10.04.1962
Neðri deild: 89. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1816 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

170. mál, Stofnalánadeild landbúnaðarins

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Hv. 1. þm. Austf. (EystJ) hefur nú lokið máli sínu. Áheyrendur eru nú fáir hér í hv. deild til þess að meta það, sem talað var, en það er alveg vist, að þessi ræða hv. þingmanns getur orðið fræg síðar meir, þegar hún verður lesin í þingtíðindunum. Það verður þá, sem einhver spyr: Hvað var að hv. þingmanni, hvernig var hans hugsanagangur, þegar hann segir, að þetta frv. miði að því að draga úr framkvæmdum í sveitunum, miði að því að fækka bændunum, þetta frv. sé árás á bændastéttina? En það voru þessi orð, sem hv. þm. viðhafði, og tónninn í ræðu hans og reyndar þeirra hv. framsóknarmanna allra er á þessa leið: Þetta frv. stefnir að því að draga úr framkvæmdum í sveitunum, stefnir að því að fækka bændastéttinni. — Og hv. 1. þm. Austf. sagði, um leið og hann fór úr pontunni, að það, sem hann vildi ráðleggja bændum, væri að þrauka, að þrauka í þeirri von, að hv. 1. þm. Austf. og hans flokkur kæmist aftur í stjórn og fengi tækifæri til þess að búa betur að landbúnaðinum en nú er gert og fyrirhugað að gera.

Það væri sannarlega freistandi að rifja upp ýmislegt, sem hefur gerzt í þessu máli, þrátt fyrir góðan vilja sumra framsóknarmanna, einmitt í lánamálum landbúnaðarins, og hvernig að þeim hefur verið búið.

Hv. 1. þm. Austf. sagði áðan, að það væri ljóst af þessu frv., hvað það kostaði að láta Sjálfstfl. fara með landbúnaðarmálin, það væru dæmi um Það, eins og hann sagði. Það er staðreynd, að búnaðarsjóðirnir eru gjaldþrota. Það er tilgangslaust fyrir hv. framsóknarmenn að fullyrða hér í þingi, að sjóðirnir hafi átt 105 millj. kr. fram yfir skuldir í árslok 1958 og hagur þeirra hafi verið hinn blómlegasti, þegar þeir skildu við. Það er líka Þýðingarlaust fyrir hv. framsóknarmenn að halda því fram nú sem gefnum hlut, að ríkissjóður taki ekki aðeins að sér að greiða gengishalla, heldur einnig að leggja til nægilegt fjármagn til þess að auka útlán sjóðanna og efla Þá á ný. Hv. 1. þm. Austf. sagði áðan: Það var vitanlega alveg sjálfsagt, að ríkissjóður tæki strax að sér að bæta hallann. — Hann gat ekki komizt fram hjá því að minna á, að í árslok 1958 hafi yfirfærslugjöld verið komin til sögunnar, sem áttu nokkurn þátt í því að gera útkomuna ekki eins glæsilega og hv. 3. þm. Vesturl. (HS) vildi vera láta og fleiri hv. framsóknarmenn, að Þetta hefði eiginlega allt saman verið í blóma. Hv. 1. þm. Austf. sagði það vitanlega sjálfsagt, að ríkið hefði borgað það sem yfirfærslugjaldinu nam strax, gengismuninn. En það vildi nú svo til, að þessi hv. þm., hv. 1. þm. Austf., samdi fjárlagafrv. fyrir 1959. Hvernig stendur á því, að það gleymdist að hækka framlag ríkissjóðs a.m.k. sem svaraði yfirfærslugjaldinu? Það gleymdist. Það var 4.1 millj. á frv. fyrir árið 1959 eins og undanfarin ár. Og þetta er orðið táknrænt um málflutning framsóknarmanna, framkomu þeirra, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu og þegar þeir eru í ríkisstj. Þegar þeir eru í ríkisstj., gleyma þeir að flytja tillögur til framdráttar búnaðarsjóðunum eins og svo mörgu öðru, og það er ekki fyrr en þeir eru komnir úr ríkisstj., sem þeir vekja athygli á því, að það sé nauðsynlegt og það sé sjálfsagt að láta ríkissjóð borga margfalda upphæð við það, sem þeir létu sér nægja, á meðan þeir sjálfir fóru með völdin. Og það eru áreiðanlega fleiri en hv. alþingismenn, sem taka eftir þessu, og það er þess vegna, sem það eru ákaflega margir, sem taka þennan tillöguflutning framsóknarmanna ekki alvarlega.

Það er eftirtektarvert, að allir hv. framsóknarmenn, sem taka hér til máls, eru að staglast á því, ekki í upphafi ræðunnar, ekki í miðbiki ræðunnar og ekki þegar þeir ljúka máli sinu, heldur einnig næstum því í annarri hvorri línu, að það sé sjálfsagt, að ríkissjóður taki að sér að greiða gengismuninn. En er það ekki það, sem þetta frv. ætlast til? Er ekki lagt til, að ríkissjóður greiði gengismuninn og miklu meira en það? Hvers vegna er þá alltaf verið að staglast á þessu, og hvers vegna er verið að halda því fram, að bændum sé ætlað að greiða gengishallann í sambandi við þetta frv.? Bændum er alls ekki ætlað að greiða gengishallann. Bændur leggja til 1% af búvöruverðinu, og Það er til Þess, að það verði hægt að hækka lánin til þeirra fram yfir Það, sem áður hefur verið, og lána út á það, sem ekki hefur verið hægt að lána áður. Ég sé ástæðu til að rifja enn upp, hvað það er, sem stofnlánadeildin fær samkvæmt þessu frv. Það er áfram haldið að greiða 4 millj. kr., eins og verið hefur, auk þess jafnháa upphæð á móti 1% gjaldinu, sem er áætlað rúmlega 8 millj. Auk þess er stofnfé deildarinnar 60.5 millj. kr., og ef tekið er tillit til vaxta af þessu stofnfé í 12–14 ár, jafngildir Það 8–9 millj. kr. árlega, sem deildin fær. Þetta eru þá 20–21 millj. kr., sem deildin fær frá ríkinu. Það nægir til þess að borga gengishallann og miklu meira, því þegar hv. framsóknarmenn fluttu sitt frv., sem nú er í Ed., tóku Þeir fram, að gengishallinn væri 9 millj. kr. á ári, og aðrar till. höfðu þeir ekki fram að bera, fyrr en þetta frv. kom fram. Þá gerðu þeir kröfu til, að ríkissjóður greiddi 9 millj. kr. í gengishallann til búnaðarsjóðanna. Þetta frv, leggur til, að ríkissjóður greiði 20–21 millj. kr. árlega eða sem Því svarar. Og auk þess er söluskatturinn, gjaldið á búvöruna, 0.75%, sem áætlað er að geri 5.5 millj. kr. Hv. 1. þm. Austf. vildi halda því fram áðan, að þetta gjald gæti verið hættulegt fyrir bændur, það gæti orðið til Þess, að Þeir fengju síður viðurkennda ýmsa kostnaðarliði, sem erfitt hefur verið að fá undanfarið viðurkennda. En ég vil aðeins minna á það, að þetta gjald er ekki lagt á, fyrr en búið er að verðleggja vöruna, eins og söluskattur, og kemur verðlagningunni ekkert við, og er þess vegna alveg út í hött að vera að blanda því saman, rétt til þess að reyna að finna sér eitthvað til, til þess að gera málið tortryggilegt. — Árlegar tekjur deildarinnar verða Þá með þessu 26–27 millj. kr., annars staðar frá heldur en frá bændunum, og segjum þá 8 millj. eða riflega Það frá bændunum. Það eru 34–35 millj. kr. árlegar tekjur auk vaxta. Þessu hélt ég að þyrfti ekki að lýsa fyrir hv. þm., þeir, sem lesið hafi frv., hafi gert sér þetta fyllilega ljóst. Ég hélt einnig, að hv. þm. hefðu gert sér grein fyrir því, hvernig deildin byggir sig upp samkvæmt þessu. Og það er ljóst, að einmitt með þessu er lagður grundvöllur að miklu víðtækari lánastarfsemi í landbúnaðinum en áður hefur verið, og það er ekki verið með því að stefna að samdrætti eða fækkun bænda. Með því að leggja grundvöll að aukinni lánastarfsemi er verið að stuðla að því, að bændunum geti fjölgað, að uppbyggingin geti haldið áfram.

