þar sem aðkoman er eins og hann var að lýsa áðan með Unilever, sem hann lýsti þannig, að eitt lítið fyrirtæki nýti á Íslandi, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hún mætti ekki í þessari paradís frelsisins, sem verið er að reyna að gylla fyrir okkur, setja upp sitt litla veitingahús eða sínar fisksölubúðir, án þess að einn voldugasti auðhringur veraldasinnar tæki að umkringja okkur með matsöluhúsum og búðum til þess að reyna að drepa okkur í samkeppninni.

Hv. 3. þm. Austf. var að gefa lýsingu á þeim frumskógi villidýranna, sem efnahagslífið í kapitalistísku löndunum er þar sem sá sterkari rífur þann smærri í sig. Og ég spyr hann aftur, hvort það sé þó ekki munur fyrir okkur Íslendinga að geta tryggt okkar markaði þannig, að við eigum ekki allt undir villidýrum eins og þessum auðhringum. Þess vegna skulum við fara varlega í að stofna í hættu því sem við þegar höfum á unnið, og vera að gylla fyrir þjóðinni, hvernig þessir hlutir séu. Ég held þvert á móti, eins og ég hef minnzt á áður, að það mundi vera oft klóklegra fyrir okkur í þessum löndum, ef þess er nokkur kostur, að reyna að hafa þar einhverja bandamenn í baráttunni við slíka auðhringa eins og Unilever. Það getur verið hetjulegt að standa einn og berjast við þá og kannske falla. En það getur verið klóklegra, ef maður getur fundið einhverja, sem hægt er að eiga bandalag við til að reyna að berjast og sigra. Ég er því miður ekki svo kunnugur í Bretlandi, að ég geti gefið honum ráðleggingar um það. En m.a. veit ég, að samvinnuhreyfingin í Bretlandi er sterk hreyfing þar. Hún hlýtur vafalaust að eiga þar mikið af búðum. Það væri ef til vill ekki alveg óhugsandi, ef engir kapítalistar væru þar til ef Unilever væri búinn að drepa og brenna niður allt í kringum sig, hann réði þar einn öllu á þessu sviði að það væri hægt að finna þar aðila, sem væru reiðubúnir til þess að slást við Unilever með okkur. Ég velt a.m.k., að blöð samvinnuhreyfingarinnar í Bretlandi hafa oft verið óhrædd að takast á við Unilever á ýmsum sviðum, þannig að það er bezt fyrir okkur með svona, eins og alltaf, þegar maður á í höggi við einhvern stóran, voldugan og ríkan, að reyna að stjórna þeim her, sem maður leggur til baráttunnar með, sem bezt, skapa sér sem bezta og öruggasta bandamenn til þess að reyna að sigra frekar en að láta slá sig niður. En mig langar samt til að spyrja hv. 3. þm. Austf.: Hvernig fór þessi barátta í Bretlandi, hvernig stendur hún núna?

Því á hann eftir að segja mér frá. Mér skilst, að hún hafi verið eitthvað skeinuhætt, jafnvel að eitthvað kunni einhvern tíma að hafa tapazt á henni, þó að hann segði áðan, að aldrei hefði tapazt neitt neins staðar. Mér fannst hann einhvern veginn bera sig þannig undan sverðshöggum Unilevers, að einhver skeina hefði komið á. Það gæti hann nú kannske upplýst okkur um.

Hv. 3. þm. Austf. sagði, að ég hefði verið að sakfella fyrirtækið. Það var nú eitthvað annað. Ég lagði hér fram till til þál. um rannsóknarnefnd til þess að athuga, hve mikið fé SH ætti í öllum mögulegum fyrirtækjum og öðru slíku, útistandandi skuldum og birgðum. Og hann gaf heilmiklar upplýsingar um þetta. Í sambandi við þær upplýsingar fór ég að spyrja, hvernig hitt og þetta samrýmdist lögum. Það var alls ekki fyrr, sem eitthvað fór að koma fram, sem hv. 3. þm. Austf. gat litið á sem sakfellingu. En það voru hans eigin upplýsingar, sem leiddu til þess, að ég fór að spyrja um veðsetninguna, um gjaldeyrisleyfin, um gjaldeyriseftirlitið, um skattinn og það allt saman. Og ef hann heldur, að ég hafi verið að sakfella hann, þá er ákaflega hægur vandi að ganga úr skugga um það. Við látum rannsóknarnefndirnar starfa og sjá, hvort nokkuð er þarna athugavert.

