23.11.1960
Sameinað þing: 18. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1137 í D-deild Alþingistíðinda. (3092)

900. mál, niðursuða sjávarafurða á Siglufirði

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég skal ekki fara út í það að ræða frekar um þörfina fyrir verksmiðju eins og hér er flutt tillaga um. Það viðurkenna allir, að Það er æskilegt og nauðsynlegt að reyna að fullvinna okkar framleiðsluvörur eins og mögulegt er. En það er aðeins eitt atriði. sem ég vildi minnast á, sem kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda, og það er, að hann taldi vinnubrögð nefndarinnar hafa gengið seint. Ég tel þvert á móti, að n. hafi unnið sitt starf mjög fljótt, og ég er henni þakklátur fyrir !það, að hún hefur getað komið því af á þessum tíma. Hún er skipuð í maímánuði s.l., og hún skilar áliti í nóvember. En til samanburðar skal ég geta þess að tilsvarðandi verkefni fyrir Akureyri, sem hún hafði áður með höndum, tók um það bil eitt ár. Það er vitaskuld ekki hlaupið að því að gera áætlanir eins og þessar, ef eitthvert vit á að gera í þeim. En það er enginn vandi að gera áætlun, sem kannske er að verulegu leyti út í bláinn og kemur svo viðkomandi í koll þegar á að koma til framkvæmdanna. Það er um að gera, að þetta sé vel undirbyggt, áður en á það er ráðizt.