Hv. 1. þm. Austf. var að tala um, að það væri tekin upp með þessu frv. ný stefna frá því, sem áður hefur verið. Það er rétt, því að með þessu frv. er stefnt að því að fullnægja lánaþörf landbúnaðarins og veita bændum nægilega há lán með góðum kjörum. íbúðarhúsalánin eiga að verða áfram til 42 ára, eins og verið hefur. Lán til útihúsa og ræktunar eiga að vera til 20 ára, en ekki 15 ára, eins og ég hef oft sagt. Það er reiknað með 61/2 % vöxtum, eins og þeir eru núna. Þar með er ekki sagt, að þessi vaxtafótur geti ekki breytzt, ef ástæða þykir til.

Hv. 1. þm. Austf. tók hér dæmi áðan um það, hversu árgjöldin, vextir og afborganir, hafi hækkað mikið, síðan núv. ríkisstj. tók við og samkv. þessu frv. Hv. þm. gleymdi að geta Þess, að í lögum um búnaðarsjóðina hefur staðið heimild til þess að lána allt að 75% af kostnaði með þessum góðu kjörum. Og það er vitanlega mjög álitlegt, ef það væri hægt. En í staðinn fyrir að lána allt að 75% hefur oft ekki verið lánað nema 25%. Afganginn hafa bændurnir þurft að taka með víxilvöxtum og víxillánum. Hvort er nú betra, að lána kannske allt að því 60% með 6% vöxtum eða 25% með 3–4% vöxtum og búa svo við víxilveðskuld með afganginn? Ég hef ekki reiknað þetta út nákvæmlega, en ég sé það alveg í hendi mér, að það er betra að fá 60% með 6% vöxtum til langs tíma heldur en 25% með 3–4% vöxtum og þurfa svo að vera með 35% á víxilvöxtum og víxilkjörum. En það er þetta, sem bændurnir hafa orðið að búa við á undanförnum árum, vegna þess að fjármagnið hefur ekki verið nægilegt í stofnlánadeildunum. Og það er þess vegna, sem bændurnir búa nú við lausaskuldir, eins og fram hefur komið í sambandi við þá löggjöf. Með því að lögfesta þetta er stefnt að því að koma í veg fyrir, að bændur þurfi að vera með hin óhagstæðu lán, víxillánin.

Hv. 1. þm. Austf. var að tala um, að með Þessu frv. væri bannað að taka erlend lán og lána bændum, án þess að það væri gengisklásúla. Sannleikurinn er sá, að með þessu frv. er alls ekki gert ráð fyrir, að bændum sé lánað erlent fjármagn. Hv. þm. var svo smekkvís að tala um, að það væri auðséð, hvað hefði gerzt í þessum málum undanfarið, ef sjáifstæðismenn hefðu farið með málin. Hann lét að því liggja, að ef sjálfstæðismenn hefðu farið með þessi mál undanfarið, þá hefðu búnaðarsjóðirnir enga peninga haft og bændur engin lán fengið. Þegar svona fullyrðingar koma fram, væri eðlilegt að athuga, hvað hefur gerzt í þessum málum í þau tvö ár, sem sjálfstæðismenn hafa farið með landbúnaðarmál. Hafa búnaðarsjóðirnir fengið fé til þess að lána? Hafa þeir lánað meira eða minna þessi ár? Það er fróðlegt að rifja það upp. 1 sambandi við þetta dettur mér í hug að vitna í nál. minni hi., sem hv. 2. þm. Sunnl. (ÁÞ) skrifar undir, og ég verð að segja, að það eru furðulegar fullyrðingar í þessu nál. og sumt, sem hér er dregið fram, er alls ekki til þess að rétta hlut eða mæla með þeim málstað, sem hv. 2. þm. Sunnl. ætlaði að túlka. Hv. þm. talar t.d. um lánin á árunum 1947–58, sem hann vill þakka framsóknarmönnum einum, þótt sjálfstæðismenn hafi oft á þessum tíma verið í stjórn með framsóknarmönnum. Og hann vili náttúrlega þakka framsóknarmönnum það einum, þó að það hafi fyrst verið mögulegt að hækka lán úr ræktunar- og byggingarsjóði, eftir að sjálfstæðismenn skiluðu landbúnaðinum af sér í ársbyrjun 1947. Hv. framsóknarmenn ættu að vita, að það var ekki fyrr en lög um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum voru til orðin, að unnt var að auka lán til landbúnaðarins. Áður en þau lög voru til, var aðeins um þessar litlu upphæðir að ræða, sem talað er um í nál. Það er talað um, að ræktunarsjóður hafi á árunum 1934–39 veitt 127 lán að meðaltali á ári, til jafnaðar á ári hverju 280 þús. kr. Það var náttúrlega annað verðgildi peninganna, það er viðurkennt, fyrir 1939, heldur en siðar, en þetta var tiltölulega miklu minna en mögulegt var að gera, eftir að landbúnaðarlöggjöf sjáifstæðismanna varð til, á árinu 1946. Þau lög voru samþ. 1946, og áhrifa þeirra gætti 1947 og síðan. Það er talað um, að það hafi verið 600 lán að meðaltali á ári á árunum 1947–58 og meðaltalsupphæðin úr sjóðnum árlega 19.6 millj. kr. Það er þá rétt til gamans að athuga, hvað það er, sem var lánað t.d. 1960. Hvað voru lánin mörg 1960, t.d. úr ræktunarsjóði? Þau voru 863 — ekki 600, eins og tekið er fram í nál. hv. 2. þm. Sunnl., 863 lán. Og 1959 voru þau 854, svo að það þarf ekki að halda því fram, að árið 1960 hafi verið leifar frá 1959. Og hvað var mikið lánað úr ræktunarsjóði á árinu 1960? Það voru ekki 19.6 millj., eins og að jafnaði á árunum 1947–58. Það voru 49 millj. 657 þús. Og tökum byggingarsjóðinn. Meðaltal á árunum 1947–58 samkvæmt nái. er talið hafa verið 170 lán á ári og lánað úr sjóðunum alls 101 millj. kr. En á árinu 1960 eru 199 lán veitt úr byggingarsjóði og 13.3 millj. kr. á þessu eina ári, en 101 millj. lánuð úr sjóðunum alls til ársloka 1958. Ég held, að þetta afsanni það, sem hv. framsóknarmenn vilja láta skína í, að landbúnaðurinn hefði búið við meiri lánsfjárskort undanfarin ár, ef sjálfstæðismenn hefðu átt að sjá fyrir sjóðunum. Ég er alveg sannfærður um það, að hv. þm., sem hér eru inni, vita það í hjarta sínu, að það hefði ekki verið verr séð fyrir sjóðunum, þótt sjálfstæðismenn hefðu farið með þessi mál undanfarið, — ekki verr. Þeir munu vera margir, sem trúa því, að það hefði verið betur gert. En það er eitt, sem þarf að athuga líka, að síðan núv. ríkisstj. kom til valda, hefur hún útvegað lánasjóðum landbúnaðarins innlent fé til þessara lána, en ekki erlent fé. Og það er það, sem vitanlega hefur geysilega mikla þýðingu. Ef sjóðirnir hefðu fengið innlent fé undanfarinn áratug, væri vitanlega ekki um neitt gengistap að ræða nú, og þá væri hægt að láta landbúnaðinn hafa enn meira fé en gert er ráð fyrir með þessu frv. Þá gæti þessi 21 millj., sem ríkissjóður leggur nú árlega fram, farið til aukinna útlána í landbúnaðinum, en þá þyrftu ekki 9 millj. af 21 millj. að fara til þess að greiða gengishalla, sem er afleiðing þess, að skakkt var á haldið í þessum málum, og þar ber vitanlega hv. 1. þm. Austf. stærsta ábyrgð, sem var á Þessum tíma fjmrh. og lét sjóðina taka erlendu lánin, án þess að nokkur fyrirhyggja fylgdi, í stað þess að láta þá ríkissjóð taka lánin og endurlána í ísl. krónum, ef ekki var unnt að fá innlent fé. Og ekki gerði hv. þm. till. um að hækka framlag ríkisins á fjárlögum til sjóðanna á þessum árum.

