19.12.1960
Efri deild: 43. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (356)

134. mál, efnahagsmál

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja umr. Ég tók eftir því í ræðu hjá hv. 4. þm. Vesturl. áðan, að hann sagði, að útvegsmenn óskuðu eftir því, að útflutningsskatturinn gilti áfram og að hann yrði notaður til þess að greiða vátryggingargjöld. Ég vildi aðeins beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ráðh., hvort þetta mundi verða gert eftir áramótin, að lögfesta skattinn að nýju og láta hann ganga til greiðslu á vátryggingargjöldum. Ég held, að ég hafi ekkert misskilið hv. ræðumann um það, að þetta hafi verið nýframkomnar óskír útvegsmanna og að hann hafi gefið það í skyn, að hæstv. ríkisstj. mundi verða við þeim.