Svo sagði hv. þm., að SH hefði verið að bæta lífsafkomu almennings á Íslandi. Þar held ég nú að honum hafa dálítið brugðizt bogalistin í rökfræðinni. Ég sagði honum ástæðuna til þess, að ég flutti þetta. Ég hafði að vísu oft áður verið að hugsa um, að eitthvað þyrfti að athuga þessa hluti, en það, sem reið baggamuninn, var yfirlýsingin, sem m.a. SH stóð að, að hún gæti ekki hækkað neitt kaupið á Íslandi. SH hefur starfað ein 16 ár eða þar um kring, a.m.k. þessi stóri útflutningur og slíkt hefur aðallega verið nú 15–16 ár, og hvernig er um kaupið á Íslandi og lánskjörin? Kaupgetan er minni í dag en hún var 1945. Hún er minni en hún var 1942, kaupgeta tímakaupsins á Íslandi. Ég er ekki að segja, að það sé bara SH, sem hefur rýrt þessi lífskjör, það eru fleiri atvinnu:rekendur, sem hafa hjálpað þar til, og Sjálfstfl. sjálfur og fleiri. En það er ekki vert að tala um, að SH hafi bætt lífskjörin fyrir verkalýðinn á Íslandi. Þvert á móti, ætli að það hafa ekki heldur verið dregið eitthvað þarna út úr og sett fast í fyrirtækjum, en síðan verið sagt við verkalýðinn hér heima: Við höfum enga peninga til þess að bæta neitt úr hjá ykkur.

Svo segir hv. 3. þm. Austf. um Tryggingarmiðstöðina h/f: Jú, hún hafði farið að lána 150–200 þús. kr. út á báta og meira að segja út á einn togara. Ekki var ég að halda því fram, það er hv. 3. þm. Austf., sem upplýsir, að hún hefur verið að lána út á togara líka — ekki var ég að sakfella hana fyrir þetta. Það var hann, sem upplýsti, að hún hefði farið að lána út á togara, og var nú held ég að væna einhvern ákveðinn mann um að vera eiganda að þeim togara. Hvernig stendur á því, að Tryggingarmiðstöðin h/f er að þessu? Ég spyr hann: Hvernig stendur á því, að verið er að taka þetta fé úr veitu hraðfrystihúsanna á Íslandi og lána þetta út á báta og jafnvel út á togara til einhvers ákveðins manns, en ekki skila þessu fé til hraðfrystihúsanna á Íslandi og láta hraðfrystihúsin á Íslandi skila því til útvegsmannanna, því að þau munu mörg hver skulda þeim enn þá? Hvernig stendur á þessu, af hverju er verið að þessu? Því svaraði hann ekki. Í hvaða heimild er þetta gert? Ég hélt því fram, að þetta væru heimildarlausar ráðstafanir. Það getur verið ákaflega þægilegt að fá lán, — ég er ekki að segja það, ég er ekkert að hafa á móti því, — bæði út á báta og togara. Það getur verið meira að segja mjög gott verk að lána einum manni. En hitt er svo allt annað spursmál hvort verið hefur nokkur lagaleg heimild til þess. Þó að ég brytist inn í Landsbankann og stæli milljón og lánaði svo einhverjum bátaeigendum, þá væri að vísu mjög gott verk að lána það en ég er hræddur um, að það kæmi eitthvað í bága við lög. Og ég er hræddur um, að SH hafa raunverulega ekkert leyfi til þess að ráðstafa fé hraðfrystihúsanna á þennan máta. Hv. 3. þm. Austf. getur kannske sýnt fram á, að það hafa verið gerð alveg sérstök samþykkt á aðalfundi SH um, að það mætti lána af því fé, sem á að fara til hraðfrystihúsanna á Íslandi, svo og svo mikið út á báta og slíkt.

Svo minntist ég á annað í þessu sambandi og spurði hann að því um leið: Hvernig er um lán til einstakra manna, jafnvel til stjórnenda í SH, ekki gegnum Tryggingamiðstöðina, heldur beint? Hv. 3. þm. Austf. svaraði því ekki, hljóp yfir það eins og gjaldeyrinn. Líklega hefur eitthvað verið athugavert. En kannske er ekkert að athuga. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, og þá verður SH hvítþvegin af því líka, svo að ég held nú, fyrst hann svaraði svona ófullkomið, að hann fari nú að hafa höfuðáhugann á því. að rannsóknarnefndin verði sett. (Forseti: Ég vil spyrja hv. ræðumann, hvort hann eigi langt mál eftir af ræðu sinni.) Já, ég skal gera hlé. [Fundarhlé.]

