05.04.1962
Efri deild: 79. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1535 í B-deild Alþingistíðinda. (1297)

169. mál, síldarútvegsnefnd

Sjútvmrh. (Emil Jónason):

Herra forseti. Þetta frv. um síldarútvegsnefnd o.fl. er komið til þessarar deildar frá hv. Nd., þar sem það hefur verið samþ., eins og það var lagt fram, með örlitlum breytingum, sem ég skal aðeins minnast á.

Aðdragandi þessa máls er sá, að á síðasta Alþ. var borið fram frv. af hv. 4. þm. Vesturl. (JÁ) og fleirum um breyt. á gildandi l. um síldarútvegsnefnd. Þetta frv. kom nokkuð seint fram og náði ekki afgreiðslu, en það var afgr. með rökst. dagskrá, sem með leyfi forseta hljóðaði svo:

„Í trausti þess, að ríkisstj. láti endurskoða lög nr. 74 29. des. 1934, um síldarútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu markaða o.fl., og sú endurskoðun verði framkvæmd í samráði við síldarútvegsnefnd, Landssamband Ísl. útvegsmanna, Alþýðusamband Íslands og félög síldarsaltenda, enda geri ríkisstj ráðstafanir til að koma sem fyrst á Þeim endurbótum, sem Þingmeirihluti er örugglega fyrir, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

í samræmi við Þá ósk, sem fram kom í þessari rökst. dagskrá, að komið yrði sem fyrst á endurbótum þeim, sem þingmeirihluti örugglega væri fyrir, voru 9. maí gefin út brbl., sem raunverulega báru það eitt í sér, að fjölgað var um tvo menn í nefndinni, einn fulltrúa frá hvoru, félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi. Við svo búið stóð þangað til um áramótin, en þá féllu þessi brbl. úr gildi af sjálfu sér, Því að þeim var ekki ætlað að ná lengra. Þá um svipað leyti var skipuð nefnd til þess að endurskoða lögin, og voru í henni alþingismennirnir Birgir Finnsson og Jónas G. Rafnar og Jón Sigurðsson fulltrúi í atvmrn. N. hefur unnið þetta starf og lagt fram það frv., sem hér liggur fyrir og er flutt, að ég ætla, óbreytt frá Því, sem n. lagði til.

Saga Þessa máls er allýtarlega rakin í grg. fyrir frv., en afskipti hins opinbera af síldarsöltun og síldarsölu hafa verið talsvert mikil í 30–35 ár. Orsakirnar til þess eru þær, að það kom fyrir æ ofan í æ, að ég vil ekki segja hóflaus, en nokkuð skipulagslaus söltun á síld varð til þess, að verð á henni féll mikið úr hófi fram yfir það, sem eðlilegt var, og olli síldarsaltendum miklu tjóni. Það má nefna ýmis ár frá þeim tíma, þegar síldarsöltunin var hömlulaus, að mikil veiði gaf hvað lélegasta afkomu. Þetta var ábyggilega ástand, sem alls ekki var hægt að una við, og þess vegna kom íhlutun hins opinbera fyrst til framkvæmda 1926, síðar með síldareinkasölunni og loks með l. um síldarútvegsnefnd frá 1934, sem enn eru í gildi.

Höfuðbreyt., sem í þessu frv. er gerð á núgildandi l., má segja að sé sú, að hagsmunasamtökum síldarsaltenda er gefinn kostur á að eiga fulltrúa í nefndinni. N. var fyrr, eða samkvæmt núgildandi I., valin á þann hátt, að þrír voru kosnir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþ., einn skipaður samkv. tilnefningu Alþýðusambands Íslands og sá fimmti samkv. tilnefningu Þeirra, sem gerðu skip út til síldveiða. Þessu er haldið óbreyttu um þessa fimm í þessu frv., sem hér liggur fyrir, að öðru leyti en Því, að fulltrúi þeirra, sem gera skip út á síldveiðar, er nú ekki lengur valinn beint af þeim, enda er það umsvifamikið form á vali mannsins, heldur er Landssambandi Ísl. útvegsmanna gefinn kostur á því að velja manninn, en í þeim samtökum eiga þessir síldarútgerðarmenn allir eða flestir a.m.k. sæti. En Landssamband Ísl. útvegsmanna var ekki til, þegar lögin voru sett 1934, og hefur nú þótt eðlilegt, að það veldi manninn.

Að öðru leyti eru breyt. í frv. nánast lagfæringar á hlutum, sem reynslan hefur sýnt að heppilegra væri að færa í annað form, þó að ekki sé um beinar stórbreytingar að ræða, og verður að segja, að það er ekki óeðlilegt, að á þeim 27 árum, sem liðin eru frá setningu l., hafi komið ýmislegt fram, sem gefi tilefni til þess, að um nokkrar breyt. þurfi að vera að ræða eða lagfæringar, sem í Þessu frv. felast. Ég skal aðeins nefna Það, að í 2. gr. eru skýrari ákvæði um tekjur nefndarinnar heldur en er í núgildandi l. Í núgildandi l. er sagt, að síldarútvegsnefnd megi taka 2% af andvirði útfluttrar síldar, en þetta er nánar tiltekið í þessu frv., þannig að Það eiga að vera 2% af fob-andvirði útfluttrar síldar. Nefndin hefur tekið 5% gjald af rekstrarvörum til síldarsöltunar, sem n. hafði til sölumeðferðar. Þetta hefur verið reglugerðarákvæði, en er nú tekið upp í sjálft frv. Annars eru Þetta mest smávægileg atriði. Þó er nú rýmkaður frá því, sem er í núgildandi lög um, möguleikinn fyrir samtök síldarsaltenda til þess að taka störf síldarútvegsnefndar í sínar hendur. Til þess hefur að vísu ekki komið, að síldarsaltendur hafi gert Þetta, en það hefur þótt eðlilegt og sjálfsagt að hafa Þann möguleika opinn, ef nægilega mikill hluti af síldarsaltendunum sjálfum óskar eftir því. Hins vegar hefur samkv. núgildandi I. síldarútvegsnefnd oft verið gefið einkaleyfi til útflutningsins, og er möguleikanum til þess líka haldið opnum í þessu frv. og sömuleiðis til þess að veita samtökum síldarsaltenda þetta, ef Þeir taka útflutninginn í sínar hendur.

Smábreyt. tvær voru gerðar á frv. í hv. Nd. Sú fyrri er eingöngu um það, að síldarútvegsnefnd sé heimilt að setja umráðamönnum skipa, er veiða síld til söltunar, reglur um meðferð síldarinnar um borð í skipunum og við löndunina. Og sé réttum reglum ekki hlýtt, þá getur n. svipt viðkomandi rétti til þess að leggja upp síld til söltunar um lengri eða skemmri tíma. Enn fremur er gert ráð fyrir því, að 9. gr. verði breytt nokkuð og að greitt skuli af óskiptu síldarandvirði, áður en jafnaðarverð er fundið, hæfilegt gjald að dómi síldarútvegsnefndar fyrir geymslu, pökkun og annan kostnað.

Þetta ætla ég, að séu helztu breyt. Þær eru fyrst og fremst fram komnar vegna þess, að það hefur komið fram mjög ákveðin ósk um það, að síldarsaltendur fengju fulltrúa í nefndina, og tækifærið svo um leið notað til þess að gera á l. þær smálagfæringar, sem breytt viðhorf hafa kallað á, þar sem svo langt er liðið frá þessari lagasetningu, eða 27 ár.

Ég vil svo leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. sjútvn.