09.04.1962
Efri deild: 82. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

124. mál, læknaskipunarlög

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti. Erfiðleikar í fámennustu læknishéruðum landsins voru mjög til umr, í SÞ. í fyrra, og þá var samþykkt ályktun eða áskorun til ríkisstj. um að gera úrbætur.

Þetta frv., sem hér liggur fyrir og er stjfrv., á að vera spor í þá átt að bæta úr læknaskortinum í fámennustu og verst settu héruðum landsins. Landlæknir hefur upplýst, að í marzmánuði 1961 voru 10 læknishéruð, sem enginn umsækjandi fekkst um. í sept. 1961 var bessi tala komin upp í 14. Ég veit ekki, hver hún er í dag. Landlæknir hefur gert mjög ýtarlegar till. um úrbætur í þessu efni og lagt till. sínar fyrir hæstv. ríkisstj. Ríkisstj. tekur síðan eina af till. landlæknis upp og flytur hér á Alþingi sem frv. Allar aðrar till. landlæknis lét hún liggja.

Ég skal viðurkenna, að ég er mjög fylgjandi stjfrv., eins og það var lagt fyrir í Nd. Það felur í sér mjög miklar kjarabætur til handa allri héraðslæknastétt landsins. En ég skal taka það fram um leið, að í því felast ekki neinar sérstakar kjarabætur handa þeim héraðslæknum, sem sitja í lökustu héruðunum. Og þetta er stór galli, Þegar um það er að ræða að bæta úr ástandinu í fámennustu héruðum landsins. Að þessu leyti var þetta vindhögg hjá hæstv. ríkisstj. Þótt hennar frv. hefði orðið að lögum óbreytt, hefði það ekki bætt hætishót úr skortinum, þar sem hann er sárastur, í fámennustu og afskekktustu héruðunum. Hæstv. ríkisstj. vildi ekki flytja að svo stöddu aðrar af till. landlæknis en þessa einu, en hæstv. ríkisstj. segir, að það séu önnur atriði í skýrslu landlæknis, sem hún hafi enn ekki tekið afstöðu til.

Í hv. Nd. voru gerðar breyt. á frv., breyt., sem eru mjög til bóta. En ég tel, að enn sé ekki nóg að gert, eigi frv. að ná þeim tilgangi að bæta úr læknaskortinum í fámennustu héruðunum. Og það er undarlegt, að hæstv. ríkisstj. hefur ekki tekið það upp í sitt frv., sem langmestu máli skipti í þessu efni, og það var staðaruppbótin. Jafnvel þótt hæstv. ríkisstj. hefði ekkert tekið annað upp en staðaruppbót í sitt frv. og lagt það Þannig fyrir Alþingi, var ekki hægt að neita því, að hér var verið að hugsa um fámennustu héruðin fyrst og fremst eða eingöngu. En hæstv. ríkisstj. bar ekki gæfu til þess að þessu sinni, og þetta tel ég aðalágallann á frv., eins og það er jafnvel enn í dag, að Það er ekki gert nóg fyrir Þau héruð, sem í vandræðum eru. Hins vegar er gert nokkuð fyrir þau, en einkum fyrir þau læknishéruð, sem ekki eru í vandræðum. Að sjálfsögðu fylgi ég frv., eftir sem áður, því að mér er annt um allar kjarabætur til handa læknastétt landsins.

Það er auðséð á grg. landlæknis, að hann leggur megináherzlu á staðaruppbótina. Hann segir orðrétt svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Hina svonefndu staðaruppbót tel ég óhjákvæmilegt að taka upp,“ — undirstrikað — „á meðan ekki verður fallizt á tillögur um að steypa saman minni læknishéruðum og gera embættin á þann hátt lífvænlegri.“

Á þetta atriði leggur landlæknir megináherzlu sem úrbót og hjálp handa fámennustu héruðunum, og ég er honum algerlega sammála í þessu atriði. Hæstv. ríkisstj. lagði frv. fram, en lýsti því yfir, að hún hefði ekki tekið afstöðu til ýmissa annarra tillagna landlæknis. Hv. Nd. gerði endurbætur á frv., og nú er mér spurn: Er ekki mögulegt fyrir hv. Ed. að bæta hér enn um? Og ég tel mikið fengið og nálega allt fengið, sem hægt er að gera í bili, ef staðaruppbótin kæmi, uppbót á laun héraðslækna, sem skipa fámennustu og lökustu héruðin. Ég tel það ekki úr vegi, að hæstv. ríkisstj. mundi vilja fallast á Það að verða við óskum hv. Ed. í þessu efni, eins og hún varð við óskum hv. Nd. Ég vil a.m.k. mælast til Þess, sérstaklega við hv. formann heilbr.- og félmn., að hann athugi það við sína hæstv. ríkisstj., hvort ekki væri mögulegt að koma þessu á enn.

Ég ætla að hlusta á, hvort hv. formaður heilbr.- og félmn. vill nú ekki verða við þessu, því að ef hann lýsir því yfir hér, að hann vilji gjarnan athuga málið betur hvað staðaruppbótina snertir, þá hygg ég, að við flm. tillögunnar um staðaruppbót værum fúsir til að draga hana til baka til 3. umr. í þeirri von, að þessi viðbót fengist samþykkt hér í hv. Ed. Ef hann hins vegar treystir sér ekki til að verða við þessum tilmælum að athuga málið betur við sína hæstv. ríkisstj., þá tel ég ekki ástæðu til annars en bera till. upp nú við þessa umræðu.