16.11.1960
Sameinað þing: 14. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í D-deild Alþingistíðinda. (3082)

93. mál, yfirvinna kennara

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Í 22. gr. l. nr. 95 frá 1955, um laun starfsmanna ríkisins, segir, að laun stundakennara skuli ákveðin með reglugerð og skuli þau vera sem næst 80% af launum fastra kennara. Hefur þessi regla um laun stundakennara verið ábreytt í lögum allt frá árinu 1945, sbr. 32. gr. 1. nr. 60 frá 1945, um laun starfsmanna ríkisins. Núgildandi reglugerð um laun stundakennara er nr. 150 frá 2. maí 1956, og eru launin mismunandi eftir skólum, eins og lög gera ráð fyrir, þannig að t.d. stundakennaralaun í óarnaskólum nema nú með verðlagsuppbót 38.57 kr. á klst., en í menntaskólum og Kennaraskóla Íslands 59.12 kr. Þeirri reglu hefur alltaf veríð fylgt, að fastakennarar, sem kenna umfram skyldukennslu, fái greitt sama tímakaup og stundakennarar, og engin aths. verið við það gerð af kennurum eða sambökum þeirra þá áratugi. sem þessi skipan hefur gilt, fyrr en nú nýverið, að raddir hafa heyrzt um, að aukakennslu fastakennara eftir venjulegan vinnutíma bæri að greiða eftir sömu reglum og greitt er fyrir yfirvinnu annarra ríkisstarfsmanna.

Í núgildandi reglugerð um yfirvinnu starfsmanna ríkisins, nr. 192 frá 1958, er yfirvinnukaup miðað við launaflokka, þannig að eftirvinnukaup starfsmanns nemur nú frá 31.98 kr. til 61.35 kr. eftir launaflokkum, en samkv. reglugerðinni er yfirvinnukaup ákveðið með hliðsjón af föstum launum starfsmanns miðað við 1800 klst. árlegan vinnutíma. En í því sambandi má geta þess, að skyldustundir kennara við barnaskóla, miðað við 9 mánaða starf og 40 mínútna kennslustund, eru 1296 á ári, en kennara í gagnfræðaskólum, miðað við 8 mánaða starf og 45 mínútna kennslustund, 960 stundir á ári. Þótt hér væri bætt við einhverjum stundum vegna heimavinnu, er ljóst, að árlegur vinnutími kennara nær ekki þeim tilskildu 1800 stundum, sem eru skilyrði þess, að um yfirvinnu þeirra gildi ákvæði áðurnefndrar reglugerðar um yfirvinnu starfsmanna ríkisins.

Annars er rétt að geta þess, að öll vafa- og ágreiningsatriði um framkvæmd þeirrar reglugerðar skal leggja undir úrskurð nefndar, sem skipuð er samkv. 25. gr. launalaga þrem mönnum tilnefndum af ríkisstj., Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og hæstarétti.

Þá er rétt að geta þess, að menntmrn. fól hinn 16. sept. s.l. fimm mönnum að athuga starfskjör barna-, gagnfræða- og húsmæðraskólakennara, þeim Jónatan Hallvarðssyni næstaréttardómara, Birgi Thorlacíus ráðuneytisstjóra menntmrn., Sigtryggi Klemenzsyni ráðuneytisstjóra fjmrn., Skúla Þorsteinssyni formanni Sambands ísl. barnakennara og Ólafi Ólafssyni formanni Félags gagnfræðaskólakennara í Reykjavík. Mun athugun þeirra að sjálfsögðu ná til stundakennslulauna og yfirvinnugreiðslna.

Þá starfar enn fremur á vegum menntmrn. nefnd, er skipuð var 16. okt. 1959 til þess að kanna, hve mikill skortur sé nú á kennurum við skyldufræðslustigið, hvað valdi þeim skorti og hvernig úr honum verði bætt. í þessari nefnd eiga sæti Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, sem er formaður n., Árni Gunnarsson fulltrúi í menntmrn., Sveinbjörn Sigurjónsson skólastjóri og Gunnar Guðmundsson yfirkennari. Þessi nefnd hefur ekki enn lokið störfum.

Af framansögðu er ljóst, að núv. ríkisstj. fylgir ekki öðrum reglum um stundakennslu og yfirvinnugreiðslu kennara en fylgt hefur verið lögum og venju samkvæmt af fyrrv. ríkisstj.

Enn fremur stendur nú yfir gaumgæfileg athugun á því, hvaða ráð kunni að vera tiltæk til að bæta úr kennaraskortinum, svo og almenn athugun á starfskjörum kennara, og eiga fulltrúar kennara aðild að báðum þessum athugunum, en þær snerta m.a. það atriði, sem fsp. hv. þm. fjallar um.