31.10.1961
Neðri deild: 10. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1849 í B-deild Alþingistíðinda. (1625)

44. mál, Handritastofnun Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Hæstv. forseti. í tilefni af því, að Háskóli Íslands átti 50 ára afmæli 17. júní s.l., en þess afmælis var minnzt með veglegum hátíðahöldum hinn 6. og 7. þ. m., ákvað ríkisstj. á s.l. sumri að leggja til við Alþingi, að í tilefni afmælisins yrði komið á fót vísindastofnun, sem hafa skyldi það hlutverk að vinna að aukinni þekkingu á máli, bókmenntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og síðar með því að afla og varðveita gögn um þessi efni, sinna rannsóknum á heimildum um þau, hafa með höndum útgáfu handrita og fræðirita og með hverju öðru, sem stutt getur að þessu markmiði.

Á afmælishátíð háskólans hinn 6. okt. s.l. lýsti ég yfir af hálfu ríkisstj., að hún mundi leggja frv. um þetta efni fyrir hið háa Alþingi. Háskólaráð hafði áður sent menntmrn. tillögur um, að 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar og 50 ára afmælis Háskóla Íslands yrði m.a. minnzt með þeim hætti, að komið yrði á fót þegar á þessu ári rannsóknarstofnun í íslenzkum fræðum, er hafa skyldi það hlutverk, sem ég gat um. Þetta frv. er í öllum atriðum, sem máli skipta, byggt á þeim till. háskólaráðs, sem ég nefndi, en innan háskólans munu till. hafa verið undirbúnar af heimspekideild.

Frv. gerir ráð fyrir, að hin nýja stofnun skuli heita Handritastofnun Íslands. Stjórn stofnunarinnar skal vera í höndum stjórnarnefndar, sem í séu þrír prófessorar við Háskóla Íslands, kosnir af háskólaráði til fjögurra ára í senn, og landsbókavörður, þjóðskjalavörður, þjóðminjavörður og forstöðumaður stofnunarinnar. Menntmrh. skal skipa einhvern þessara manna formann stjórnarnefndar, og skulu nefndarstörfin vera ólaunuð.

Þá gerir frv. ráð fyrir því, að rekstur stofnunarinnar annist sérstakur forstöðumaður, sem sé jafnframt prófessor í heimspekideild með takmarkaðri kennsluskyldu, en leiðbeina skal hann þó þeim nemendum, er taka hjá honum ritgerðarefni til lokaprófs. Auk þess gerir frv. ráð fyrir, að við stofnunina hafi tveir menn aðrir fast og fullt starf. Forstöðumaðurinn skal njóta sömu launa og prófessorar við heimspekideild, enda er gert ráð fyrir því, að við veitingu embættis forstöðumanns gildi sömu reglur og um veitingu prófessorsembætta. Honum er og ætlað að annast kennslu við háskólann án sérstaks endurgjalds. Hinir starfsmennirnir tveir eiga að njóta sömu launa og starfsmenn við orðabók háskólans. Þá gerir frv. ráð fyrir því, að við stofnunina starfi þrír styrkþegar, sem ráðnir séu til starfa um skamman tíma í senn. Er gert ráð fyrir, að rannsóknarstyrkur til hvers þeirra geti numið árlega allt að 50 þús. kr. Er tilætlunin að ráða til þessara starfa unga kandídata, sem starfi að ákveðnu verkefni um tiltekinn tíma, eða jafnvel stúdenta. Þá gerir frv. og ráð fyrir heimild til að ráða nauðsynlegt starfslið til vélritunar, ljósmyndunar og annarra skrifstofustarfa. Starfsmenn stofnunarinnar skulu láta í té kennslu við háskólann í lestri handrita, fornskriftarfræði, útgáfutækni og þeim greinum öðrum, sem þeir eru sérfróðir um. Gert er ráð fyrir, að menntmrn. geti í reglugerð sett nánari ákvæði um starfsemi stofnunarinnar, þ. á m. um skiptingu hennar í deildir. Hefur verið um það rætt, að eðlilegt væri, að ein deildin fjallaði um örnefnafræði og þjóðfræði.