Herra forseti. Ég hafði þar komið máli mínu í svari mínu til hv. 3. þm. Austf. (EinS), sem ég var annars næstum búinn með, að hann var að drótta því að mér, að ástæðan til þess, að ég flytti svona till. væri, að við óttuðumst, að dregið yrði úr viðskiptunum austur. Ég er hissa á hv. 3. þm. Austf. að láta svona út úr sér. Ég býst við því, að það mundi verða hættulegast fyrir hann og hans aðila, ef það yrði dregið úr þeim viðskiptum. Það er gefið, að afleiðingin af slíku mundi verða, að hér yrði erfiðara um allan efnahag, atvinnuleysi og vaxandi óánægja með þá, sem réðu. Ég held þess vegna, að það sé ákaflega langsótt hjá honum að leita svona. Ég hélt ég væri búinn að sýna honum nógu vel fram á, hvað snertir þau viðskipti, að þótt við hefðum viljað vinna að þeim viðskiptum og beita okkar áhrifum til þess, þá var það fyrst og fremst til þess að reyna að tryggja sem bezt afkomu íslenzkra fiskframleiðenda, tryggja, að þeir hefðu sem öruggastan markað. Ég held, að það sé vitleysa, ef hv. 3. þm. Austf. heldur, að Sovétríkin og Tékkóslóvakda og Austur-Þýzkaland standi og falli með því, hvort þau fái fisk frá Íslandi, þetta sé alger misskilningur. Ég held satt að segja, að eins og er með fiskframleiðslu í heiminum, mundu þessi ríki ekki vera í neinum vandræðum með að útvega sér fisk. Hins vegar mundi ég segja, að þau gætu ekki fengið eins góðan fisk og þau fá frá okkur. En þau mundu ekki verða í neinum vandræðum með slíkt. Ég held, að það séum við Íslendingar einmitt, sem gyldum þess sem heild, ef drægi úr þessum viðskiptum, og ættum ekki að gera neitt til þess. Ég hef ekki enn vitað til þess, að salan vestur eftir hafa orðið til þess að draga úr þeim viðskiptum út af fyrir sig.

En hv. þm. vill þá spyrja, og það er það, sem er verið að reyna að grafast fyrir um: Hvernig stendur á því, að ég skuli koma með gagnrýni, sem beinist jafnvel að stjórn Sölumiðstöðvarinnar? Ég gerði grein fyrir því í niðurlagi minnar fyrri ræðu, — ég gerði það vegna þess, að ég var að óttast, að SH væri að þróast yfir í einokunarhring, þar sem nokkrir stjórnendur væru farnir að haga sér eins og það væru þeir einir, sem ættu að ráða, og þeir smáu hefðu ekkert að segja. Það er þetta, sem fyrst og fremst liggur á bak við mína till. um rannsókn, í þágu þjóðfélagsins, í þágu þeirra smærri í Sölumiðstöðinni og í þágu verkamanna sérstaklega.

Hv. 3. þm. Austf. fór að tala um, að við værum með skefjalaus verkföll. Já, hefur verið svona mikið um verkföll upp á síðkastið? Man hv. 3. þm. Austf., hve langt er síðan hefur verið nokkurt verulegt verkfall hér? Það eru bráðum sex ár. Ég gæti trúað, að Ísland væri bókstaflega með rólegustu löndum í allri Evrópu hvað snertir verkföll. og það má leggja það okkur út bæði til lofs og lasts eftir því, hverjir um það vilja dæma.

Hv. 3. þm. Austf. segir, að við höfum hugsað minna um að auka verðmæti þjóðarframleiðslunnar. Máske hv. þm. vildi benda mér á nokkra verkalýðshreyfingu í Evrópu, í kapitalistísku landi, sem hefur á síðustu 15 árum gert öllu meira en íslenzk verkalýðshreyfingin að það reyna að hafa áhrif í sínu landi á það, að framleiðslan væri aukin, bókstaflega hefur stundum orðið að hugsa fyrir kapítalistana í landinu, af því að þeir hafa hugsað of smátt sjálfir. Ég held, að það hafa engin verkalýðshreyfing, sem ég þekki til í þeim kapitalistísku löndum í Evrópu, beitt sér eins mikið fyrir því að auka verðmæti þjóðarframleiðslunnar og íslenzka verkalýðshreyfingin hefur gert á s.l. 15–16 árum. Og máske hefur engin borið eins lítið úr býtum fyrir að vegna þess, hve ásælnir eða stjórnlitlir okkar kapítalistar hafa verið.

Að síðustu viðvíkjandi því, sem hv. 3. þm. Austf. sagði. Hann hélt því fram, að ég vildi vera í samvinnu við fiskhringa erlendis. Það voru ekki mín orð. Ég álít, að við ættum að leitast við, ef það væri mögulegt á sæmilegum grundvelli. að hafa samvinnu erlendis við þá aðila, sem selja þar fisk, — ekki láta fiskhringana, sem venjulega eru keppendur okkar, gleypa okkur, heldur reyna að ná góðu sambandi við þá, sem eru að selja þar fisk. Ég geri mér alveg ljóst, að slíkt getur verið erfitt eða ókleift, ef það er einn aðili, sem drottnar á markaðinum. En ef það eru til einhverjir aðilar, sem eru að berjast við þann eina aðila, þá skulum við reyna að mynda bandalag við þá, hvort heldur það eru kapítalistrar eða samvinnufélög eða aðrir slíkir. Ég veit, að þetta er allslæmt í Bretlandi, hvað snertir yfirdrottnun og einokun Unileverhringsins þar, en ég veit, að þetta er ekki alveg eins slæmt í Bandaríkjunum. Þetta hins vegar, að hætta svona miklu, a.m.k. ef það er óþarft, ef aðrar leiðir eru til, og taka svona mikið út úr rekstrinum heima, það er ófært, sérstaklega ef það brýtur í bága við lög. Það, sem í fyrsta lagi á að gera þarna, er að ganga formlega fra öllum þessum hlutum, tryggja að öllu leyti hagsmuni eigendanna hér heima og eignarrétt og yfirráð þeirra yfir þessu og skila skýrslum til þeirra og láta þá hafa aðgang að reikningum, og ef hægt er að koma því fé, ef við erum ekki knúðir til að berjast einir þar, að reyna þá að mynda bandalag við einhverja þá aðila, sem geta með okkur barizt fyrir að koma okkar vörum þar inn, en eru óháðir þeim hringum, sem þar eru fyrir.

