06.12.1961
Sameinað þing: 19. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í B-deild Alþingistíðinda. (1023)

13. mál, ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi

Eysteinn Jónsson:

Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir þessar upplýsingar. Ég vil í þessu sambandi ítreka þá bendingu, sem líka kom fram áður í umr., hvort hann sæi sér ekki fært að stækka þessa nefnd verulega og þá t.d. þannig, að tilnefndir yrðu í nefndina fulltrúar frá deildum Fiskifélagsins úti um land, eins og gert var 1958, þegar hliðstætt mál var til athugunar, og þá e.t.v. einhverjum fleiri fulltrúum bætt við annars staðar frá. En fyrst og fremst finnst mér eðlilegt, að fulltrúar frá samtökum víðs vegar um landið fái að segja sínar skoðanir á þessu máli eins og 1958. Enn fremur vil ég beina því til hæstv. ráðh. að bæta í þessa nefnd fulltrúum frá þingflokkunum öllum eða skipa sérstaka nefnd með fulltrúum frá þingflokkunum til að vera stjórninni til ráðuneytis um þetta vandamál, eins og gert var, þegar landhelgismálið sjálft var til meðferðar 1958. Þessu vildi ég beina til hæstv. ráðherra.