30.11.1960
Sameinað þing: 20. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1146 í D-deild Alþingistíðinda. (3111)

902. mál, stofun lífeyrissjóðs fyrir sjómenn, verkamenn, bændur o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. minntist á það áðan í sinni ræðu réttilega, að ég hefði í veigamiklum atriðum verið andvígur því frv. til laga og áliti, sem metri hl. atvinnumálanefndar skilaði. Ég mun skila til ríkisstj. minnihlutaáliti, sem ég vona að mér auðnist að skila, áður en langt líður, þar sem ég set fram mínar till. í þessum efnum, ágreiningur minn fjallar aðallega um þrennt. Það er í fyrsta lagi um sjálfa uppbyggingu rannsóknarstarfsins, skipulagningu þess og yfirstjórn. Mér sýnist það verða allt of mikið bákn, sem meiri hl. n. leggur til að skapa. Í öðru lagi fjallar ágreiningur minn um þátt ríkisvaldsins annars vegar og einkaaðilanna eða atvinnurekendavaldsins hins vegar. Mér sýnist of miklar ráðstafanir gerðar í þessum till. til að draga úr valdi ríkisins í þessu efni og færa valdið í hendur einkaaðila. Og í þriðja lagi benti ég í n. á leið til tekjuöflunar, sem hins vegar var ekki samkomulag um. En það er rétt, eins og hæstv. ráðh. undirstrikaði, að auðvitað þyrfti að vera ein höfuðuppistaða í svona till., á hvern hátt menn öfluðu sér tekna, vegna þess að það er alveg rétt, að það, sem fyrst og fremst hefur staðið þessu rannsóknarstarfi fyrir þrifum, er of lítið fé til þess. Það, hvort við viljum fá það fé frá atvinnuvegunum eða ríkinu, getur oft verið ágreiningsmál. En ef hvort sem er, eins og löngum hefur verið, meginið af fénu, sem atvinnurekendurnir hafa, er komið frá ríkinu. þá hefur það ekki verið sérataklega stórvægilegt, á hvern hátt og í gegnum hvaða leiðir þetta yrði borgað. Hitt er aðalatriðið, að fé fáist til þess. Ég vil þess vegna vona, að hæstv. ríkisstj. athugi þessa hluti, áður en hún tekur þarna endanlegar ákvarðanir, og mun ég fyrir mitt leyti reyna að hraða mínum hluta starfsins.