Þá vil ég segja nokkur orð til hv. 1. þm. Vestf.. sem talaði með nokkuð miklum þjósti stundum. Hann var að spyrja okkur, — sumu af því var hann að beina til hv. 4. landsk. þm. (HV), og ég býst við, að hann svari því fyrir sig, ef hann álítur ástæðu til. Hann spurði að því, hvort við mundum beita okkur fyrir nýrri vinnulöggjöf, þar sem ætti að útkljá með dómi hvernig kjör verkalýðsins í landinu skyldu vera. Ég er að vísu ekki verkalýðshreyfingin, eins og hv. 1. þm. Vestf. virtist halda. En ég held, að mér sé alveg óhætt að fullyrða, að allur þorri verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi og Alþýðusamband Íslands og meiri hlutinn þar muni líta svo á, að slíkt væri ekki aðeins mjög óheppilegt, heldur einnig mjög ranglátt. Það er um að ræða í sambandi við þá stéttabaráttu þá hagsmunadeilu, sem fram fer milli atvinnurekenda og verkalýðsins, lífskjör meiri hluta þjóðarinnar. Verkalýðurinn er um 50% af þjóðinni, aðrir starfsmenn eru um 25% og atvinnurekendurnir í landinu, þegar bændur eru ekki taldir með, eru rúmlega 2000 manns. Að þessi 2000 manns eigi að skammta meiri hluti þjóðarinnar, hvað hann hafa til að lifa af, og ráða um það, það nær ekki nokkurri átt. Og verkalýðshreyfingin mun tvímælalaust halda áfram að berjast fyrir sínum rétti og sínum hagsmunum á þessum sviðum, og eigi að fara að beita ríkisvaldinu sem hnefarétti í þessu sambandi, setja gerðardóm til að dæma um slíkt, þá verður risið upp á móti slíku líka. Það hefur einu sinni verið reynt, og held ég, að flestir hinir hyggnari menn Sjálfstfl. hafi fengið sig svo fullreynda af því, að þeir muni ekki reyna það aftur. Það var með gerðardómslögunum vorið 1942, og ég held, að sú tilraun verði ekki endurtekin á Íslandi af nokkrum þeim mönnum, sem eitthvað geta lært af reynslunni.

Það ríkti mjög mikill misskilningur hjá hv. 1. þm. Vestf. á því, hvernig vinnudeilur eru á Íslandi. Það er síður en svo, að það sé eitthvert öngþveiti í vinnudeilum á Íslandi. Að mörgu leyti mætti segja, að vinnudeilur á Íslandi væru til fyrirmyndar í veröldinni. Vinnudeilur hafa hér allar farið mjög friðsamlega fram, ákaflega friðsamlega, einmitt m.a. sérstaklega vegna þess, að lögreglan er ekki látin skipta sér af þeim vinnudeilum. Ef hv. 1. þm. Vestf. vill kynna sér, hvernig vinnudeilur gerast stundum, þá væri kannske fróðlegt fyrir hann að líta til Bandaríkjanna sjá hvernig þar er, eða svo að við tökum nýjasta dæmið, til Belgíu, þessa fyrirmyndarlands Atlantsbandalagsins. Þar getur hann séð, hvernig vinnudeilurnar gerast í þessum löndum og hvað friðsamlegar þær eru. Hér hjá okkur hafa þær verið friðsamlegar. mjög friðsamlegar, og við skulum reyna að halda þeim þannig og fara ekki að beita hnefarétti ríkisvaldsins í þágu atvinnurekendanna á móti verkalýðnum, ekki fara að reyna að skakka þar leikinn með því að setja hnefa ríkisins á borðið. Við skulum reyna að halda því, sem friðsamlegt er í okkar vinnudeilum, og ég mundi ráðleggja atvinnurekendum og þeirra flakki eða flokkum að snerta ekki við því að endurskoða vinnulöggjöfina, en sýna hins vegar heldur meiri hug á því að semja við verkalýðinn á grundvelli hennar, eins og verkalýðuxinn þegar hefur boðið upp á, en atvinnurekendur ekki þekkzt.

