12.04.1962
Neðri deild: 90. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1605 í B-deild Alþingistíðinda. (1534)

110. mál, ríkisreikningurinn 1960

Jón Pálmason:

Herra forseti. Af því að svo stendur á, að ég er staddur hér við Þessa umr., þykir mér rétt að segja örfá orð í sambandi við þennan reikning og þær umr., sem hér hafa farið fram.

Við yfirskoðunarmenn höfum eins og venjulega gert nokkuð margar aths. við Þennan reikning, að vísu færri og að sumu leyti smærri en oft áður, og Það er m.a. vegna Þess, að Þetta er fyrsti reikningur í fjöldamörg ár, sem kemur Þannig út, að rekstrarreikningur er undir áætlun fjárl. En Þrátt fyrir Það er það eins og venjulega, að ýmsar þessar aths., sem við höfum gert, eru Þannig, að með svörunum er ekki að fullu upplýst það, sem við höfum beðið um og gert aths. við, og þess vegna förum við fram á Það, að þetta og þetta mál sé til athugunar framvegis og fáist betur upplýst. Þetta hefur verið svo á undanförnum árum, slag í slag, og Það hefur mjög mörgum málum, stórmálum sumum, verið vísað hér til Alþingis og oftast farið svo, að Alþingi hefur ekkert út af þeim gert.

Nú skeður það, að út af einni okkar aths., sem er um togarann Brimnes, hefur verið gert hér mikið uppistand bæði í blöðum og á Alþingi, og verð ég þó að segja, að þótt þetta mál sé slæmt, þá er Það engu verra en mörg önnur, sem við höfum gert aths. við á undanförnum árum og ekkert hefur verið um talað.

Þetta Brimnesmál skal ég ekki mikið ræða. Það er kunnugt, að Það er eitt af Þessum vandræðamálum Seyðisfjarðarkaupstaðar, og Það tekur sig ljóst út í okkar aths., að þetta mál er ekki að fullu upplýst. Þess vegna var Það krafa, að málið yrði betur upplýst, og Það var samþ. af fjmrh. í svari við okkar aths., og um það var samkomulag, Þegar við gerðum okkar úrskurðartillögu varðandi þetta mál. Hún er á Þessa leið: „Ráðuneytið lýsir yfir, að reikningsskilum og rannsókn þessa máls verði hraðað svo sem föng eru á og Það upplýst til fulls. Afgreiðsla málsins er til athugunar framvegis.“ Þetta er að okkar allra dómi eðlileg afgreiðsla Þessa máls, og tilefnið til okkar aths. er, að Það hefur á árinu 1960 verið greidd ábyrgðarskuld fyrir Þennan togara, sem nemur 457 001.41 kr. Það efast enginn um það af okkur yfirskoðunarmönnum og ég held enginn, að Þessi upphæð hefur verið greidd, og Það að ætla sér að fara að fresta afgreiðslu ríkisreikningsins vegna Þess, að Þetta mál eins og mörg önnur er ekki að fullu upplýst, það verð ég að telja að sé alveg ástæðulaust, því að Þetta mál á að upplýsast, verður að upplýsast og Það til fulls, og Það kemur til athugunar við yfirskoðun næsta reiknings og meðferð á honum, hvort Það kemur Þá eitthvað upp meira í þessu sambandi en enn liggur fyrir.

Næsta upphæðin hér á sömu blaðsíðu í ríkisreikninginum er miklu hærri, og það er líka fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Það er fiskiðjuver Seyðisfjarðar. Það eru m.ö.o. 1948 545.81 kr. Við fengum upplýsingar um, hvernig Þessari vandræðagreiðslu var háttað, og þess vegna gerðum við ekki neinar aths. um að heimta betri upplýsingar um Það mál, en Það er eins og komið er, svo sem menn sjá, miklu stærra en hitt. Hitt er alveg sjálfsagður hlutur, að að svo miklu leyti sem vantar upplýsingar, svo sem er um þetta Brimnesmál, þá verður að heimta þær, og það er til athugunar við yfirskoðun og afgreiðslu næsta ríkisreiknings. Þess vegna er Það, að ræður eins og hér hafa verið haldnar eiga alls ekki heima í sambandi við ríkisreikninginn, heldur þá um málið í heild sinni, því að á ríkisreikningi er ekki Þetta mál neitt falsað eða hylmað yfir neitt enn þá.

