21.11.1960
Efri deild: 25. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

85. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Friðjón Skarphéðinsson:

Herra forseti. Það er rétt, sem hv. 4, þm. Vestf. segir, að í frv. er ráðgert, að í bjargráðasjóði verði 4 manna stjórn. Hann benti á, að það væri óvenjulegt, að stjórn stofnunar skipuðu einungis fjórir menn, og spurðist fyrir um það, hvernig fara skyldi að, ef atkvæði yrðu jöfn við atkvgr.

Ég geri ráð fyrir, að það sé rétt hjá hv. þm., að það sé algengara, að tala stjórnarmanna ýmissa sjóða og stofnana sé oddatala, en ekki jöfn tala. Hins vegar sýnist mér það liggja í augum uppi, að þegar svo ber við, að atkv. falla þannig, að þau eru jöfn, þá er tillaga fallin, eins og eftir venjulegum fundarskapareglum. Til þess að meiri hluti fáist í þessari stjórn, þarf því 3 atkv. eða 2 atkv. og 1 sitji hjá eða greiði ekki atkv., ef einhver er í andstöðu. Ég sé því ekki, að þetta þurfi að valda neinum vandræðum eða erfiðleikum og ekki ástæða til þess að gera till. um, að fjölgað verði í stjórninni af þeim sökum. Það þótti við hæfi að breyta lögunum um bjargráðasjóð þannig, að Samband ísl. sveitarfélaga ætti þar nokkurn hlut að, og er því svo fyrir mælt í frv., að formaður sambandsins skuli eiga sæti í bjargráðasjóðsstjórn.

Ég held, að það hafi ekki verið annað, sem hv. þm. benti sérstaklega á í þessu efni.