Svo talar hv. 1. þm. Vestf. um, hvernig væri með KRON, SÍS, ESSO og allt saman það. Ég hélt ég hefði svarað þessu nokkurn veginn greinilega með því, hvernig ég svaraði innskoti hæstv. dómsmrh. í minni fyrri ræðu. Ég sagði, þegar var spurt, af hverju við hefðum ekki tekið Sambandið með í þetta, að við hefðum m.a. haft möguleika til aðgangs að slíku á lýðræðislegan hátt, í gegnum KRON og SÍS og aðalfundinn þar. Þegar hæstv. dómsmrh. skaut fram í, hvernig væri með ESSO, þá sagði ég við hann, að ef það dygði ekki og við fengjum ekki nægar upplýsingar, þá hefðum við líka til aðrar aðferðir. Og hv. 1. þm. Vestf. var eitthvað að kvarta undan því, að við hefðum ekki beitt þeim aðferðum. Ef okkur fannst á fundi SÍS við fá upplýsingar um aðeins einn brúsa, vantaði þá nokkuð á, að við hefðum einurð til þess að heimta einhverjar meiri upplýsingar á öðrum vettvangi? Ég man ekki eftir, að Morgunblaðið hafi verið sérstaklega skeleggt að heimta þær upplýsingar, nema kannske á eftir, þegar allt var upplýst. Alveg eins og við reynum að fá að vita, hvað satt er og rétt í þeim málum, þó að það snerti félag, sem þarna er t.d. skylt SÍS, alveg eins reynum við að knýja fram að fá að vita, hvað rétt er og satt í sambandi við fyrirtæki eins og SH. Þessir stóru í okkar landi, hvar sem þeir eru og hvað sem þeir heita, líka þótt það væri Sölusamband ísl. fiskframleiðenda. þó höfum við skoðað, það sem okkar skyldu sem fulltrúa verkalýðsins og fulltrúa þjóðfélagsins hér á þingi að reyna að draga fram, ef við álitum, að eitthvað væri athugunarvert í fari þessara stóru samtaka. Maður veit ósköp vel, að í auðvaldsskipulagi er freistnin alltaf rík í þessum stóru samtökum til að verða eins konar einokunarhringur, til að smitast af auðvaldinu í kringum sig. Ég held ég hafa verið alveg ósmeykur að segja það stundum á undanförnum árum, að mér fyndist jafnvel í SÍS of mikið af slíkri smitun. Umgengnin við auðvald í Bandaríkjunum og auðvald hér í Reykjavik hafa haft slík áhrif á ýmsa menn þar. Ég er alveg ósmeykur að gagnrýna það. Hvar sem við álítum eitthvað rangt í þessum efnum, þá munum við gagnrýna það. Þeir stóru í þjóðfélaginu, þeir ríku og þeir voldugu, sem halda sig hafna upp yfir venjuleg lög og geta brotið lögin, af því að þeir séu stórir og voldugir, þeir skulu fá að vita, að við höfum einurð til að segja þeim til syndanna, hvað sem þeir heita, og hverjir sem þeir eru.

Svo spurði 1. þm. Vestf., af hverju ég hefði komið með þetta nú, ástæðuna til þess. Ég sagði í upphafi míns máls, að mér hefði oft ekki litizt á ýmislegt af því, sem ég hefði heyrt frá stjórn SH, en að neitunin í samningunum að ræða við verkalýðinn hefði riðið þarna baggamuninn. Hann fór að tala um, að þetta væru lítil rök. Jæja, eru það engin rök, ef fátækir verkamenn á Íslandi, sem hafa í kaup 2/3 af því, sem þeir þurfa til að lifa af samkvæmt útreikningi ríkisstj. og hagstofunnar, — eru það engin rök, ef þessir verkamenn fara nú til milljónahrings eins og SH og fleiri slíkra á Íslandi og segja við þá: Við þurfum að fá hærra kaup, viljið þið ræða við okkur um það? — Og þessi hringur svarar: Þurfið þið að fá hærra kaup? Við tölum ekki við ykkur um slíkt, við eigum ekki einn einasta eyri, atvinnulífið þolir það ekki, — er þá undarlegt, þó að ég fari að spyrja. Jæja, hvernig er það, mínir háu herrar í SH, eigið þið ekki eitthvað í rassvasanum? Er ekki eitthvað, sem þið eigið inni? Ég fer að spyrja um þetta, og svo er nafni minn svo elskulegur, 3. þm. Austf., að hann upplýsir: „Jú, jú. 140 millj. hérna.“ Telur það fram undireins. Þannig er það strax farið að sýna sig, að þeir voru ekki alveg eins blankir og þeir vildu vera láta, þegar þeir voru að tala við verkamenn. Það hefur sem sé sýnt sig nú þegar, að einmitt þessi ástæða, sem ég tilgreindi — og tilgreindi ég þó fleiri, hún var alveg nóg. Verkamennirnir, sem vantar einn þriðjunginn af því, sem þeir þurfa, til þess að hafa í sig og á, sjá, að þarna eru til nægir peningar, og þeir mundu vera víðar, ef farið væri að leita þeirra.

Hv. 1. þm. Vestf. talaði um, að ég hefði verið með ýmsar aðdróttanir og árásir á SH. Ég var með hverfandi lítið af slíku í minni upphaflegu ræðu, og það eina, sem kunna að skoðast árásir, það var eftir ræðu hv. 3. þm. Austf., þegar hann fór að upplýsa um alla mögulega hluti, sem var alveg greinilegt að hlutu að stangast við lög, veðsetninguna, gjaldeyrisleyfin, gjaldeyriseftirlitið og jafnvel kannske skattana.

