14.03.1961
Neðri deild: 74. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (921)

179. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Ég vil nú taka undir orð hv. 1. þm. Vestf. um, að þetta eru óeðlileg vinnubrögð, og nú fyrir nokkru sagði hæstv. forseti mér, að það mundi ekki verða haldið fundi áfram lengur en til kl. 5. Nú er hún þegar nokkuð komin á sjötta tímann. Ég lét mér það lynda, þótt menn fengju ekki venjulegt hlé milli 4 og 5, en ég verð mjög að finna að því og mótmæla því, að nú sé lengur haldið áfram fundi, því að það er kunnugt, að það er fundur í Sþ. kl. 8 í kvöld, útvarpsumræða, og ýmsir þm., sem taka þátt í þeim umr., þurfa að búa sig undir þær. Ég vil þess vegna mjög andmæla því, að nú verði lengur haldið áfram fundi. Ég sé ekki, að það hafi svo mikla þýðingu, að það sé ástæða til að gera það.