09.04.1962
Neðri deild: 87. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1515 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég er Þakklátur hæstv. dómsmrh. fyrir Þær undirtektir, sem Þessi till. mín hefur hlotið, og ég fellst að sjálfsögðu á Það, að málið verði tekið af dagskrá til nánari athugunar. Ég skal viðurkenna, að Það getur verið erfitt fyrir hv. Þm. að taka afstöðu til málsins, vegna Þess hve seint Það kemur, og fyrir mér vakir ekki heldur annað í Þessu sambandi en að reyna að tryggja sem bezta lausn Þessa máls og gera Það ekki að neinu kappsmáli, og ég mun Þess vegna ekki. ef Það álízt heppilegra, leggja neitt kapp á, að Þessi till. komi undir atkv., nema Það geti orðið samkomulag um hana eða eitthvað svipað henni.