18.10.1960
Efri deild: 6. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (44)

40. mál, skemmtanaskattsviðauki 1961

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Í frv. þessu er lagt til, að innheimta megi á næsta ári sama álag á skemmtanaskatt og innheimt hefur verið um langt skeið undanfarið. Þetta eitt er efni frv. Það breytir í engu upphæð skemmtanaskattsins, eins og hann er nú, heldur gerir aðeins ráð fyrir heimild til áframhaldandi innheimtu á þeim viðaukum, sem nú eru á skattinum. Ég vona, að um málið verði ekki ágreiningur og það geti átt greiðan gang í gegnum þessa hv. d. Ég leyfi mér að óska þess, að málinu verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr, og hv. fjhn