25.01.1961
Sameinað þing: 34. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í D-deild Alþingistíðinda. (3122)

154. mál, framlag frá Bandaríkjunum

Forsrh. (Ólafur Thors):

Út af þessum seinustu ummælum hv. 1. þm. Austf. vil ég aðeins endurtaka það, sem ég áðan sagði, að þessu fé verður varið þannig, að það megi koma þjóðinni að sem beztum notum. og við skulum þá gjarnan segja: sem fyrst, án þess — og það er aðalatriðið — að með því verði teflt í tvísýnu um, að af því skapist ný verðbólga í landinu. Þetta verður auðvitað á hverjum tíma eftir því, hvert mat valdhafanna er, sem þá taka ákvarðanir. Og við vitum það þá, að ef hv. 1. þm. Austf. sezt aftur í sinn gamla stól þá hefur hann þar að sjálfsögðu enn þá meiri áhrif en nú um það, hver hraðinn verður, og hann sýnist óska eftir, að hann verði sem mestur. Við óskum auðvitað í núv. stjórn eftir því, að þetta megi sem fyrst koma að því gagni, en leggjum megináherzlu á að forðast, að af þessu skapist nýr jafnnægisskortur í efnahagsmálum þjóðarinnar.