24.03.1961
Neðri deild: 83. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í D-deild Alþingistíðinda. (3033)

218. mál, skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka viðskipti við Axel Kristjánsson og h/f Ásfjall

Forseti (BGr):

Út af því, sem hv. 7. landsk. hefur sagt, vil ég aðeins segja, að í dag er annar dagur, síðan máli þessu var útbýtt. Á fyrsta degi, í gær, var það tekið fyrir og ákveðið, hvernig ræða skuli. Það hafa verið 220 mál á þessu þingi og eru ærið mörg, sem eiga tilkall til tíma síðustu þingdaga, og er reynt að fylgja venjulegum starfsreglum hvað þau mál snertir, sem ganga fyrir. En að þessu sögðu, þá mun ég reyna eins og unnt er að skapa aðstæður til þess, að mál þetta komi fyrir.