Svo kom hv. 1. þm. Vestf. að því, að ég hefði sagt, að ég væri verkalýðshreyfingin. Það er nú svo undarlegt með suma menn, sem hafa kannske mesta tilhneigingu til þess að þykjast vera heil stétt, að það vilja þeir selja öðrum. Ég tók mjög greinilega fram, að ég skoðaði mig hér á þingi sem fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, og sagði aldrei annað, svo að það er fulllangt gengið í því að búa sér til sniðuga ræðumennsku að fara að leggja manni í munn svona orð til þess að reyna að leggja út af því. Það er aðeins eitt vald hér á landi, sem hefur fetað í fótspor þess konungs, sem slík orð voru upphaflega tengd við, Lúðvíks XIV. Hann sagði: Ég er ríkið. — Það er aðeins ein stétt hér í landinu, sem hefur viljað haga sér þannig, og það er atvinnurekendastéttin. Hún hefur viljað láta líta svo á, að hún væri atvinnulífið, hún væri ríkið og eftir hennar vilja ættu allir limirnir að dansa. Það er nú samt svo, að án þeirrar stéttar er hægt að vera. Allt atvinnulíf er hægt að reka án hennar, en án verkalýðsins ekki.

Þá er viðvíkjandi einstökum atriðum í því, sem hv. 1. þm. Vestf. var að rekja. Það er viðvíkjandi nýbyggingarsjóðunum og því, sem Ísland átti eftir stríðslokin. Nýbyggingarsjóðir togaranna voru mjög litlir og þeir voru eign togaraeigendanna, það voru ekki nema nokkrar milljónir eða milljónatugir, sem þar var um að gera. Féð, sem hins vegar Íslendingar notuðu til þess að kaupa inn þá 32 togara, sem þá voru keyptir, og gera aðrar þær ráðstafanir, sem gerðar voru, var hluti af þeim 580 millj., sem við áttum inni erlendis í stríðslokin. Og hvernig var það fé fengið? Hv. þm. vildi segja, að það hefði verið fengið með fiskframleiðslu. Svo var ekki. Ef hann ber saman á árunum 1940–45, að báðum árum meðtöldum, útflutning og innflutning okkar Íslendinga, þá stenzt það alveg í járnum, það er nokkurn veginn alveg jafnt á báðar hliðar. Það var brezki auðhringurinn Unilever, sem skammtaði okkur allan þann tíma verðið fyrir fiskinn, sem við fluttum út, fyrir meginið af honum, og það fór svo, að á þeim viðskiptum, sem við þá höfðum fyrst og fremst við Bretland, græddum við ekki nokkurn skapaðan hlut. Við áttum ekkert afgangs, þegar við vorum búnir að kaupa inn það, sem við keyptum. Það var ekki á okkar verzlunarviðskiptum, sem sá auður skapaðist, sem lá hér á Íslandi í stríðslok. Sá gjaldeyrir, sem þá lá hér, 580 millj. kr., var einvörðungu til orðinn fyrir þær kauphækkanir, sem fram voru knúnar 1942. Við þær kauphækkanir ásamt vísitölu, sem ofan á kaupið var greidd eftir verðbólguna, varð að greiða ef þeirri vinnu, sem menn unnu þá í, setuliðsvinnunni hérna, margfalt í pundum og dollurum, og innieignirnar skópust fyrst og fremst af þessari vinnu hér heima, þannig að það var sú kauphækkun, sem verkalýðurinn knúði í gegn, þegar hann braut með skæruhernaðinum gerðardómslögin á bak aftur, það var beinlínis verkalýðshreyfingin, sem með sínum aðferðum 1942 á eftir stórhækkaði þannig kaupgjaldið á Íslandi, að Íslendingar eignuðust þessar inneignir.

Svo kom hv. 1. þm. Vestf. að því, hvernig verið hefði með togarana, þegar þeir voru keyptir inn. Þar ruglar hann saman, þegar hann er að bera á móti því, að togaraeigendur hafa viljað kolatogara og sá ruglingur hans mun stafa af því, að hann mun eiga við annað tímabil en það, sem ég talaði um. Það, sem ég vitnaði í, var fundur, sem nýbyggingarráð hélt með togaraútgerðarmönnum vorið eða sumarið 1945, þar sem nýbyggingarráð ræddi við þá, eins og ég áður hef sagt, og þeir létu þessa skoðun í ljós. Hitt er svo allt annað mál að seinna meir tókst til allrar hamingju að breyta þessari afstöðu þeirra, og m.a. efast ég ekki um, að hv. 1. þm. Vesti. hefur átt þátt í því að koma a.m.k. því viti fyrir þá að taka eimtogara eða olíutogara í staðinn fyrir þá kolatogara, sem þeir upphaflega vildu. Nýbyggingarráð sendi strax vorið 1945 út þriggja manna nefnd til Norðurlanda og Englands til þess að undirbúa samninga um þessa togara, og síðast í ágúst voru samningar gerðir um þessa togara, og síðan er hann fenginn til þess að nafa nokkuð með eftirlit á þeim viðvíkjandi smiðinni og slíku að gera. Hann segir, að Reykjavíkurbær hafa gert kröfu til dísiltogaranna. Því fór fjarri, að það væri í upphafi. Ég man það enn þá greinilega, það var á skrifstofu nýbyggingarráðs vorið 1946, þegar þessum togurum var úthlutað, m.a. til Reykjavíkurbæjar, og annar forstjóri bæjarútgerðar Reykjavíkur, Jón Axel Pétursson, sagði þá við okkur þessi orð um dísiltogarana, sem ég hermdi áðan, svo að það er annað, sem hann á við þar. En það mun liggja í því að hans afskipti af þessu voru síðar en mín, að hann er þess vegna að bera brigður á það, sem áður gerðist og ótvírætt er, og ruglar því saman við það, sem síðar gerðist, þegar einhverju viti var búið að koma fyrir þessa herra, sem áttu að vera frumkvöðlar að því, hvernig Íslendingar byggju að atvinnutækjum.

