25.01.1961
Sameinað þing: 34. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í D-deild Alþingistíðinda. (3120)

154. mál, framlag frá Bandaríkjunum

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Eins og skýrt var frá í fréttatilkynningu ríkisstj. þann 30. des. s.l., hefur Bandaríkjastjórn veitt Íslandi 6 milljón dollara óafturkræft framlag til að styrkja gjaldeyrisstöðu landsins og stuðla að því, að jafnnægi geti náðst í efnahagsmálum þess. Til þess að þessi árangur geti náðst, má ekki að svo stöddu greiða út mótvirði fjárins í íslenzkum krónum. Það verður þess vegna geymt á sérstökum reikningi í Seðlabankanum. Frá þessu var einnig skýrt í tilkynningu ríkisstj. frá 30. des. s.l. Þegar öruggu jafnnægi hefur verið náð í efnahagsmálunum og gjaldeyrisaðstaðan er orðin nægilega trygg, má að sjálfsögðu losa hið geymda fé hægt og hægt, þannig að jafnvæginu verði ekki raskað né gjaldeyrisstöðunni stefnt í hættu. Enn hafa auðvitað engar ákvarðanir verið teknar um, hvernig þessu fé verði varið, þegar þar að kemur.