02.04.1962
Efri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2114 í B-deild Alþingistíðinda. (1744)

178. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Þegar verið er að ræða um tekjustofna sveitarfélaga, þá er það í sjálfu sér stórmál. Hitt vildi ég láta sagt hér við 1. umr. þessa máls, að mér finnst þetta mál ekki hafa verið tekið þeim tökum, sem hæfir slíku stórmáli.

Það er oft talað um þjóðfélagsbygginguna, og ef þannig er talað, má segja, að sveitarfélögin séu undirstaðan í þeirri byggingu. Þeir, sem hafa yfirstjórn þjóðmálanna, verða að taka mikið tillit til sveitarfélaganna. Þau þarf að treysta sem bezt, eins og þau væru undirstöður húss. Ég minnist þess, og mér þótti það réttilega sagt, að hæstv. fjmrh. sagði, þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík, einu sinni á fundi Sambands ísl. sveitarfélaga, að sveitarfélögin yrðu að gá að sér fyrir valdinu að ofan. Í samræmi við þetta tel ég, að rétt sé að segja, að valdið að ofan verði að gæta vel hagsmuna sveitarfélaganna. Og nú er það svo, að hæstv. fjmrh. er oddviti landsins að ofan og leggur fram Það frv., sem hér liggur fyrir.

Mér hefur sem sveitarstjórnarmanni satt að segja lengi þótt á skorta, að valdið að ofan gerði skyldu sína gagnvart sveitarfélögunum. Mér þótti það mikil bót að vísu, þegar það var í lög leitt, að sveitarfélögin skyldu fá hluta af söluskatti þeim, er ríkið innheimtir. En sá galli fylgdi þeirri gjöf Njarðar, að efnahagsmálaaðgerðir áttu sér stað í þjóðfélaginu jafnhliða, sem segja mætti að gleyptu þennan skatthluta hjá sveitarfélögunum, svo að þau stóðu ekkert betur að vígi á eftir en þau áður höfðu staðið.

Sveitarfélögin hafa lengi verið að biðja um nýja tekjustofna. Oft má segja, að þeim hafi fundizt, — ég hef fullkomlega orðið þess var, —að þeim væru veittar álögur í stað þess að finna handa þeim nýja tekjustofna. Nú má það vera, og það er sjálfsagt að viðurkenna það, að tekjustofnar eru ekki auðfundnir handa sveitarfélögum, nýir tekjustofnar í þjóðfélagi, sem þarf að hafa sig allt við vegna rekstrar síns og framsóknarmála að hafa nógar tekjur. Það er hin almenna afsökun. í þessu frv. tel ég að bóli ofur lítið á, brátt fyrir það, alvarlegri viðleitni til þess að láta sveitarfélögin fá betri fjárhagslega aðstöðu en þau hafa haft.

Tekjustofnarnir, sem þau hafa og eiga að hafa skv. þessu frv., eru taldir í I. kaflanum, í 1. gr.

Fyrst er það fasteignaskattur. Það er ekki nýr tekjustofn, því að sveitarfélögin hafa haft heimild til þess að taka einmitt jafnháan skatt og frv. gerir ráð fyrir, aðeins er heimild gerð að skyldu.

Þá kemur aðstöðugjald, sem sumir hafa leyft sér áð kalla nýjan tekjustofn, en það er ekki rétt, því að aðstöðugjaldið kemur í staðinn fyrir veltuútsvarið, sem hefur lengi verið notað og var lögleitt 1960. Ef maður athugar þetta aðstöðugjald, þá sést, að það er í raun og veru sami sokkurinn, en honum hefur verið snúið við, og satt að segja virðist mér hann ekki líklegur til að verða skjólbetri fyrir Það.

Fyrst þegar ég varð var við þessa hugmynd, áð breyta veltuútsvarinu í hið svonefnda aðstöðugjald, Þá var það á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga í fyrra. Ég benti þá á annmarka, sem ég tel mjög mikla, á Því að taka þetta aðstöðugjald, — galla, sem gera Það að verkum, að þarna skapast, með aðstöðugjaldstökunni, mikið misrétti milli manna. Ég benti t.d. á Það, að Þegar ætti að hafa tilkostnað sem mælikvarða, þá væru skattlögð óhöppin. Báturinn, sem reri til fiskjar og aflaði ekki neitt, þyrfti að borga eins mikið af róðri sínum og hinn báturinn, sem reri og kæmi með hlaðafla, bara ef þeir hefðu svipaðan tilkostnað. Þar við bættist svo, ef yrðu óvenjuleg óhöpp, þannig að báturinn tapaði veiðarfærum sínum, þá væri tilkostnaðurinn vegna endurnýjunar veiðarfæra skattlagður. Mér var svarað eitthvað á þá leið, að hjá misræmi yrði aldrei komist, og þáð er hverju orði sannara. í skattamálum og líka útsvarsmálum verður ekkert, að ég hygg, þannig, að það sé hægt að segja, að Það sé 100% rétt, þannig að það standist allan samanburð um réttlæti milli gjaldþegna.

