26.10.1960
Sameinað þing: 7. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1125 í D-deild Alþingistíðinda. (3071)

953. mál, virkjunarrannsóknir á vatnasvæðum Hvítár og Þjórsár

Fyrirspyrjandi (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. raforkumrh. fyrir mikilsverðar upplýsingar, sem hann hefur gefið varðandi fsp. Það kemur í ljós, að mikil nauðsyn er til þess að auka framlag til rannsókna í þessu efni og í raun og veru er það það, sem nú þarf að ske, að flýta svo sem auðið er þessum rannsóknum, svo að til úrslita dragi. Eins og ég sagði í fyrri ræðu, er hér mikið í húfi og vafalaust fyrir þjóðina hin fyllsta nauðsyn, áður en langír tímar liða, að geta byrjað á virkjun í stórum stíl og þá helzt við það fallvatnið, sem mest aflið gefur. Ég vildi vænta þess, að ríkisstj. legði meginkapp á að koma inn á fjárlög, þeirri fjárfúlgu, sem raforkumálastjóri óskar eftir að fá, til þess að rannsóknum verði lokið í tilhlýðilegan tíma.