Það er undrunarefni, hvernig hv. 1. þm. Austf. talaði hér. Það er hreint undrunarefni af jafnþingvönum manni, sem oft heldur vel á máli sínu, þá held ég, að það hafi margir undrazt, hvað hann hélt illa á máli sínu hér áðan, og ég afsaka það með því, að hv. þm. hafi fundið, að á bak við fullyrðingarnar voru ekki staðreyndir. Það voru ekki staðreyndir. Hv. þm. gerði 1% gjaldið að umtalsefni, og það er það, sem á að verða þess valdandi að gera hreina byltingu í íslenzkum landbúnaði, leggja landbúnaðinn í eyði, því að það getur ekki verið það, að stofnlánadeildinni er ætlað að fá í framlag 60.5 millj. kr. Það getur ekki heldur verið það, að ríkissjóður ætlar að greiða á móti 1% gjaldinu 8–9 millj. kr. Það getur ekki heldur verið það, að 4 millj. eru áfram ætlaðar í þetta, eins og verið hefur, og það getur ekki heldur verið það, að neytendurnir ætla að leggja landbúnaðinum til 51/2–6 millj. kr., eins og gerist sums staðar í nágrannalöndunum með sama hætti. Nei, það er þetta 1% gjald, það er skaðvaldurinn, m.a. vegna þess, að það á ekki að ganga inn í verðlagið. En þessi sami hv. þm. gerist talsmaður að því, að það verði framlengt 1/2% gjald á búvörur bænda til bændahallarinnar. Það er enginn skaðvaldur. Það gengur ekki heldur inn í verðlagið.

Hv. þm. talaði um, að 1% gjaldið sé 1700 kr. Það getur vel verið, ég hef ekki reiknað það nákvæmlega út. En ef 1% gjaldið er 1700 kr., þá er 1/2% gjaldið 850 kr., og það munar þá eitthvað um það, því að þessar 850 kr. ganga sennilega til þess að greiða hallarekstur á hóteli hér í Reykjavík. En 1% gjaldið á að verða til þess að auka útlán til landbúnaðarins, og það er alveg óþarfi fyrir hv. 1. þm. Austf. að hneykslast á því, þó að um það sé getið í nál. meiri hl., að 1% gjaldið jafni nokkuð á milli hjá bændastéttinni, þannig að þeir, sem eru betur settir, þeir, sem hafa byggt upp og ræktað á ódýrum tíma, eru í raun og veru með þessu að hjálpa þeim, sem á eftir eru og eiga framkvæmdirnar eftir. Þeir eru að því. Og með þessu er stuðlað að því, að lánin verði aukin.

Ég vék aðeins að því áðan, hvers virði það hefur verið að hafa 75% heimildina í lögunum, sem hv. framsóknarmönnum þykir nú sjálfsagt að hafa áfram. Það er ekki það, sem vantar. Það vantar ekki heimildir. Það vantar ekki heimild til þess að lána, og það vantar ekki nýjar lánadeildir við Búnaðarbankann. Það, sem hefur vantað, og það, sem vantar nú, eru peningar. Ég tel, að það sé mikil ofdirfska hjá hv. framsóknarmönnum að halda því fram, að sjóðirnir hafi í rauninni verið með miklum blóma í árslok 1958, þegar þeir fóru frá völdum, að sjóðirnir hafi þá átt 105 millj. kr. fram yfir eignir. (Gripið fram í: Það er staðreynd) Það er staðreynd, segir hv. 3. þm. Vesturl., og er auðheyrt, að hann ætlar ekki að taka rökum. Hann ætlar að halda áfram að fullyrða út í bláinn. Ég verð þó að segja það, að hv. 1. þm. Austf. veikir málstað hv. 3. þm. Vesturl., því að hv. 1. þm. Austf. viðurkenndi hér áðan, að yfirfærslugjaldið hafi verið komið á 1958, 55% yfirfærslugjald á allar erlendar skuldir sjóðanna. Þetta viðurkennir hv. 1. þm. Austf. Hvort er það af því, að hann hefur sett sig betur inn í málið eða hann er ekki eins kaldrifjaður og hv. 3. þm. Vesturl.? Það ætla ég ekkert að dæma um, en ég virði það við hv. 1. þm. Austf., að hann viðurkennir þarna sannleikann að nokkru leyti. Skuldir búnaðarsjóðanna höfðu nefnilega hækkað um 55% vegna bjargráðanna 1958, og það er óhætt að draga það frá Þessum 105 millj. Þetta hélt ég, að hv. 3. þm. Vesturl. vissi og hefði gert sér grein fyrir. En hann ætlar bara að þræta. Hann ætlar að Þræta, alveg eins og óþægur krakki. Það hefði verið ástæða til þess að gera hærri kröfu til hv. þm. heldur en það, að hann héldi áfram að þræta, þegar spilin eru lögð á borðið. Og þegar formaður flokksins, hv. 1. þm. Austf., kemur upp um hann og játar, að þm. hafi ekki sagt satt, þá er ekki möguleiki lengur til að þræta, hv. 3. þm. Vesturl. Hv. 1. þm. Austf. hefur viðurkennt, að yfirfærslugjaldið hafi verið komið á 1958, og það vita allir. Erlendu skuldirnar höfðu hækkað um 55%. Hvað þær voru miklar þá? Ég hef ekki haft tíma til að fletta upp í þessu, en ég hygg, að þarna sé um 40 millj. kr. að ræða. Ég hygg, að hér sé um 40 millj. kr. að ræða, 35 eða 40. En það gerðist meira á árinu 1958 heldur en það að lögfesta bjargráðin. Það gerðist miklu meira, því að þessi ógæfusama og giftulausa vinstri stjórn, það var hún sem felldi gengi ísl. krónunnar. í árslok 1958 var búið að grafa undan búnaðarsjóðunum eins og svo mörgu öðru, og það eru afleiðingar þeirrar stjórnarstefnu og þeirra vandræða, sem við súpum seyðið af. Það er það, sem nú er verið að bjarga og hefur verið hlutverk núv. ríkisstj. að bjarga, og það hefði verið ástæða til þess, að hv. stjórnarandstaða hefði viljað viðurkenna þetta og sýna einhverja viðleitni í því að þakka fyrir, að það voru menn, sem vildu taka að sér björgunarstarfið og þorðu að koma með tillögur, sem dugðu til björgunarinnar, þótt þær virtust vera óvinsælar í bili. Hv. framsóknarmenn þurfa ekki að láta sér detta í hug, að þetta fari fram hjá öllum almenningi í landinu. Allur almenningur í landinu veit, hvað hefur gerzt. Allur almenningur í landinu veit, hvers vegna vinstri stjórnin fór frá, og allur almenningur í landinu man skilnaðarorð þáv. forsrh., játninguna, sem verður ekki komizt hjá fyrir hv. framsóknarmenn að geyma sér í minni. Hún verður alla tíð, sú setning, letruð á spjöld sögunnar, vitnisburður um það, hvernig það er að fela slíkri samsteypu völdin í landinu. Og er vonandi, að sá lærdómur, sem af þessu fékkst, komi í veg fyrir það um alla framtíð, að sú ógæfa eigi að ske aftur.

