09.04.1962
Neðri deild: 87. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1515 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil mjög taka undir þau ummæli hæstv. ráðh., að það sé nokkuð óviðeigandi að samþ. Þessa till. nú á síðasta stigi málsins inn í það frv., sem hér liggur fyrir til umr.

Það eru ýmis atvik, eins og hæstv. ráðh. benti hér á, sem gera Það að verkum, að ríkisstofnanir kunna að fara á vissum tímum með laun einstakra manna miklu hærra en almennt er, og vil ég Þar m.a. benda á, að meðan skipstjórar hjá Skipaútgerð ríkisins höfðu áhættuþóknun fyrir að sigla á áhættusvæðum, voru laun Þeirra miklu hærri en eðlilegt hefði verið á friðartímum, en það mundi í slíkum tilfellum að sjálfsögðu tryggja hæstaréttardómurum einnig jafnhá laun sem Þá væru greidd frá slíkri stofnun, Þó að Það væri undir óvenjulegum kringumstæðum.

En Það var ekki Þess vegna, sem ég stóð upp í sambandi við þetta mál, heldur vegna Þess, að ef ég man rétt, mun hafa verið sett inn í Ed. ákvæði um Það, að hæstaréttardómarar skyldu hafa skattfrelsi í sambandi við afgreiðslu hins nýja skattalagafrv. Verði Það samþ. hér á hv. Alþ., er Það vitanlega mjög mikil kjarabót fyrir Þessa menn. Ég teldi því rétt, að Það yrði ekki gert út um Þetta atriði, fyrr en séð er, hvort Það ákvæði nær fram að ganga.

Þá vil ég einnig í Þessu sambandi leyfa mér að benda á, að ef till. verður samþ. óbreytt, eru sömu laun áætluð hæstaréttardómurum og hæstv. forseta Íslands. Og ef Þar við bætist einnig skattfrelsi, má a.m.k. deila um Það, án Þess að ég sé að gera nokkurn samanburð á Því, hvort Það sé rétt, að hæstaréttardómarar hafi sams konar laun og forseti landsins. Ég mundi Því telja heppilegast, að hv. Þm. tæki Þessa till. sína aftur og hreyfði Þessu máli í sambandi við hin almennu launalög, þegar þau verða hér til umr., eins og hæstv. ráðh. hefur bent á.

Auk Þess Þykir mér líka rétt að benda á, að Þessir embættismenn einir allra halda launum sínum óskertum, svo lengi sem Þeir lifa, Þótt Þeir hafi látið af embætti, og hafa Þar sín sérstöku réttindi. Einnig skilst mér, að það liggi ekki fyrir neinar upplýsingar um Það, hvaða aðrar tekjur hæstaréttardómarar almennt hafi haft í landinu síðan þessi háttur var hafður á, og væri æskilegt að vita um Það, áður en gengið er til atkv. um Þá till., sem hér liggur fyrir.