Í frv. er tekið fram, að stofnunin skuli taka við starfi handritanefndar háskólans, sem annazt hefur útgáfustarfsemi undanfarin ár og notið sérstakrar fjárveitingar á fjárlögum. 1 frv. er og kveðið svo á, að mæla skuli fyrir um Það í reglugerð, hvar handritastofnunin sé til húsa. í till. háskólans er gert ráð fyrir því, að stofnuninni sé til bráðabirgða fengið húsnæði í Landsbókasafni eða á öðrum stað, sem hentugastur Þykir til Þess. En til frambúðar verði stofnuninni fenginn staður í nýju húsi fyrir Landsbókasafn og verði reynt að haga safnhúsi svo, Þegar Það verður reist, að handritastofnunin verði sérstök álma og byrjað verði á að reisa hana.

Hinn 29. maí 1957 var samþykkt Þál. um sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns o.fl. Hefur í því sambandi verið gert ráð fyrir, að reist verði bókasafnshús í næsta nágrenni háskólabyggingarinnar, til Þess að sameining safnanna verði framkvæmanleg. Sameining safnanna og ráðagerðir um byggingu bóksafnshúss í námunda við háskólann eru niðurstaða af athugun nefndar, sem menntmrn. skipaði 11. sept. 1956 og skilaði áliti í jan. 1957. Þegar slík bygging yrði reist, væri eðlilegt að ætla handritastofnuninni rúm í henni. Ástæðulaust virðist Þó að kveða á um Það í lögum um handritastofnunina, hvar hún skuli hljóta frambúðarhúsnæði, og enn síður, hvar hún skuli vera til húsa til bráðabirgða. Undanfarið hefur verið unnið að nýrri innréttingu í Þeim salarkynnum í safnahúsinu við Hverfisgötu, sem Náttúrugripasafn hafði áður til umráða. Verður Þeim framkvæmdum lokið innan tíðar. Nýjar endurbætur á húsakosti Landsbókasafns eru og í athugun. Mun verða hægt að fá handritastofnuninni gott húsnæði til umráða í safnahúsinu, Þegar Þeim framkvæmdum er lokið, sem sumpart eru nú komnar á lokastig og sumpart eru ráðgerðar. Stofnuninni er og hin brýnasta nauðsyn að vera í sem nánustum tengslum við handritasöfn Þau, sem eru í vörzlum Landsbókasafns, en endurbótum Þeim, sem unnið hefur verið að undanfarið á húsakosti Landsbókasafns, hefur einmitt fyrst og fremst verið ætlað að vera í Þágu handritasafns Landsbókasafns.

Þegar lög þau, sem Þjóðþing Dana samþykkti á s.l. vori um afhendingu íslenzkra handrita til Íslands, koma til framkvæmda og koma skal á fót stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, ætti hún að vera kjarni Þessarar handritastofnunar. Þangað til ætti Handritastofnun Íslands að skoða það sem meginverkefni sitt að undirbúa, að unnt verði að veita íslenzku handritunum viðtöku á Þann hátt, sem Þeim stórmerka menningarviðburði sæmir, og undirbúa Það stóraukna rannsóknar- og útgáfustarf, sem sigla þarf í kjölfar þess, er handritin verða flutt hingað til lands.

Í frv. því til fjárlaga, sem ríkisstj. lagði fyrir Alþingi í upphafi Þings, er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 510 Þús. kr. til þeirrar handritastofnunar, sem frv. Þetta fjallar um. Þessari fjárveitingu er einungis ætlað að ganga til Þess að launa hina þrjá föstu starfsmenn, styrkþegana og annað starfslið á næsta ári. Ríkisstj. taldi ekki rétt á Þessu stigi málsins að gera neinar tillögur um fjárveitingar til útgáfustarfsemi, enda hlýtur Það að verða verkefni handritastofnunarinnar sjálfrar að gera áætlanir um rannsóknar- og útgáfustarfsemi sína. Þegar slíkar áætlanir liggja fyrir, eftir að handritastofnunin hefur tekið til starfa, mun ríkisstj. gera tillögur um fjárveitingar til þeirra þarfa.

Að svo mæltu legg ég til, hæstv. forseti, að Þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. menntmn.