Ég held, að það sé ekki þörf á því að tala langt mál út af þessu atriði. Ég held, að það séu allir nú orðnir sannfærðir um, að gengisskráningin í febrúar 1960 var óhjákvæmileg og nauðsynleg vegna þess, hvernig komið var, þegar vinstri stjórnin fór frá. Það játa það allir nú, að það er ekkert vit í því að búa við falskt gengi. Það grefur undan heilbrigðu efnahagslífi og býður heim alls konar spillingu, og þetta játuðu hv. framsóknarmenn, þegar þeir voru komnir í ríkisstj. 1950 með sjálfstæðismönnum. Þeir voru dálítið í vafa, á meðan þeir voru utan stjórnar, 1949, en um leið og þeir voru komnir í ríkisstj., fannst þeim, að það væri alls ekki sæmandi að búa við falskt gengi, og þess vegna stóðu þeir að því að skrá krónuna rétt í ársbyrjun 1950. Og eins og Það var sjálfsagt að skrá krónuna rétt þá, eins var sjálfsagt fyrir ábyrga ríkisstj. 1960 að gera það sama. Og það var ekkert annað gert en að skrá krónuna á því verði, sem hún raunverulega var 1960. Og ef vinstri stjórnin hefði ekki komið til skjalanna, hefði þetta ekki komið til. Ef framsóknarmenn hefðu ekki hlaupið út í ævintýrið 1956, en haldið áfram að vinna með sjálfstæðismönnum að þeim tili., sem fram voru lagðar í ársbyrjun 1956 um stöðvun dýrtíðarinnar, þá hefði verið hægt að komast hjá mörgum vandræðum, sem vinstri stefnan leiddi yfir þjóðina á tæplega hálfu þriðja ári. Og mig undrar það, að hv. framsóknarmenn skuli hafa þrek til að tala um þessi mál í þeim tón og með þeim orðum, sem þeir nú gera. Ég held, að þeir yrðu menn að meiri, ef þeir viðurkenndu, að svona var komið hjá búnaðarsjóðunum. Þeir urðu gjaldþrota vegna þess, að illa var á haldið, og það þarf stórt átak til þess að rétta þá við. Og nú með þessu frv. er það gert, sem hefði þótt hrein fjarstæða áður, að ríkissjóður legði svo mikið fram sem ætlazt er til að hann geri nú. Og ég fullyrði, að framsóknarmenn hafa ekki, fyrr en þetta frv. kom fram, látið sér detta í hug að gera hærri kröfur á hendur ríkissjóði en það, að hann tæki að sér að greiða 9 millj. kr. á ári, sem er gengishalli. En þegar þetta frv. er komið fram, sníða þeir sinar brtt. að mörgu leyti með hliðsjón af frv. Þeir leggja t.d. til, að ríkissjóður leggi fram 25 millj. kr. á ári og auk þess verði gengishallinn bættur á annan hátt. Þannig leggja þeir til, að stofnlánadeildin fái árlegar tekjur svipaðar og þær, sem lagt er til með þessu frv. Út af fyrir sig er það virðingarvert, að þeir hafa skilið, að með því að ætla svipaða upphæð og frv. gerir ráð fyrir er undirstaðan lög$ að þessari stofnun, sem byggir sig ört upp og verður traust og mikils megandi. En þá er rétt, um leið og stjórnarandstaðan leggur þetta til, að ríkissjóður greiði 25 millj. kr. á ári, að hafa í huga, að þrátt fyrir 55% yfirfærslugjaldið 1958 og þrátt fyrir það, þótt fyrrverandi fjmrh., sem þá var, viðurkenndi, að yfirfærslugjaldið græfi undan búnaðarsjóðunum, þá lagði þessi ráðherra ekki til að hækka framlag ríkissjóðs haustið 1958, þegar hann lagði frv. til fjárlaga fram fyrir árið 1959. Aðeins þetta er dæmi um það, hversu framsóknarmenn voru slappir á þessu sviði, á meðan þeir voru við völd. Og slappleikinn fer ekki af þeim, fyrr en þeir eru komnir frá völdum. Þá er, eins og sagt var hér í dag af hv, frsm. meiri hl., ósköp auðveit að skrifa till. og leggja til, að ríkissjóður greiði þetta og þetta, í fullkomnu ábyrgðarleysi. Og það hefur einkennt hv. framsóknarmenn á þessu þingi ábyrgðarleysi, fullkomið ábyrgðarleysi. Það hefur ekki staðið á þeim að gera till. um aukin útgjöld úr ríkissjóði, ekki bara til búnaðarsjóðanna, heldur líka til togaranna, til verkamannabústaðanna, til byggingarsjóðs ríkisins. Allt á að greiðast úr ríkissjóði, nokkrir tugir millj. í hverja stofnun, og það sjá allir, að þetta er ábyrgðarleysi. Svona till. mundu þessir hv. þm. alls ekki flytja, ef þeir bæru nokkra ábyrgð. Og ég segi það aftur, að framsóknarmenn hækkuðu ekki framlag ríkissjóðs, gerðu ekki till. um að hækka framlag ríkissjóðs á fjárlögum 1959. Eftir að þeir höfðu grafið undan búnaðarsjóðunum og aukið erlendar skuldir þeirra um 35 eða 40 millj., þá gera þeir enga tilraun til þess að bæta þann halla. Það átti að bíða eftir næstu stjórn.

Það er ýmislegt í nál., sem hér er á þskj. 664, sem væri gaman að rifja svolítið upp og tala um. En það gæti orðið of langt mál, ef maður færi ýtarlega í það. Það er t.d. talað hér um tvær gengisfellingar, og það er auðheyrt, að sá, sem skrifar undir þetta nál., er sama sinnis og ýmsir fleiri framsóknarmenn, sem hafa talað í þessu máli, að þeir finna enga sök hjá sér í því, hvað gengi ísl. krónunnar er í dag, heldur bara fullyrða þeir það: Ríkisstj. fellir gengið, — alveg eins og hún geri þetta bara að gamni sínu og án þess að nokkur nauðsyn liggi þar á bak við. Það er talað um það sem eitthvert undrunarefni, að Seðlabankinn skuli vera látinn reikna út, hvað er rétt gengi á hverjum tíma. Það er talað um það eins og einhver undur, og mig minnir, að það væri 6. þm. Sunnl., sem fór nokkuð mörgum orðum um það hér í dag. En þetta er það, sem gerist meðal menningarþjóða. Það eru öll Evrópulönd vestan járntjalds, að einu undanteknu, sem hafa þessa aðferð, og ef ekki er meiningin að búa við falskt gengi, hlýtur það að vera rétt og eðlilegt að láta færustu menn reikna það út á hverjum tíma, hvað krónan raunverulega er. Það er þess vegna ekki hér um neina sök að ræða á hendur núverandi ríkisstj. Það væri miklu nær að fara viðurkenningarorðum um það, að núverandi ríkisstj. hefur tekið upp þá stefnu að búa ekki við falskt gengi, heldur hafa rétt gengi og stuðla að því að vinna gjaldmiðlinum traust á ný, sem alveg var þorrið áður. Og það má segja, að það sé þegar orðið mikið ágengt í því efni, með því að safna talsverðum gjaldeyrisvarasjóði, með því að nú væri meiri möguleiki og er meiri möguleiki á því að fá lán erlendis en áður var til framkvæmda í landinu, vegna þess að það er ljóst, að þjóðin er að vinna sér traust á ný meðal menningarþjóða. Og það væri vissulega ánægjulegt, ef það væri enginn vafi á því, að þetta mætti takast. Það væri þess vegna illa gert, ef enn á ný væri reynt að koma í veg fyrir, að það tækist. Það var unnið skemmdarverk hér s.l. sumar, sem hefur tafið nokkuð fyrir, en hefur ekki, sem betur fer, komið í veg fyrir þá viðreisn, sem stefnt er að. Það hefur tafið fyrir og ekki meira.

Hv. 1. þm. Austf. var að tala hér um 10 ára áætlun, sem Stéttarsambandið hefur látið gera og ég er fyllilega samþykkur. En ríkisstj. er nú með fimm ára áætlun. En það má vissulega hafa hliðsjón af þessari tíu ára áætlun, þó að það sé bútað niður í fimm ár.

Hv. 1. þm. Austf. var að tala um, að það kæmi fram, að s.l. áratugur hefði verið einn mesti framkvæmdatími í landbúnaðinum, og þetta gerðist þrátt fyrir gengisbreytinguna 1950. Eða var það kannske vegna þess, að 1950 var ákveðið að skrá krónuna rétt? Bændurnir kvörtuðu vorið 1950, 1951 og 1952 um hátt verð á landbúnaðarvélum, alveg eins og nú. En 1953 og 1954 var komið jafnvægi á í verðlagi landbúnaðarvélanna og verðskráningu afurðanna. Og þetta vitanlega endurtekur sig enn. Ég vona, að áratugurinn 1960–70 verði ekki síðri í uppbyggingu landbúnaðarins en fyrri áratugur.

