28.03.1962
Efri deild: 73. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

13. mál, ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Frv. til laga um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um nýtt gengi ísl. krónu, sem hér er til umr., er borið fram til staðfestingar brbl., sem voru gefin út 3. ágúst s.l. Þetta frv. hefur verið mjög mikið rætt í Nd. við þrjár umr., og kjarninn úr þeim umr. hefur birzt í öllum dagblöðum bæjarins a.m.k. og sjálfsagt blöðum úti á landi líka og í útvarpi. Ég hygg því, að það sé óhætt að ganga út frá því, að allir hv. þdm. séu kunnugir efni Þessa máls, og þess vegna væri í raun og veru óþarfi að skýra það nánar en gert hefur verið. Mér þykir þó líklegt, að það þyki þinglegra að fylgja Því úr hlaði með örfáum orðum, og ég mun gera það, en halda mér algerlega við málið sjálft, þó að umr. í Nd. hafi mjög farið á víð og dreif og að sumu leyti kannske líkzt meira eldhúsdagsumr. en umr. um slíkt mál.

Í þessu frv. eru nokkur ákvæði, sem eru eðli málsins samkv. venjuleg í lögum um breytingu á verðmiðlinum, krónunni, og þau ákvæði hygg ég að hafi ekki valdið neinum ágreiningi. l;g nefni þar t.d. ákvæði 1. gr., sem efnislega eru þau, að gjaldeyrisgróði gjaldeyrisbankanna skuli af þeim tekinn og varið til þess að greiða tap ríkissjóðs af skuld ríkissjóðs við Greiðslubandalag Evrópu. Sams konar ákvæði eru einnig í 2. og einkum 3. gr., en þessi ákvæði tel ég ekki munu valda neinum ágreiningi. Ég hygg, að þær ráðstafanir, sem í 1. gr. eru gerðar til þess að jafna halla ríkissjóðs, hafi að langsamlega mestu leyti nægt til þess, að ríkissjóður verði hallalaus af skuld sinni við Greiðslubandalag Evrópu, en að öðru leyti eru fyrirmæli í 6. gr., sem eru ætluð til að jafna halla, ef einhver verður.

Í þessu frv. eru hins vegar þrenns konar ákvæði, sem hafa valdið ágreiningi, og það eru ákvæði þau, sem eru í 6., 7. og að nokkru leyti í 8. gr. frv. Að þeim ætla ég aðeins að víkja fáum orðum.

6. gr. frv. mælir svo fyrir, að gjaldeyrir fyrir útfluttar afurðir framleiddar á tímabilinu 16. febr. 1960 til 31. júlí 1961 skuli greiddur útflytjendum á því gengi, er gilti fyrir 4, ágúst. Efnislega þýðir þetta það, að þeir, sem áttu útflutningsvörur framleiddar áður en gengisfellingin var, njóta ekki gengishagnaðar, sem þeir hefðu notið, ef engin slík fyrirmæli hefðu verið um Það sett. Það er mjög eðlilegt, að þeir menn, sem áttu útflutningsvöruna, hafi óskað þess að mega njóta þess ágóða, sem þeim hefði fallið, ef ekki hefðu verið gerðar um það sérstakar ráðstafanir. En mér vitanlega er þetta ákvæði í fullu samræmi við það, sem áður hefur gilt. Sams konar ákvæði var í lögunum frá 1. febr. 1960 og líka, ef ég man rétt, í lögunum um útflutningssjóð 1958, og mig rekur ekki minni til, að útflytjendur og eigendur útflutningsvöru hafi fengið slíkan ágóða, þegar viðurkennd hefur verið breyting á verðgildi krónunnar. Ég bendi í því sambandi á ákvæði 12. gr. frv., en þar stendur, með leyfi hæstv. forseta:

„Bannað er að hækka verð á birgðum innfluttra vara, sem greiddar hafa verið á gengi í gildi fyrir 4. ágúst 1961, og sama gildir um verð á birgðum iðnaðarvara, sem framleiddar eru úr efni, sem greitt hefur verið á eldra gengi.“

Með öðrum orðum: þeir, sem áttu vörubirgðir af innlendri framleiðsluvöru eða aðfluttri, aðkeyptri vöru, fengu ekki að hækka sína vöru í verði. En þeir mundu sjálfsagt hafa ætlazt til, ef útflytjendur hefðu fengið ágóðann, sem þeim hefði fallið af framleiðsluvörunni, ef fyrirmæli 6. gr. hefði ekki komið til, að þeir hefðu Þá einnig fengið að njóta gróðans, sem þeir hefðu getað orðið aðnjótandi, ef fyrirmæli 12. gr. hefðu ekki verið um það sett.

