30.11.1960
Sameinað þing: 20. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í D-deild Alþingistíðinda. (3098)

107. mál, samstarfsnefnd launþega og vinnuveitenda

Fyrirspyrjandi (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. félmrh. fyrir skýr og greinargóð svör. Ég vil jafnframt fagna því, að þetta mál skuli þó vera komið á þennan rekspöl að þess megi vænta, að frá þessari samstarfsnefnd launþega og atvinnurekenda komi fram ákveðnar tillögur í þessu efni. Ef þær koma fram, þarf ekki að óttast að þetta mál nái ekki fram að ganga, því að eins og í bréfi Alþýðusambandsins segir, þá er vilji fyrir hendi hjá þeim fyrir þessum nefndum, ef hljómgrunnur fæst í röðum atvinnurekenda.

Ég skýrði frá því á þinginu í vor, þegar þetta var til umr., að það hefðu borizt umsagnir um þetta mál frá stærstu samtökum vinnuveitenda hér á landi, sem lýstu sig mjög fylgjandi þessu málí.

Ég sé ekki astæðu til að fara frekar út í þetta mál. en vil endurtaka þakkir mínar til hæstv. félmrh. fyrir svör hans.