Á árunum 1950–60 voru ræktaðir að meðaltali 3600 hektarar lands á ári, 36000 hektarar á þessum tíu árum. Og Það þótti gott. Nú hefur verið talað um það í sambandi við þessar umr., að ræktunin hefði gengið mikið saman, síðan núverandi ríkisstj. kom að völdum. Mig minnir, að hv. 2. þm. Sunnl. hafi eitthvað talað um, að það væri fjöldi jarða að fara í eyði í okkar blómlega kjördæmi. En sem betur fer get ég upplýst, að það er ekki. Það er ein jörð í Flóanum, sem ekki er búið að byggja, bóndinn ætlar að fara þaðan, allar líkur til þess, áð það verði. Þessar Fljótshlíðarjarðir, sem talað var um, Það er búið að ráðstafa þeim. Og þess skal getið, að 1959 var ræktunin mest á s.l. áratug, Það var 4000 ha. 1960 fór ræktunin niður í 3650 hektara, minnir mig, en á árinu 1961 var ræktunin 3900 ha. — eða 3950 ha., telur Arnór Sigurjónsson að það geti verið. Ég talaði við hann í dag. Hann fullyrti, að það væri 3900–3950 ha. Það væri aðeins fyrir neðan það, sem var 1959, en Það er langt fyrir ofan það, sem var á árunum 1950–60, önnur ár, því að það vár 3600 til jafnaðar.

Þetta er samdrátturinn í ræktuninni, síðan núverandi ríkisstj. kom til valda. En Það er víst þetta frv. þá, sem á að verða Þess valdandi, að Það dragi úr ræktuninni. Og ég man það 1959 og 1960, hvað hv. framsóknarmenn sögðu hér í sambandi við framleiðslu landbúnaðarvara. Það hafði nefnilega skeð á árinu 1959, að það þurfti að flytja inn smjör, vegna Þess að landbúnaðaðarframleiðslan var ekki nóg. En hvers vegna þurfti þess? Það var m.a. vegna þess, að bændur höfðu búið við mikinn halla af útflutningi á landbúnaðarvörum. Og þeir sáu í hendi sér, að það borgaði sig ekki að framleiða meira en svo, að það nægði á innlendum markaði. 1958 vantaði 22 aura á verðið hjá bændum á Suðurlandi, vegna þess að þeir þurftu að flytja út ost. Og ég heyrði marga bændur tala um, að það þýddi ekkert að vera að framleiða meiri mjólk, vegna þess að þeir fengju þetta bara heim og þeir yrðu að bera hallann af því, sem flutt væri út. Af þessum ástæðum fjölgaði kúnum ekki 1958 og 1959. Af þessum ástæóum varð að flytja inn smjör um það leyti, sem núverandi ríkisstj. var að komast til valda. En hvað hefur gerzt síðan, s.l. tvö ár? Mjólkurframleiðslan óx 1960 um 9 eða 10% og eitthvað svipað s.l. ár. Það þarf ekki að flytja inn smjör núna, en það þarf að flytja út landbúnaðarvörur eins og 1958, sem var aðallega framleiðslan 1957. Og hvernig var það með þessa virðulegu stofnun, búnaðarþing 1958? Hún talaði mikið um halla á útflutningnum, sem bændur yrðu að bera. Þá var hv. 1. þm. Austf. fjmrh. Þá bauðst hann ekki til þess að opna ríkiskassann til þess að borga bændum útflutningsbætur, þótt sjávarútvegurinn þá fengi fullar bætur á það, sem hann flutti út, og þá kom engin till, frá hv. 3. þm. Vesturl. eða öðrum hv. framsóknarmönnum um það, að ríkissjóður bætti bændunum þennan halla. Nei, þeir skyldu bera hann sjálfir. Þá fengu þeir verð langt undir því, sem skráð var og þeim var gert að fá skv. útreikningum sex manna nefndarinnar. Hvað hefur gerzt síðan? Bera bændur þennan halla núna? Nei, á s.l. verðlagsári greiddi ríkissjóður 18 millj. kr. til bænda til þess að forða þeim frá þessum halla, og Það er gert ráð fyrir, að á þessu verðlagsári verði það 45–50 millj., vegna Þess að framleiðslan hefur aukizt. Það þarf að flytja meira út en áður. Á þessu verðlagsári þarf að flytja út a.m.k. 3000 tonn af dilkakjöti. Það þarf að flytja út mikið af mjóikurdufti, sem lítið verð læst fyrir, og það er nú í fyrsta sinn, sem tekst að útvega bændum fullt grundvallarverð. Mér er sagt, að mjólkursamsalan hér í Reykjavík hafi haldið aðalfund nú á föstudaginn, og þá kom það fram, að hún gat skilað alveg fullu verði, eins og reyndar tókst í fyrra hér um bil, en útkoman er þó enn betri nú, og mjólkurbúin úti um land, Þau vitanlega njóta þess, að mjóikurduftið, sem annars fengist sama sem ekkert fyrir, er borgað fullu verði.

Það er eðlilegt, að hv. 1. þm. Austf. tali um, að það hafi ný stefna verið tekin upp í landbúnaðinum. Það er eðlilegt, að hann spyrji að því, hvernig bændur væru á vegi staddir, ef sjálfstæðismenn hefðu farið með þeirra mál undanfarin ár. Það er áreiðanlegt, að það eru margir bændur, sem spyrja að því, hvernig þeir hefðu farið að, ef sjálfstæðismenn hefðu ekki komizt til áhrifa öðru hvoru. Það eru margir bændur, sem spyrja að því, hversu fólksflutningurinn hefði verið miklu meiri úr sveitum landsins á stríðsárunum, ef verðlagningin hefði ekki verið leiðrétt, Þegar sjálfstæðismenn fengu tækifæri til 1942. Það eru margir bændur, sem vita, að það var hrein björgunarstarfsemi, sem Þá var gerð, eftir að framsóknarmenn höfðu haldið landbúnaðinum í svelti í áratug eða meira. Og það eru líka margir bændur, sem vita, að landbúnaðarlöggjöfin, sem ég minntist á áðan, varð til, þegar sjálfstæðismenn fóru með landbúnaðarmálin, og margir, jafnvel þeir, sem eru velviljaðir framsóknarmönnum, efast um, að sú löggjöf hefði orðið til, ef framsóknarmenn hefðu verið í stjórn. Ég skal ekkert fullyrða um það, því að ég vil viðurkenna, að sumir hv. framsóknarmenn vilja jafnvel gera eitthvað til gagns í þessu, en staðreyndirnar bara tala sínu máli. Staðreyndirnar eru þær, að sjálfstæðismenn skáru á sultaról bændanna 1942 og komu í veg fyrir, að það yrði óstöðvandi flótti úr sveitunum á stríðsárunum. Staðreyndirnar eru Þær, að þegar framsóknarmenn voru ekki í stjórn á árunum 1944–46, var ein merkasta landbúnaðarlöggjöf gerð hér á hv. Alþingi, lög um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, og það var þá, sem uppbygging sveitanna hófst fyrir alvöru, og það var þá, sem hætt var að tala um þessi smáu lán, sem um getur í nál. hv. 2. þm. Sunnl. Og ég hygg, að sagan og náin framtíð eigi eftir að sanna það og viðurkenna Það, að núv. ríkisstj. hafi hafið björgunarstarfsemi með ýmsu af því, sem hefur verið lögfest landbúnaðinum til hagnaðar, síðan núv. stjórn komst til valda. Það verður áreiðanlega tekið eftir því, að landbúnaðurinn er eini atvinnuvegurinn, sem hefur verð- og sölutryggingu á sinni framleiðslu, og það er vitað, að þessi trygging fékkst ekki, fyrr en sjálfstæðismenn fengu þessi mál til meðferðar. Ég hef talað við marga bændur, framsóknarbændur líka, sem viðurkenna þetta og kunna að meta Það. Ég lái hv. framsóknarmönnum hér á Alþingi ekki, þó að þeir tali lítið um þetta. Ég lái þeim það ekki, en ég lái þeim, að þeir skuli setja upp hræsnissvip og reyna að snúa öllu við. Hv. 1, þm. Austf., sem hefur lengi verið fjmrh. og átti þess kost að opna ríkiskassann og lagfæra fyrir bændastéttinni, en hefur látið það ógert, ætti að láta það vera að tala eins og hann gerði hér áðan, og ég segi það, að hann mun sjá eftir því seinna að hafa gert það.

