09.02.1961
Neðri deild: 58. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í B-deild Alþingistíðinda. (462)

177. mál, sameining Áfengsisverslunar og tóbakseinkasölu

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um það að sameina undir eina stjórn rekstur áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Undanfarna tvo áratugi hefur oft verið um það rætt, að rétt væri að sameina þessi fyrirtæki í sparnaðarskyni. Tvívegis hafa verið lögð fram frv. um það efni, en hvorugt þeirra náð fram að ganga.

Á s.l. ári fór fram rækileg rannsókn á því, hvort það mundi leiða til sparnaðar að sameiná þessi fyrirtæki. Sú rannsókn liggur þegar fyrir varðandi einn meginþátt þessa máls. Það er um sameiningu á sjálfri yfirstjórn, skrifstofuhaldi, bókhaldi og öðru, sem það snertir. Rannsóknin leiðir það í ljós, að sparnaður varðandi þetta efni muni verða um það bil 1 millj. kr. á ári. Annar liður er svo húsnæðiskostnaður, en þessi fyrirtæki hafa húsnæði sitt á hvorum stað. Ef þau væru sameinuð, mætti spara allverutegar fúlgur á ári hverju í húsnæðiskostnaði: Það liggur ekki enn þá fyrir — tölulega, hversu mikill sá sparnaður muni verða, en hann yrði verulegur. Í þriðja lagi er svo framleiðsla, birgðageymslur, útsending, flutningur og annað þess háttar, sem er enn í athugun og enn er ekki lokið, þannig að ég get ekki um það sagt, hversu mikill sparnaður muni verða í þeim greinum, en það er einnig talið, að hann muni verða verulegur.

Eftir þessar athuganir þykir alveg einsýnt að leggja til, að þessar stofnanir verði sameinaðar undir einni stjórn, og um það fjallar þetta frv. Frv. var lagt fyrir hv. Ed. og var þar samþ. alveg einróma, og vænti ég þess, að svo verði einnig í þessari hv. deild.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.