26.10.1960
Sameinað þing: 7. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í D-deild Alþingistíðinda. (3059)

950. mál, vörukaupalán í Bandaríkjunum

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er spurt um það í fyrsta lagi, hve mikil vörukaupalán, PL 480, hafi verið tekin samtals í Bandaríkjunum og hve mikið á þau ári.

Svarið er á þessa leið: Síðan 1957 hafa árlega verið gerðir millí ríkisstjórna Bandaríkjanna og Íslands samningar um kaup á bandarískum umframbirgðum af landbúnaðarvörum fyrir alla 10270000.00 dollara. Af þessari upphæð hafa nú verið notaðir alls 8366936.60 dollarar eða í ísl. kr. 204880809.25 kr. til vörukaups. Vörukaupasamningur þessa árs nemur 1850 þús. dollurum, og hafa þar af verið notaðir 567227.76 dollasar eða í ísl. kr. 21611378.70 kr.

Önnur spurningin er: „Hve mikið af þessu fé verður til útlána innanlands.“ Svarið er það, að af andvirði þeirra vara, sem þegar hafa verið keyptar til landsins, má verja til útlána innanlands alls 148982201.44 ísl. kr. Af þessari upphæð tilheyra 17.3 millj. sjóði. sem sérreglur gilda um.

Þriðja spurningin: .Hve mikið er búið að lána út innanlands og hverjum?”

Svar: Alls hafa verið lánaðar 87982218 kr., sem skiptist sem hér segir: Til virkjunar Efra-Sogs 72717418 kr. Rafmagnsveita Reykjavíkur 4 millj. Rafmagnsveitur ríkisins 10 millj. Til einkafyrirtækja 1264800 kr.

Fjórða spurning: „Hvað er áætlað, að þessi vörukaupalán muni nema miklu til ársloka og á næsta ári, og hvað verður til ráðstöfunar innanlands?”

Svar: Áætlað er. að á þessu ári muni PL 480 vörukaupin nema um 2 millj. 400 þús. dollurum og á næsta ári 2 millj. 200 þús. dollurum, ef um áframhald á þeim verður að ræða. Gert er ráð fyrir, að á þessu ári verði til ráðstöfunar til lánveitinga vegna innlendra framkvæmda um 54 millj., auk hins fyrrnefnda sjóðs. Af þessari upphæð ganga 16 millj. kr. til Sogsvirkjunarinnar, rafmagnsveitna ríkisins og rafmagnsveitu Reykjavíkur til að fullgera framkvæmdir, sem þegar hefur verið samið um að greiða af PL 480 fé. Ásetlað er, að á næsta ári verði um 70 millj. kr. til ráðstöfunar til lánveitinga vegna innlendra framkvæmda, svo framarlega sem gerður verður nýr vörukaupasamningur fyrir það ár.

Fimmta spurningin hljóðar svo: „Hyggst ríkisstj. leggja fyrir Alþ. fyrirætlanir sínar um ráðstöfun þessa lánsfjár innanlands?“

Ráðstöfun vörukaupalána PL 480 mun ekki hingað til hafa verið lögð sérstaklega fyrir Alþingi, og ríkisstj. hefur ekki áformað að bregða frá þeirri venju.