Og þá er rétt að svara því, sem hv. 2. þm. Sunnl. vildi fá svar við, hvers vegna hv. framsóknarmenn ættu að iðrast þess að hafa tekið svo á þessu máli sem þeir gera. Ég er sannfærður um það, að þeir eiga eftir að sjá eftir því að hafa ekki verið með þessu máli, en talað svona fávíslega gegn því eins og þeir gera, því að reynslan mun sýna, að þetta mál er undirstaða að meiri uppbyggingu og meiri velgengni landbúnaðinum til handa en áður hefur verið. Þetta leysir lánamálin. Það kemur í veg fyrir það lánasvelti, sem landbúnaðurinn hefur búið við áður, því þó að búnaðarsjóðirnir hafi gert gagn, þá þýðir ekki sú nægjusemi, sem kom fram hjá hv. 1. þm. Austf. áðan, þegar hann var að tala um, að það hefði verið vel að sjóðunum búið, þeir hefðu staðið sig ágætlega á þeim tímum, sem þeir lánuðu 25% af byggingarkostnaðinum, en heimild var í lögum til þess að lána allt að 75%. Þetta er of mikil nægjusemi, og það er einmitt vegna þessarar nægjusemi, sem þessi hv. þm. gerði ekkert til Þess að bæta úr því, til þess að skapa möguleika fyrir því, ekki að ná þessum 75%, heldur til þess að auka lánin og nálgast það meir en gert var.

Hv. þm. var að tala um Það, hvað hefði skeð, ef við hefðum búið við þessa löggjöf undanfarin ár. Hvað hefði skeð? Það hefði bara skeð það, að nú væru sjóðirnir öflugir í stað þess að vera févana. Við skulum segja, að sams konar lög og þessi hefðu verið lögfest 1950, eftir síðustu gengisbreytingu, og af því að hv. 1. þm. Austf. var fjmrh. og taldi ágætt að láta sjóðina taka erlend lán, sem þeir hefðu vitanlega orðið áð gera fyrstu árin, þá hefði verið einhver gengishalli, sem hefði verið auðvelt að bæta nú með miklu minni fjárhæð en lagt er til með Þessu frv.

Það var nú hér um bil komið að því, að hv. 1. þm. Austf. ætlaði að Þakka Framsfl. Það, að helmingur mótvirðissjóðsins hefur gengið til landbúnaðarins. Hann áttaði sig, áður en hann talaði af sér, og hætti við að fullyrða um það. Það er vitað mál, að sjálfstæðismenn áttu ekki minni þátt í því, og það má segja það hér, að Pétur Ottesen og Jörundur Brynjólfsson fluttu till. um þetta fyrstir, flokkarnir sameinuðust um það, og hefur landbúnaðurinn notið mikils góðs af að hafa fengið hálfan mótvirðissjóðinn að láni í Framkvæmdabankanum. Frá upphafi hefur verið lánað með vaxtahalla, 21/2%, allan tímann þangað til nú, að bankaráð Framkvæmdabankans hefur fallizt á að lækka vextina á eldri lánum og þeim, sem seinna verða lánuð, í það, sem vextir búnaðarsjóðanna eru nú, og hefur gefið fyrirheit um að lækka vextina enn meira, ef vextir stofnlánadeildarinnar verða lækkaðir, þannig að það verði ekki vaxtahalli af þessu fé, eins og verið hefur. En það bætir vitanlega stórkostlega rekstraraðstöðu stofnlánadeildarinnar, að það verður ekki vaxtahalli af þessu fé, eins og verið hefur áður, þó að það verði ekki til þess að auka útlánin, vegna þess að þetta heldur áfram, en rekstraraðstaðan batnar stórkostlega.

Ég skrifaði eftir hv. 1. þm. Austf. þá setningu, að sjóðirnir hefðu staðið sig ágætlega í árslok 1958, alveg prýðilega, enda þótt hann hafi ósjálfrátt gefið hv. 3. þm. Vesturl. nokkra ofanígjöf með því að viðurkenna, að yfirfærslugjaldið hefði verið komið til sögunnar, sem hefur numið 35–40 millj. kr. Næst þegar skrifað verður í tímann um þetta, verður sennilega ekki sagt 105 millj., heldur — hvað ætli það verði? — 70 millj. eða 65, — ég a.m.k. reikna með Því, að hv. 3. þm. Vesturl., þótt hann vilji vera staffírugur nú, þá vilji hann í reyndinni hafa það, sem sannara reynist, og segja bara 65–70 millj. næst í staðinn fyrir 105 millj. En hitt mun hann ekki viðurkenna, sem er þó staðreynd, hann fæst sennilega ekki til að viðurkenna Það, að sjóðirnir hafi verið búnir að tapa miklu meira en þessu í árslok 1958. Sennilega verður reynt að hamra á Því áfram, að gengisfellingin eða gengisskráningin 1960 sé bara vegna þess, að stjórnin hafi verið illgjörn og ráðlaus, en ekki að það hafi verið gert vegna þess, að gengið var fallið um það leyti, sem vinstri stjórnin fór frá. Ég reikna ekki með áð fá slíka hreinskilni fram hjá hv. framsóknarmönnum. Þótt þeir viðurkenni þetta með sjálfum sér, þá gera þeir það ekki opinberlega. En hins ætlast ég til, að hv. 3. Þm. Vesturl. leiðrétti Það, sem augljóslega er skakkt tölulega, að 105 millj. kr. er skakkt, það eru 65–70 millj., ef hann vili taka tillit til þeirrar duldu gengisfellingar, sem gerðist við yfirfærslugjaldið.

Hv. 1. þm. Austf. margtuggði Það, að það væri sjálfsagt, að ríkissjóður borgaði gengistapíð, og það væri einkennilegt að vera að velta þessu yfir á bændurna, velta gengistapinu yfir á bændurna, eins og hann orðaði það. Hvernig er nú hægt að fullyrða svona, þegar þáð liggur fyrir, að gengistapið er 9 millj. kr. á ári skv. frv., sem hv. framsóknarmenn hafa flutt? Í grg., sem þeir sjálfir hafa skrifað, segja þeir, að það sé 9 millj. á ári. En framlag ríkissjóðs skv. þessu frv. er 21 millj. kr. á ári og framlag neytendanna 5.5 eða 5.6, samtals 26 millj. kr. Þrátt fyrir þetta er verið að staglast á því, að það sé verið að velta gengistapinu yfir á bændur. Hvers konar málflutningur er þetta? Við hverja halda hv. framsóknarmenn að þeir séu að tala, eða fyrir hverja eru Þeir að skrifa? Það sjá allir menn, að gengistöpin eru greidd af ríkissjóði og miklu meira en það. En það, sem bændurnir leggja til, er til þess, að það verði hægt að auka lánin langt fram yfir það, sem verið hefur.

Það, sem ég tel að þurfi að gera í sambandi við lánaaukninguna, er þetta: Ég tel, að það eigi að lána út á íbúðarhús a.m.k. 150 þús. kr. Auk þess fá margir, sem illa eru settir, 40 þús. kr. styrk að auki skv. þeim lögum, sem voru endurbætt hér á þinginu 1960, þannig að þeir, sem verst eru settir, ættu að fá 190 þús. kr. Ég tel, að í sambandi við útihúsabyggingar eigi að meta byggingarnar eftir því, hvað hefur kostað að byggja, og það eigi að lána allt að 60% út á þessar framkvæmdir. Ef þetta er gert, verða lánin stórhækkuð líka, út á þessar framkvæmdir. í lögunum er heimild um 60%, og ef við byggjum fyrir 400 þús., þá eru það 2~0 þús. Ég get alveg tekið undir með hv. þm., að þetta þyrfti að vera svo. En fyrstu árin verður deildin að taka fé að láni, og ég segi: það þarf a.m.k. að vera 150 þús. plús þessi 40 þús., eða 190 þús., og æskilegast, að það gæti verið 240 þús. En það yrði mikil breyting frá því, sem verið hefur. Og það er eftirtektarvert og vert að leggja sér það á minni, að hv. framsóknarmenn gerðu enga till. um það að hækka lánin úr 75 þús. 1958, eftir að bjargráðin voru sett á, það voru aðeins 75 þús. kr. Haustið 1960 voru þessi lán hækkuð upp í 90 þús. og s.l. haust upp í 100 þús., sem er vitanlega allt of lítið. Auk þess tel ég sjálfsagt áð lána út á dráttarvélar og aðrar vélar og stefna að því að lána út á bústofn, og ég þarf ekki að rekja það, sem gert er með þessu frv., það sýnir sig, hvernig það byggir sig upp, að sjóðirnir hafa eftir fá ár til árlegrar ráðstöfunar 100 millj. kr. og 1975 er þetta komið upp í 150 millj. kr. eigið fé til árlegrar ráðstöfunar. Þess vegna er það, að ef við hefðum búið við löggjöf sem þessa undanfarin ár, þá er ljóst, að við stæðum allt öðruvísi að vígi.