Hv. síðasti ræðumaður, 3. Þm. Reykv. (EOl), var hér með alveg ósæmilegar fullyrðingar um Það jafnvel, að fjmrh. hafi stolið eða hylmað yfir eitthvað. Það hefði nokkuð oft á undanförnum árum mátt nefna Þau orð, ef það ætti sérstaklega að vera í sambandi við Þetta mál, því að Það er ekki neitt tilefni til Þess að fara fram með slíkt. Mér er sagt, og kom það fram í síðustu ræðu, að það hefði komið skýrsla, eftir að reikningurinn kom fram, þá hefði komið skýrsla frá endurskoðunardeild stjórnarráðsins, framhaldsskýrsla, og ég veit ekki annað en hún hafi verið lögð fyrir fjhn. Ed. og sjálfsagt fjhn. þessarar deildar líka. (Gripið fram í) Nei, ekki skýrsluna. Hitt hef ég einhvers staðar séð, að yfirendurskoðandi ríkisins hafi skrifað fjmrh: trúnaðarbréf, þar sem eitthvað hafi verið vikið að Þessu máli, það hafi ráðh. ekki viljað leggja fyrir. Því ræður hann sjálfur, hvort hann leggur fyrir n. þingsins trúnaðarbréf. En hitt er alveg sjálfsagður hlutur, að þetta vandræðamál, Þetta togaramál verður að upplýsast alveg að fullu á Þessu yfirstandandi ári og í sambandi við næsta reikning. Þó að það sé ekki upplýst nú, Þá er að mínu áliti alveg ástæðulaust að vera að fresta afgreiðslu Þessa ríkisreiknings, Því að það hefði Þá eftir sömu reglum átt að fresta afgreiðslu allra ríkisreikninga lengi á undanförnum árum.

Það eru hér ýmis fleiri atriði. Ef hv. þm. vilja lesa yfir úrskurðartillögur okkar yfirskoðunarmanna, geta Þeir séð, að Það eru hér fleiri mál, sem við höfum lýst því sama með, að Það er ekki að fullu upplýst og Það er til athugunar framvegis. Og Það er okkar krafa við yfirskoðun, hefur alltaf verið og er, við erum samtaka um það, að þegar við fáum ekki nægilegar upplýsingar um eitthvert mál í sambandi við yfirskoðun þessa reiknings, þá heimtum við Það í sambandi við næsta reikning. Það er sjálfsagt, og eins er með þetta mál. Allar ásakanir í garð hæstv. fjmrh. út af þessu máli, um það, að hann hafi hylmað yfir eitthvað eða stolið einhverju, það álít ég að eigi á engan hátt við. Það, sem er vafasamast í þessu máli og kannske er mest ástæða til þess að finna að og skammast yfir, er það, að það skuli nokkuð hafa verið farið í það að gera út þennan togara, eftir að hann var orðinn uppgefinn þarna austur frá og allt komið á hausinn með þá útgerð. En það er nokkuð margt annað, sem er svipað og hliðstætt ástand með, þó að hér sé mál, sem fullgild ástæða er til þess að heimta alveg fullnægjandi upplýsingar um. En að menn séu þess vegna að heimta það, að afgreiðslu þessa ríkisreiknings sé frestað og honum vísað frá, það nær frá mínu sjónarmiði ekki neinni átt, því að þið vitið, að það er ekki búið að ganga frá þessu máli, sem auðvitað verður að upplýsa, áður en kemur til greina með afgreiðslu ríkisreikningsins 1961.