01.03.1961
Sameinað þing: 43. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í D-deild Alþingistíðinda. (3153)

199. mál, lánveitingar úr ræktunarsjóði og byggingarsjóði sveitabæja

Fyrirspyrjandi (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Sú venja. hefur skapazt að undanförnu, að lánneitingar úr ræktunarsjóði og byggingarsjóði sveitabæja hafa aðallega farið fram í desembermánuði eða á síðustu vikum hvers árs. En þær umsóknir, sem borizt hafa skömmu fyrir áramót og ekki unnt nú afgreiða fyrir áramótin, hafa að jafnaði verið afgreiddar síðari hluta vetrar, í febrúar og marzmánuði. Á þessum vetri var þessari venju fylgt að því leyti, að margar umsóknir um lán úr ræktunarsjóði og byggingarsjóði voru afgreiddar fyrir áramótin. Hins vegar munu þrátt fyrir það vera óafgreiddar allmargar umsóknir um lán úr þessum sjóðum, og hygg ég, að til þess að veita lán samkv. þeim umsóknum, sem enn eru óafgreiddar, þurfi sjóðirnir að hafa til ráðstöfunar nokkrar milljónir króna. Nú eru komin mánaðamót febrúar og marz, og ég hygg, að lánneitingar hafi ekki enn þá hafizt samkv. þeim umsóknum, sem eru óafgreiddar. Þess vegna hef ég ásamt 2. þm. Sunnl. og 1. þm. Vesturl. leyft mér að bera fram fsp. þá, sem prentuð er á þskj. 396.