02.02.1961
Neðri deild: 54. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 814 í B-deild Alþingistíðinda. (825)

178. mál, Framkvæmdabanki Íslands

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þegar Framkvæmdabankinn var stofnaður árið 1953, var ákveðið, að þar skyldi vera 5 manna bankaráð. Skyldu þrír bankaráðsmenn kosnir af Alþingi, sá fjórði tilnefndur af Seðlabankanum og hinn fimmti vera ráðuneytisstjórinn í fjmrn. Þessi skipan gilti fram til ársins 1957. Þá var lögum breytt að þessu efni og þá ákveðið, að fjórir bankaráðsmenn skyldu kosnir af Alþingi, en sá fimmti skipaður af ráðherra og vera formaður bankaráðsins. Með þessu frv„ sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir sams konar breytingu og þegar hefur verið gerð varðandi Búnaðarbankann og i ráði er að gera varðandi aðra banka, þ.e., að allir fimm bankaráðsmenn skuli kosnir hlutbundinni kosningu af Alþingi og ráðh. síðan skipa einn þeirra formann bankaráðsins. Hér er þó í þessu frv. það frávik, að ráðuneytisstjórinn í fjmrn. skuli sitja fundi bankaráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Framkvæmdabankinn hefur með höndum ýmiss konar störf fyrir fjmrn., og þótti í upphafi, eins og ég gat um áður, rétt að skapa þessi tengsl milli ráðuneytisins og bankans, að ráðuneytisstjórinn ætti sæti í bankaráðinu. Hér er gert ráð fyrir, að hann sitji fundi bankaráðsins með málfrelsi og tillögurétti.

Ég legg til, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.