Svo segir hv. 1. þm. Vestf., að við höfum rofið nýsköpunarstjórnina. Er hv. þm. búinn að gleyma því hvað þá gerðist? Það, sem gerðist þá, var, að bak við okkar ráðh. í ríkisstj. var samið allt sumarið 1946 um aðstöðu, sem meiri hl. í stjórninni vissi ósköp vel að mundi sprengja stjórnina enda vorum við leyndir þeim samningum. Það var orðið greinilegt af því, sem fram hafði farið veturinn áður, eftir 1. okt. 1945, þegar Ameríkanarnir gerðu kröfu til þriggja herstöðva hér til 99 ára, að við mundum ekki vera í neinni þeirri stjórn, sem ákvæði, að Bandaríkin héldu áfram að hafa her hérna á Íslandi og brytu þann samning, sem þau höfðu gert við okkur um að flytja herinn burt í stríðslokin. Það var þess vegna að undirlagi ameríska auðvaldsins og vegna yfirgangs þess, að nýsköpunarstjórnin var sprengd. Brugðumst við nýsköpuninni þess vegna, þó að við ef þessum ástæðum færum út úr ríkisstj. ? Nei, við komum fram með till. um að halda nýsköpuninni áfram. Og ef hv. þm. vill kynna sér þær tillögur, sem ég flutti hér sem fulltrúi míns flokks þá í fjárhagsráði vorið 1947, þegar verið var að ræða þær framkvæmdir, sem þá skyldi leggja til þá getur hann séð, að það vorum við, sem vildum halda áfram nýsköpuninni af eins miklum krafti og nokkru sinni fyrr. En allar þær tillögur voru drepnar. Nýsköpunin var svikin í praksis á eftir. Henni var fórnað fyrir áhrif ameríska auðvaldsins á Íslandi. Þau áhrif voru svo hatrömm, að við, sem keypt höfðum 32 togara til landsins og þegar þeir togarar tóku að sigla hér inn, sá fyrsti í febr. 1947, þá varð jafnvel hrifningin af því slík, að sú stjórn. sem við hafði tekið, ákvað að bæta 10 togurum við í trausti þess að fá lán hjá Marshall-aðstoðinni fyrir þeim. En henni var neitað um alla slíka aðstoð, vegna þess að Bandaríkjamenn vildu ekki láta okkur halda áfram að þróa sjávarútveginn á Íslandi. Þeir vildu hindra okkur í því. Og þessi var þá aðstaðan. Meiri hluti þings brást nýsköpuninni, hann beygði sig fyrir Bandaríkjaanönnum og þeirra afturhaldssjónarmiði í þessu. Við héldum áfram að berjast eins og við gátum fyrir því, að nýsköpuninni væri haldið áfram á Íslandi, fyrir því að byggja upp íslenzkt atvinnulíf í eigu Íslendinga sjálfra og undir þeirra yfirráðum.

Viðvíkjandi því, sem hv. 1. þm. Vestf. var að tala um, hvort ekki meiri Íslendingur en ég — ég held ég láti söguna dæma um það, ég fer ekki að karpa um það við hann hérna, — en hitt aftur á móti kemur úr hörðustu átt, að við, sem höfum barizt fyrir hagsmunum og fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, fyrir að tryggja henni öryggi og fyrir að tryggja hennar afkomu, fyrir að auka hennar atvinnulíf, við séum sakaðir um að berjast á móti hagsmunum þjóðarinnar. Það veit hv. 1. þm. Vestf., að það er voldugur aðili. sem hefur ítök sin hér á Íslandi nú, voldugt herveldi og voldugt auðvald sem vill ráða því, hvað hér er gert, enda gerði hann ekki nokkra tilraun til þess að hrekja dæmin, sem ég minnti hann á, hvernig ameríska auðvaldið og bankarnir í Bandaríkjunum hefðu verið að skipta sér af því, hvort við hefðum frjálsar íbúðabyggingar á Íslandi og annað slíkt.

