17.11.1960
Neðri deild: 23. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

5. mál, happdrætti fyrir Ísland

Fram. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Frv. það, er fyrir liggur, er frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 14 4. apríl 1955, um breyt. á 1. nr. 44 19. júní 1933, um stofnun happdrættis fyrir Ísland. Frv. þetta er borið fram samkv. ósk Háskóla Íslands, og fjhn, hv. d. hefur haft það til meðferðar. Við þær umr. kom strax í ljós, að nm. voru allir á einu máli um að verða við óskum háskólans um að auka hlutafjölda happdrættisins. En hins vegar voru uppi um það raddir, að æskilegra væri máske að binda hlutafjöldann með lögum, eins og gert er í happdrætti S.Í.B.S., en ekki með reglugerðarákvæðum, eins og lagafrv. þetta gerir ráð fyrir, enda þótt að vísu séu fordæmi um það varðandi DAS-happdrætti. Mér var sem formanni fjhn. falið að ræða mál þetta við hæstv. fjmrh. og við háskólann, hvað ég og gerði, ræddi við hæstv. fjmrh. og talsmann happdrættisstjórnar, prófessor Ármann Snævarr, og niðurstaðan af þeim viðtölum eru þær brtt., sem n. hefur orðið sammála um og lesa má á þskj. 119. Að efni til felst meginbreytingin í því, að hlutatalan er aukin frá því, sem áður var, úr 55 þúsundum í 65 þúsund, en hins vegar horfið frá þeirri reglu, sem frv. upphaflega gerði ráð fyrir, að ákvarða töluna aðeins með reglugerðarákvæðum. Í samræmi við þetta breytist svo og fyrirsögn frv., eins og, fram kemur í nefndum brtt. — Það er samhljóða till. fjhn. hv. d., að frv. þetta, þannig breytt, verði samþykkt.