29.11.1960
Neðri deild: 30. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

25. mál, atvinna við siglingar á íslenskum skipum

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Það frv. sem hér liggur fyrir á þskj. 25, er, eins og tekið hefur verið fram, eitt af mörgum, sem flutt eru í sambandi við fyrirhugaða breytingu á hinum almennu hegningarlögum. Þegar þetta frv. var lagt fram, kom mér til hugar að flytja við það brtt. um að leiðrétta ákvæði í l. um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum, sem ég tel að sé orðið úrelt. En þar sem engar brtt. höfðu yfirleitt komið fram við þessi frv., þá féll ég frá að gera það. Nú er komin hér fram brtt. á þskj. 156 frá þremur hv. þm. Ég sé ekki ástæðu til þess að gera neina aths. við þá brtt. Hv. 1. flm. hefur mælt fyrir henni og skýrt hana. En úr því að brtt. er komin fram, vildi ég nú mælast til þess við hæstv. forseta, að hann frestaði þessu frv., og vænti þess, að enginn hafi neitt á móti því, til þess að mér gefist kostur á að orða þá brtt., sem ég gjarnan vildi, eins og nú er komið, flytja við frv., og eins og ég sagði áðan,, ér þess eðlis, að þar er um leiðréttingu að ræða á ákvæði, sem mér virðist vera orðið úrelt. vildi sem sagt mælast til þess, að málinu yrði frestað að þessu sinni. Þyrfti sennilega ekki að vera um langa frestun að ræða.