30.11.1960
Sameinað þing: 20. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í D-deild Alþingistíðinda. (3110)

902. mál, stofun lífeyrissjóðs fyrir sjómenn, verkamenn, bændur o.fl.

Fyrirspyrjandi (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir mjög greinagóð svör við þessari fsp. minni. Af eðlilegum ástæðum voru mér nokkuð kunn störf sjálfrar atvinnumálanefndar, sem mjög kom við sögu í hans svari.

En ég vil þó sérstaklega taka undir þau orð hans, að áherzlu beri að leggja á það, að atvinnuvegirnir sjálfir leggi þarna nokkuð af mörkum, til þess að rannsóknarstörfin geti aukizt, auk þess sem framlög þess opinbera verði stóraukin.

Ég vil svo að lokum lýsa þeirri ósk minni, að ríkisstj. leggi sem fyrst fram frumvörp á grundvelli þeirra till., sem atvinnumálanefnd hefur gert, og að æskilegt væri, að þau sæju sem fyrst dagsins ljós.