02.04.1962
Efri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (1499)

212. mál, dánarvottorð

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er í nánu sambandi við frv til 1. um þjóðskrá, sem hv. d. hefur nú haft til athugunar og afgreitt til hv. Nd. Má segja, að það sé eins konar fylgifiskur þess og komi samþykkt hins frv. ekki að fullu gagni, nema þetta frv. sé einnig samþ. Tilgangur þess er að gera söfnun dánarvottorða einfaldari en nú er og tryggja betur en hingað til, að þau komist sem fyrst til þeirra, sem hafa umsjón með þjóðskránni.

Frv. hefur verið borið undir alla þá aðila, sem mest hafa með framkvæmd þessara mála að gera, og þeir eru allir sammála, að frv, sé til bóta og geri það líklegra, að þessi vottorð komi að gagni og fullnægjandi skrár geti orðið samdar sem fyrst.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja einstök ákvæði frv. Þetta er mjög tæknilegs eðlis og í raun og veru ekki á færi annarra en þeirra, sem hafa daglega framkvæmd þessara mála með höndum, að segja til um, hvernig þessu skuli háttað. Ég treysti því þess vegna, að frv. fái hér greiðan framgang. Það er nokkuð seint fram borið, en mér fannst rétt að sjá fyrst, hvað yrði um hitt frv., hvort það ynnist tími til þess, að það næði samþykki.

Ég legg til, að málið verði samþ. til 2. umr. og fari til sömu n. og fjallaði um þjóðskrárfrv. 2 Nd. var talið, að það væri allshn., en ég veit ekki, hvort það hefur verið svo hér. Legg ég til, að það fari til hv. allshn.