Það hefur verið talað um mótmæli búnaðarþings eða meiri hl. þess. Það var minni hl. búnaðarþings, sem vildi samþ. þetta frv. óbreytt, og því hefur verið haldið fram og það réttilega, að þessi minni hl, hafi bjargað heiðri búnaðarþingsins, vegna þess að þetta sama búnaðarþing, meiri hl. þessa sama búnaðarþings, leggur til og fer fram á það við Alþ., að það lögfesti á ný 1/2% gjaldið til bændahallarinnar, telur það sjálfsagt, en mótmælir því, að það verði lögfest gjald á búvörur til þess að byggja upp búnaðarsjóðina. Og því búnaðarþingi, sem kemur með tvær slíkar samþykktir inn í hv. Alþ., hafa sannarlega orðið mislagðar hendur að þessu sinni.

Ég skal ekki ræða það nánar, hver afstaða þess hefur verið, en þarna er raunaleg afstaða hjá meiri hl. þeirra manna, sem eiga að túlka skoðanir bændastéttarinnar. Það mun ábyggilega verða svipað, sem kemur fram hjá mörgum hv. búnaðarþingsmönnum, eins og væntanlega er hjá hv. þm. Framsfl., að þeir munu síðar meir sjá eftir því að hafa tekið þessu máli með svo mikilli þröngsýni.

Hv. 1. þm. Austf. var svo óheppinn hér áðan að fara að vitna í íbúðalánakerfið og talaði um, hvernig það liti út, ef ætti að fara að skattleggja launþegana og safna í sjóð til þess að lána í íbúðarhúsabyggingar. Þetta er nú svolítið öðruvísi með íbúðarhúsalánin í kaupstöðunum heldur en framkvæmdirnar í sveitunum. Íbúðarhúsalánin í kaupstöðunum eru með 8% vöxtum til 25 ára A-lánin, til 15 ára B-lán, og þessi B-lán eru vísitölulán. Hvernig kjör eru þetta? Ég held, að það væri ekki æskilegt að miða lánstímann við það, sem hér er gert, ekki vextina heldur, eða fara að lána bændum hluta af lánum til framkvæmda með vísitöluskilyrðum.

Hv. 1. þm. Austf. var að tala um, að hér hefði verið minnzt á lífeyrissjóð vegna hræðslu, að við hefðum orðið hræddir við málið og þess vegna værum við farnir að tala um lífeyrissjóð í sambandi við þetta. Ástæðan til þess, að minnzt hefur verið á lífeyrissjóð í sambandi við það, er eingöngu sú, að það er ljóst, að með Þessu skapast svo mikið fjármagn í stofnlánadeildina, að það verður hægt að taka, þegar tímar líða, hluta af þessu til lífeyrissjóðsstofnunar fyrir bændur. En það er annað mál en þetta, og það þarf vitanlega sérstaka löggjöf um það. Ríkisstj. mun gera ráðstafanir til þess, að þetta verði athugað gaumgæfilega með tilliti til lagasetningar í þessu efni, og þess vegna er vitanlega ekki ástæða til að ræða þetta sérstaklega hér, en að ég minntist á það við 1. umr., var eiginlega vegna þess, að Tíminn hafði verið að tala um málefnahnupl í þessu máli, af því að einn hv. þm. Sjálfstfl. benti á þennan möguleika. Það er vitanlega ekki málefnahnupl, vegna þess að þetta mál hefur verið á dagskrá hjá bændum mörg undanfarin ár, en engin leið verið eygð fram að þessu til þess að koma þessu á. Það væri vissulega ánægjulegt, ef það gæti orðið alvara úr því.

Hv. 1. þm. Austf. var að tala um útflutningsgjald sjávarafurða og að það væri ekki hliðstætt. Þó var það, að hann taldi, að útvegsmenn hefðu séð ástæðu til að mótmæla hækkun á þessu gjaldi. En hvað er útflutningsgjaldið á sjávarafurðum núna? Það er 6.15%, og auk þess er gert ráð fyrir 11/4% til viðbótar, þannig að þetta gæti orðið 7.4%. Útvegsmenn telja, að þetta sé orðið of mikið, nema þeir fái aftur til baka í einhverju formi hluta af því, sem hefur verið gert í sambandi við tryggingarnar, það er þeim endurgreiðsla. En það er hluti af þessu, sem hefur staðið í mörg ár, 1.8%, sem hefur gengið í fiskveiðasjóð, og ég fullyrði, að það er enginn útvegsmaður, sem vill afnema það, vegna þess að útvegsmenn skilja, að þeim er nauðsynlegt að byggja upp fiskveiðasjóðinn. Og þegar hv. framsóknarmenn eru að tala um að heimta sama rétt fyrir bændur og útvegsmenn, þá er rétt að minnast þess, að útvegsmenn hafa lengi greitt 1.8% af verði fisksins í fiskveiðasjóð, sem gerir núna nokkra tugi millj. á ári, en þeir hafa fengið úr ríkissjóði samtímis 2 millj. kr. á ári. Þetta er það, sem ríkissjóður hefur greitt til útgerðarinnar, og við skulum ekki tala um þetta, um leið og við tölum um búnaðarsjóðina, vegna þess að útvegsmenn leggja fram sjálfir að langmestu leyti það, sem kemur í fiskveiðasjóðinn, en bændunum er ekki ætlað að leggja nema lítinn part af því, sem fer í stofnlánadeildina.

Það er ánægjulegt til þess að vita, að hv. 1. þm. Austf. er nú kominn að þeirri niðurstöðu, að það séu álögur á útveginn, útflutningsgjaldið, það var ekki fyrri partinn á þessum vetri. Þá var því haldið fram, að útvegurinn fengi þetta bætt gegnum verðlagið og það gerði honum ekkert til, þó að það væri útflutningsgjald. En vitanlega fær útvegurinn þetta ekki bætt gegnum verðlagið, vegna þess að hann hefur enga verðtryggingu nú og verður að sæta markaðsverði á hverjum tíma.

Ég er búinn að tala nokkuð lengi, og það er orðið áliðið tímans, en ég get ekki hjá því komizt að bæta nokkru við, vegna þess að hv. 1. þm. Austf. var að tala hér áðan um lánakjör íslenzkra bænda og lánakjör erlendra bænda. Ég hef hér fyrir framan mig grein um lánakjör danskra bænda, og ég vil til upplýsinga, með leyfi hæstv. forseta, aðeins í stuttu máli skýra frá því, hvernig lánakjör landbúnaðarins danska eru. Það eru 7% af 20 ára lánum, 61/2% af 18 ára lánum, 61/2% af 16 ára lánum, 61/2 % af 14 ára lánum, 61/2 % af 12 ára lánum, 6% af 10 ára lánum, 6% af 8 ára lánum og 6% af 6 ára lánum. Ég held, að þetta sé ekki betra en það, sem lagt er til að verði í þessu frv., því að það eru 7% af 20 ára lánum, en það eru 6% af 42 ára lánum skv. þessu frv., eins og það er núna, og 61/2 % af 20 ára lánum samkv, þessu frv., en ekki 7%, eins og danskir bændur verða að borga. Ég geri ráð fyrir, að hv. 1. þm. Austf. hafi talað eins og hann gerði um þetta bara af hreinni vanþekkingu, og tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða meira um það og sjálfsagt að fyrirgefa slíkt. (Gripið fram í.) Lánaskatt? Ég hef ekki fengið upplýsingar um, hvort þeir borga það, sem þessi hv. þm. kallar lánaskatt. En eitt veit ég, að í Noregi er nokkuð svipað og gert er ráð fyrir að lögfesta hér, og gæti það þá alveg eins verið í Danmörku. Það er sjálfsagt að athuga, hvort þar er um hliðstæðu að ræða. En ég býst við því, að danskir bændur geri sér alveg fyllilega grein fyrir því, hvers virði það er fyrir þá að fá löng lán og há lán, og að þeir væru vísir til þess að vera einmitt búnir að finna upp eitthvert kerfi líkt þessu til þess að byggja upp þeirra lánastofnun.

