26.10.1960
Sameinað þing: 7. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í D-deild Alþingistíðinda. (3054)

34. mál, lántökur ríkisins

Fyrirspyrjandi (Eysteinn Jónsson):

Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin, svo langt sem þau ná. Út af svarinu við 2. lið vil ég aftur leggja áherzlu á það, sem ég sagði áðan, sem ég að óreyndu að sjálfsögðu geri ráð fyrir að verði gert, að hæstv. ríkisstj. leggi fyrir Alþ. til samþykktar sínar till. um ráðstöfun á því, sem ónáðstafað er af láninu áður en bindandi ákvarðanir verða teknar.

Varðandi síðasta liðinn vil ég aðeins segja, að það kemur fram á honum, eins og raunar kom fram við fjárlagaumr. að ríkisstj. hefur hugsað sér að taka framkvæmdalán erlendis. Ég skal ekki fara út í hér að ræða, hvernig það kemur heim og saman við það, sem sagt var í fyrravetur. Við getum gert það við annað tækifæri. Ég vil aðeins nú leggja áherzlu á, að hæstv. ríkisstj. hafa þann hátt á að leggja þessar áætlanir sínar fyrir hv. Alþ., áður en hún tekur nokkrar bindandi ákvarðanir um að fara á stúfana í þessu efni.