26.10.1960
Sameinað þing: 7. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í D-deild Alþingistíðinda. (3060)

950. mál, vörukaupalán í Bandaríkjunum

Fyrirspyrjandi (Eysteinn Jónsson):

Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þessi svör, en út af 5. liðnum og svari hans við honum vil ég aðeins segja þetta.

Eins og hæstv. ráðh. væntanlega er ljóst, er átt við í þessum lið, hvort ríkisstj. hafa í hyggju að bera undir Alþ., hvernig þeim — ef svo mætti segja — mótvirðissjóði í íslenzkum krónum, þ.e.a.s. því fé, sem hér safnast upp í íslenzkum krónum, verði ráðstafað til útlána innanlands. Auðvitað á ég við þetta. Ég á ekki við, að það verði lagt fyrir Alþ., hvaða vörur komi þarna til greina, þegar inn er flutt. Þetta ætla ég, að hæstv. ráðh. hljóti að hafa verið ljóst, og hef enga ástæðu til að halda annað eftir hans svari. En hitt vill ég segja, að ég mundi telja það eðlilegt og vil beina því til ríkisstj., Þar sem um eins miklann þátt er að ræða í okkar Þjóðarbúskap og lánastarfsemi og þetta ætlar að verða, því að hér er stórté til ráðstöfunar innanlands til útlána, og þar sem ríkisstj. Íslands mun hafa mjög mikil áhrif, sennilega úrslitaáhrif á það, í hvaða átt þessu fjármagni er beint, þá mundi ég telja eðlilegt, að hæstv. ríkisstj. taki upp þann hátt að leggja það fyrir Alþ., hvernig þessu fé verði ráðstafað.