Um brtt. minni hl. á þskj. 665 er ekki ástæða til að fara mörgum orðum. Þetta eru sams konar brtt. og fluttar voru í hv. Ed., og ræddi ég þær nokkuð þá. Það hefur verið sagt, og það er staðreynd, að þetta eru sýndartill. Það þarf ekki mörg orð um það, framlagið 25 millj, kr. á ári er sniðið eftir frv. og ætlað að ná sama marki, með því að árstekjurnar verði svipaðar. Þá þykir hv. minni hl. sjálfsagt að hafa 75% heimildina í lögunum áfram. Satt að segja legg ég ekki til, að það sé 75% heimild, enda þótt það skaði ekki neitt að hafa þessa heimild. Það er bara leiðinlegt, ef það getur ekki verið raunhæft, og það er rétt að benda á það, sem einn hv. þm. skaut hér fram áðan, að það þyrfti að vera 240 þús. kr. lán út á íbúðarhús í sveitum, það er staðreynd, en einmitt 60% af byggingarkostnaðinum gerir a.m.k. 240 þús. Þess vegna held ég, að það sé nægjanlegt, a.m.k. nú fyrst um sinn, að miða við 60%. Vextirnir eiga að verða 31/2–4%. Vitanlega verða vextir úr stofnlánadeild landbúnaðarins að vera eitthvað í samræmi við vexti annarra lánastofnana í landinu, og það verða ekki lækkaðir vextir aðeins í þessari einu stofnun, það hlýtur að ganga yfir allt. Það yrði þá að lækka vexti líka af lánum til íbúðarhúsa í kaupstöðum, verkamannabústaða o.s.frv. Það getur vel verið, að sá tími komi, að það þyki fært. En það er vitanlega útilokað, að hægt sé að taka einn sjóð, eina stofnun út úr. Það er till. um bústofnslánadeild hér, sem er vitanlega ekkert nema hrein sýndartili., því að það er heimild í þessu frv. um að lána út á bústofn. Það vantar ekki deild með sérstakri stjórn, það vantar féð. Svo eru hér till. um að hækka styrkinn úr 40 þús. í 50 Þús. og aðrar hækkanir tilsvarandi. (Gripið fram í: Það er búið að fella þetta allt.) Það er búið að fella þetta allt, en það er eigi að síður rétt að ræða aðeins um þetta. Það er ástæða til, þó að þetta sé 3. umr., að minnast aðeins á till., og jafnvel þótt hv. flm. sé ekki beinlínis þægð í því, af því að Það er orðið áiiðið kvöldsins, þá held ég, að ég telji það ekki eftir. En það er ein till. hérna, sem ég tek mark á, og það er að hækka túnstærðina úr 10 í 15 hektara til þess að njóta þeirra hlunninda, sem þeir hafa notið, sem hafa ekki haft 10 hektara tún áður. En ég vil benda á Það, að jarðræktarlögin hafa verið í endurskoðun, og það er ástæða til þess að ætla, að það verði flutt frv. um breyting á jarðræktarlögunum á næsta þingi, á næsta hausti. Ég teldi eðlilegt að taka þessar till. til greina, því að 10 hektara tún í dag er lítið tún, og þeir, sem hafa ekki stærra tún en 10 hektara, geta ekki heldur haft nema smábú. (Gripið fram í: Ráðh. felldi þessa till. í dag.) Ég felldi hana í dag með góðri samvizku á þeim forsendum, að jarðræktarlögin eru núna í endurskoðun og verður sennilega breytt á næsta þingi. (Gripið fram í: Hver efaðist um, að samvizkan væri góð?) Þessi till. þarf að komast þar inn.

Ef ég færi að taka til athugunar allar þær ræður, sem voru fluttar hér í dag við 2. umr., þá yrði það langt mál. En ég hygg, að ég sé nú búinn að svara mestu af því með því að taka aðallega síðustu ræðuna til meðferðar, ræðu hv. 1, þm. Austf. Ég held, að það séu aðalatriðin og ég geti þess vegna alveg sleppt því tímans vegna að fara út í ræðu hv. frsm. minni hl., hv. 2. þm. Sunnl. (AÞ) og hv. 6. þm. Sunnl. (KGuðj), og hv. 1. þm. Norðurl. v. (SkG). Það var ekkert nýtt, sem þarna kom fram. Það var nokkuð svipað því, sem hv. 1. þm. Austf. sagði, og ég ætla þess vegna a.m.k. í bili að láta vera að taka þá nokkuð sérstaklega fyrir að þessu sinni og stytta mál mitt. En ég vil, áður en ég fer hér úr ræðustólnum, enn á ný leggja áherzlu á það, að með þessu frv. er gengið inn á nýja braut, eins og hv. 1. þm. Austf. sagði hér áðan. Það er gengið inn á nýja braut. En það er ekki óheillabraut. Það er braut framfara og uppbyggingar í íslenzkum landbúnaði, til þess að íslenzkur landbúnaður geti haldið áfram að blómgast og gegna því hlutverki í íslenzku þjóðfélagi, sem er nauðsynlegt að hann geri. Ég tek það ekki alvarlega, þótt hv. 1. þm. Austf. eða aðrir hv. framsóknarmenn láti að því liggja, að landbúnaðarmálin séu undir minni forustu nú komin á það stig, að bændur séu að gefast upp og flytja burt úr sveitum landsins í auknum mæli frá því, sem verið hefur. Ég ætla ekkert að gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem bændur eiga oft og tíðum við að stríða, og bændur hafa alls ekki gert ráð fyrir því, að þeir gætu fengið batnandi eða blómlegri tíma fyrstu ár viðreisnarinnar. Bændur reiknuðu vitanlega með því eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, að ráðstafanirnar kæmu eitthvað við þá eins og aðra þegna þjóðfélagsins fyrst í stað. En bændur hafa einnig komið auga á Það og skilja það, að með því að viðreisnin er að heppnast og rétt er stefnt í þessum málum, komast þeir út úr erfiðleikunum, eins og þjóðfélagið í heild mun vonandi gera. Það er ekki nema hrein fjarstæða, þegar verið er að tala um Það, að nú séu jarðir að fara í eyði meira en verið hefur. Það er jafnvel minna auglýst nú af lausum jörðum en áður. Fólksflutningar úr sveitum eru ekki meiri nú en þeir hafa verið áður. Við skulum bara gera okkur grein fyrir Því, að síðasta áratuginn, þó að framfarirnar væru svo miklar sem raun ber vitni, hafa til jafnaðar flutzt úr sveitunum 390 manns á ári síðasta áratuginn. En það er ekki meira nú síðustu tvö árin en var. 1920 var yfir 60% af Þjóðinni í sveitum, en nú eru þar ekki nema 18%. En hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessa fólksflutninga? Það er vitanlega með því að auka fjármagnið, sem í sveitirnar fer, og það er gert með því að fá árlega í stofnlánadeildina 25–26 millj. kr. annars staðar frá en frá bændunum. Með þessu frv. koma inn í stofnlánadeildina annars staðar frá en frá bændunum 25–26 millj. kr. á ári, en hefur verið aðeins 4 millj. kr. á ári. Þarna kemur nýtt fé inn í sveitirnar yfir 20 millj, kr. á ári skv. þessu frv. Þess vegna eru það hreinustu öfugmæli, þegar því er haldið fram, að þetta frv. verði til að hindra uppbyggingu í landbúnaðinum, þetta frv. sé árás á bændur. Þetta frv. tryggir áframhaldandi uppbyggingu í sveitunum og hindrar þann flótta, sem verið hefur úr sveitunum undanfarin ár.