10.04.1962
Neðri deild: 88. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1516 í B-deild Alþingistíðinda. (1248)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það varð að ráði í gær að fresta Þessari umr. Ég vildi skýra frá því, að nú er ákveðið, að lagt verði fyrir Alþ. frv. um launakjör opinberra starfsmanna, um nýtt fyrirkomulag á ákvörðun Þeirra. Eitt af þeim atriðum, sem Þar koma til úrslita, er, hvort laun hæstaréttardómara eiga að ákvarðast með sama hætti og annarra, og ég tel fara betur á því, að sú ákvörðun sé tekin í sambandi við það frv. heldur en það, sem hér liggur fyrir, Það sé eðlilegri afgreiðslumáti, ef svo má segja. Ég vil þess vegna fara þess á leit við hv. 7. þm. Reykv., að hann taki þessa till. aftur í sambandi við Þetta frv., vegna þess að honum gefst þá færi á að bera hana upp í sambandi við hitt frv., ef hann að athuguðu máli telur það rétt vera.