Í umr. um ríkisábyrgðasjóðinn í þessari hv. d. heyrði ég, að hv. 3. þm. Norðurl. v. setti fram þá skoðun, að hér væri um eignaupptöku að ræða, og dró í efa, að þetta væri leyfilegt. Ég þori ekki mikið að deila við dómarann í þeim efnum. En það var raunar annar góður dómari, sem var þar til svara, og þeir mæltust þá við prófessorarnir fyrrverandi og núv. og voru nokkuð hvor á sínu máli, eins og vant er um lögfræðinga, þeim kemur ekki alltaf saman. En ég halla mér að þeirri skýringunni, sem mér þykir eðlilegri, og held, að hér sé ekki hægt að halda því fram, að óheimilli hendi hafi verið tekið af eigendum útflutningsvöru með þessu ákvæði. Hafi það verið gert, er það a.m.k. ekki í fyrsta skipti, heldur hefur Þetta verið venjan. Þessu fé á svo að verja í samræmi við seinni málsgr. 6. gr., og Þar eru aðalatriðin, ég skal ekki minnast á annað en Þau, — að Þegar búið er að greiða Þær 13 millj. kr., sem á skortir, að fé útflutningssjóðs hrökkvi til að greiða vátryggingargjöld fiskiskipa árið 1960, Þá á afgangurinn að falla ríkisábyrgðasjóði, eins og frv. er núna. Ef ég man rétt, voru vátryggingargjöldin 84 millj. alls á árinu 1960, en ekki handbært fé nema 71 millj., Þannig að á skorti 13 millj. Verð ég að telja líklegt, að Þeir, sem una Því illa, að Þetta fé hefur ekki verið látið falla eigendum útflutningsvörunnar, sætti sig Þó nokkuð betur við Það, Þegar Þeim er ljóst, að ríkisábyrgðasjóður hreppir hnossið, Því að ég hygg, að að verulegu leyti stafi áfallnar ábyrgðir og sú hætta, sem hvílir yfir ríkissjóði í Þessum efnum, frá ábyrgðum, sem hafa verið teknar fyrir sjávarútveginn. Ég ætla svo ekki að deila um Þetta atriði. Ég læt mér nægja að staðhæfa, að hér sé ekki um óheimila eignaupptöku að ræða, og verð Þá að sætta mig við, að aðrir staðhæfi hið gagnstæða, ef Þeim Þykir Það að athuguðu máli rétt vera.

Þá kem ég að 7. gr. Þar er svo fyrir mælt, að hækka skuli útflutningsgjaldið af sjávarafurðum úr 21/4 % í 6%. Ég skil mætavel, að Þetta ákvæði hafi valdið talsverðum ágreiningi. í öndverðu var svo fyrir mælt í brbl., að af Þessu gjaldi ættu 32% að renna til tryggingasjóðs fiskveiðiskipa, 30% í fiskveiðasjóð og 30% í stofnlánadeild sjávarútvegsins. Af Þeim 8%, sem Þá eru eftir, áttu 5% að falla í fiskveiðasjóð, 1%, ef ég man rétt, til byggingar á rannsóknarskipi, 1.3% áttu að falla til rannsóknarstofnunar sjávarútvegsins og 0.7% til Landssambands ísl. útvegsmanna. Og ég verð að játa Það, eins og ég sagði, að meðan ákvæðin voru Þannig, er auðvitað hægt að færa ýmis frambærileg rök fyrir Því, að Það sé álitamál, hvort rétt hafi verið að leggja Þessa Þungu byrði á sjávarútveginn. Ég hef Þó tilhneigingu til að álíta, að Þetta hafi verið rétt ákvörðun, að gera Þetta í Því trausti, að sjávarútvegurinn með Þeim hætti hefði öðlazt aðgang að lánastofnun, sem hefði getað fært honum feng fullkomlega til að bæta Þann skaða, sem hann yrði fyrir á hækkuðu útflutningsgjaldi, og raunar margfaldlega það. En hvað sem menn álíta um þetta, hygg ég, að eins og frv. nú liggur fyrir eftir breytingarnar, sem Það hefur tekið í hv. Nd., sé ekki ástæða til að rífast um Þetta á Þessu stigi málsins, Því að nú er svo ákveðið, að 62% af öllu útflutningsgjaldinu eigi að greiðast sjávarútveginum svo að segja út í hönd, Því að Það er ákveðið, að iðgjöld fiskiskipanna á árunum 1961 og 1962 skuli greidd með þessum hætti. Með Því fær sjávarútvegurinn alveg fullkomlega Það, sem af honum er tekið með hækkuninni. Að sönnu er svo fyrir mælt í 7. gr. einnig, að Þegar lokið er að greiða iðgjöldin fyrir árin 1961 og 1962, skuli tekin upp ný regla, að fiskveiðasjóður fái 30%, að 32% renni til vátryggingastofnunar sjávarútvegsins og 30% renni til annarra lánastofnana útvegsins eftir nánari ákvörðun ríkisstj. En ég hygg, að ég geti upplýst það alveg áreiðanlega, að þessum greiðslum verður ekki lokið fyrr en einhvern tíma á árinu 1963, og telji menn, að Þessi skipan mála sé ekki rétt, Þá er nægur tími að taka Það mál upp á haustþinginu eða að vori komanda.