Að síðustu fór svo hv. þm. að ræða um stofnlánadeildina og misminnti þar eins og víðar. Hann vildi álíta, að lögin sem snertu það að veita allt upp í 75% sem lán af andvirði skipanna, hefðu fyrst verið sett og notuð í sambandi við 10 togarana seinni. Því fór fjarri. Þessa stofnlánadeild knúðum við fram. Lögin voru gefin út 29. apríl 1946. Í þeim stendur í 11. gr., að vextir skuli aldrei vera hærri en 2.5%. Í þeim stendur í 8. gr., að lána megi út allt að 3/4 og allt að 2/3 út á þessar eignir. Það voru að vísu sum togarafélög, sem áttu svo mikið í sínum nýbyggingarsjóðum, að þau voru að hugsa um — og gerðu það til að byrja með — að borga meira en þennan 1/3 eða 1/4 af því sem þau gátu sloppið með, en þau breyttu því flest á eftir og tóku þá heldur fleiri togara í staðinn og notuðu sér þessi lán til fulls, og meira að segja var bætt við á eftir alveg upp í 85% lán, sem .arna voru veitt. Viðvíkjandi því, hvernig þetta bar að og hvernig þetta var lagt fyrir, um það þarf hv. 1. þm. Vestf. ekki annað en fletta upp í Alþt. frá 1945, A-deildinni, bls. 660, þar sem frv. til laga um Fiskveiðasjóð Íslands var lagt fram, og það frv. var lagt fram, ef ég man rétt, nokkru fyrir jólin, — og hvernig heldur hann, að það hafi verið lagt fram? Það er lagt fram af sjútvn. að beiðni atvmrh. og lagt fram vegna þess, að það fékkst ekki flutt sem stjórnarfrv. Eftir að við vorum í hálft ár í nýbyggingarnáði búnir að standa í samningatilraunum við Landsbankann og við stjórnina, meiri hl. ríkisstj., um að fá að flytja þetta frv., þá urðum við að lokum að kasta því inn í þingið þannig, að atvmrh. bað sjútvn. um að flytja það, fékkst ekki flutt sem stjórnarfrv. Og svo stóð alla leið þangað til í apríl um vorið, að það máske undir fargi óttans af kosningunum, sem þá fóru í hönd. fékkst loksins í gegn að knýja þetta fram. En þá var því breytt þannig, að það var ekki fiskveiðasjóður við Útvegsbankann, sem var aukinn, heldur stofnlánadeild Landsbankans, sem var sköpuð, m.a. af því, að þeir stjórnendur, sem stjórnuðu því sem nú er kallað viðskiptabanki og seðlabanki voru svo þröngsýnir, að þeir gátu ekki hugsað sem seðlabanki einvörðungu og verið sama, hjá hvaða ríkisbanka þessi fyrirtæki væru. M.ö.o.: það er engum spurning um það, að fyrir okkar frumkvæði, Sósfl. eða — eins og honum þótti svo gaman að ég skyldi orða það — verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, þá er það knúið fram í baráttu við bankavaldið og þá sem tregir voru lengi vel í Sjálfstfl., að þessi stofnlánadeild er gerð að lögum. Bankana vantaði ekki fé til þessa. Þeir þurftu bókstaflega ekkert fé til þessa. Féð höfðum við í okkar vörzlum, nýbyggingarráð. Við réðum yfir 300 millj. kr. í erlendri mynt, pundum og dollurum. Við þurftum raunverulega alls ekki að yfirfæra þetta til Íslands. Það þýddi bara, að þá hefðu allir þessir 30 togarar verið í eigu íslenzka ríkisins, íslenzka ríkið var búið að kaupa þá alla og átti þá. Það eina, sem vantaði var að gera íslenzkum eigendum fært að eignast þessa togara. Það var það, sem við gjarnan vildum, og þess vegna vorum við að knýja þetta fram þannig að bæði einstaklingar og bæjarfélög og hlutafélög gætu keypt þessa togara. Svona var afturhaldið, og svona var skilningsleysið. Það var raunar ekki bara á þessu eina sviði að svona lengi varð að berjast, þangað til þetta var komið fram. Svona getur það stundum verið erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna að hjálpa atvinnurekendunum á Íslandi, þegar þeir sjá svo að segja ekki neitt sjálfir. Svona lengi verðar stundum að berjast við að opna á þeim augun. Það er þess vegna ekki að ófyrirsynju að ég hef undirstrikað það, að við, sem höfum verið fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á Alþingi, höfum gert meira til þess en jafnvel nokkur verkalýðshreyfing í okkar nágrannalöndum að reyna að knýja fram endurbæturnar og nýsköpunina í okkar atvinnulífi, og við höfum stundum átt við slíkt skilningsleysi að etja hjá atvinnurekendunum, kolatogaramönnunum, að sagan mun seinna furða sig á því, jafnvel í svo ríkum mæli, að 15 árum seinna er sjálfur hv. 1. þm. Vestf. farinn að gleyma, hvernig það var.