Í greininni er svo fyrirmæli um Það að halda Þeim skaðlausum, sem verða að una Þessu hærra úflutningsgjaldi á afurðir, sem framleiddar eru fyrir gildistöku brbl., Þar sem Þeir fá ekki hið nýja gengi. Það er auðvitað alveg sjálfsagt og sanngjarnt, og veit ég, að enginn maður mælir Því í gegn.

Loks er svo Þriðja ákvæðið, sem hefur valdið ágreiningi og er í 8. gr. frv., en það er um breytingu á hlutatryggingasjóði. Eins og menn vita, hefur verið greitt í hlutatryggingasjóð af síldarafurðunum og af bátafiskinum 0.50 og 0.75%, en nú er tilgangurinn sá, að einnig verði greitt af togarafiski og af öllum Þessum afurðum verði gjaldið hækkað upp í 11/4% af fobverðinu. Ef ég man rétt, er talið, að hlutatryggingasjóður hagnist á Þessu um 21.3 millj. á ári, og er Þetta gert í Þeim tilgangi, að auðið verði að veita togurunum aðgang að hlutatryggingasjóðnum eins og öðrum veiðiskipum landsmanna. Ég veit, að Þetta hefur valdið ágreiningi. Ég hef heyrt Þau ummæli, að Það sé ekki réttlátt að láta bátana greiða í Þennan sjóð og togara aftur fá fé úr honum, Því að bátarnir muni greiða hlutfallslega meira í sjóðinn en togararnir. Þetta má vel vera, ef miðað er við daginn í dag. Hins vegar getur enginn staðhæft, hvernig Þetta verður í framtíðinni. Það má líka alveg eins segja, að Þessi vélbátur greiði mikið í hlutatryggingasjóðinn og margfalt meira en hinn vélbáturinn og fái svo margfalt minna úr sjóðnum. Spurningin er bara, hvort menn geta ekki aðhyllzt Þá skoðun, sem mér finnst eðlileg, að láta alla sitja við sama borð í Þessum efnum, hvort sem skipið veiðir með einu veiðarfæri eða öðru. Og ég endurtek Það, að mér finnst ekki rétt af mönnum að miða Þetta bara við daginn í dag, heldur við framtíðina, eins og hún kann að verða, eða Þá fortíðina, eins og hún hefur verið.

Ég held ekki, að í Þessu frv. sé annað, sem veldur ágreiningi, en Það, sem ég nú hef greint, og með Því að ég ætla mér ekki frekar nú en í hv. Nd. að taka upp almennar umr. um allt Það, sem sagt hefur verið í sambandi við Þetta frv., læt ég nægja Þessi fáu orð, sem ég hef um Þetta mælt. Ég tel auðvitað sjálfsagt, ef hv. nefnd, sem Þetta mál fer til, óskar eftir tölum og upplýsingum um eitt eða annað í Þessu sambandi, þá eigi hún aðgang að þeim upplýsingum. Ég gef fyrirheit um Það, ef sú ósk verður borin fram, en sé ekki, að ég bæti sérstaklega við Þann fróðleik, sem menn Þegar hafa um málið, Þó að ég fari hér að tilgreina fleiri tölur en ég Þegar hef gert.

Ég leyfi mér svo, herra forseti, að leggja til, að Þessu máli verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.