Nú sé ég, að af hv. Nd. hefur verið samþ. inn í frv. till. um, að aðstöðugjaldið, sem tekið er af tilkostnaði, tekið er af gjaldahlið rekstrarins, megi þó aldrei taka af hærri upphæð, þó að hún sé fyrir hendi í tilkostnaðinum, en sem svarar til brúttótekna aðilans. Þetta er að vísu til bóta. En eftir sem áður rúmast innan reglunnar misræmishætta, því að verið getur, svo að ég haldi mér við líkinguna með dæmið um bátinn, að báturinn, sem tapaði línunni, hafi ekki hærri tilkostnað en annar, borið saman við tekjurnar, hans útgerð sé þannig. Ég á við það, að hafi tveir aðilar sama tilkostnað og annar Þeirra hafi orðið fyrir beinu tjóni, en hinn ekki, þá getur það tjón rúmazt innan þeirrar upphæðar, sem fer ekki fram úr brúttótekjum, og veldur því ósamræmi og óréttlætt.

Annað kemur einnig til greina, sem ég vil aðeins nefna, og Það er það, að í tilkostnaðinum telst sennilega ekki vinna gjaldandans sjálfs, ef hann vinnur að sinni framkvæmd. Hún á að koma fram í tekjuhliðinni, en hún telst honum ekki til tilkostnaðar, ekki í smárekstrinum a.m.k. Nú getur verið, að tveir gjaldendur, sem hafa slíkan rekstur, séu þannig settir, að annar sé duglegur maður og heilsugóður, hinn sé svo heilsubilaður, að hann geti ekki gengið til verka og þurfi að kaupa starfið, sem hinn maðurinn leggur til frá sjálfum sér. í reglunni, eins og hún er sett upp hér, er ekkert rúm fyrir að taka tillit til Þessa. Sá, sem er óvinnufær, þarf að greiða að öðru jöfnu hærra útsvar í aðstöðugjald en hinn hrausti maður. Þannig eru ótal göt á þessari reglu, og þegar allt kemur til alls, ef henni er beitt eins mikið og ætlazt er til að beita henni hér, þá hygg ég, að hún verði öllu óréttlátari en veltuútsvörin, sem menn voru mjög Þreyttir á og fundu marga annmarka á, en höfðu það gildi Þó, að miðað var við afrakstur, miðað var við brúttótekjur, ekki við tap, heldur það, sem kom til tekna í reikningnum.

Ég sagði, ef beitt er álagningunni eins mikið og þetta frv. gerir ráð fyrir, þá eru miklir annmarkar á reglunni. Ég hef séð bent á Það í blöðunum og einmitt blöðum hæstv. fjmrh., svo sem rétt er, að með þessu móti, að telja vöru þá, sem kemur til gjalda rekstrarmegin, fullu verði, pá geti farið svo, að sama varan sé aðstöðugjaldsskylduð oft, vegna Þess að menn handlanga milli sín vörur. Sérstakt dæmi hefur verið nefnt, að ull, sem einn fær og þvær, annar vinnur t.d. til dúka, þriðji fær svo dúkinn og sníður úr honum og saumar föt, — hjá öllum þessum aðilum er varan höfð sem álögustofn. En svo er til maður eða fyrirtæki, sem gerir allt þetta við ullina, sem hinir þrír gerðu. Hann greiðir bara einu sinni af verðinu. Þessir menn benda á, að réttara væri að láta gjalda aðstöðugjaldið af vinnsluvirðinu, þ.e. verðmætisaukningunni hjá hverjum. Allt þetta virðist mér mjög til athugunar, og mér sýnist, ef á að halda sér við hugtakið aðstöðugjald, Þá eigi að leita dýpra eftir reglum fyrir því, hvað er hægt að láta vera reglu, sem yfir alla gengur. En þetta með aðstöðugjaldið er þó vitanlega tilraun. Menn voru orðnir afar óánægðir með veltuútsvarið. Sýnilega fæst ekkert gjald, sem hægt er að vera ánægður með. En það er þá farið þarna að eins og þegar móðir snýr barninu á hina hliðina, þegar það er órótt í svefni. En ég álít, að mönnum verði ekki svefnsamt á Þessari hliðinni. Það kemur fram.

Þá er framlagið úr jöfnunarsjóði. Það er vitanlega mjög í rétta átt að auka tekjur jöfnunarsjóðs. En mér finnst vera of lítið af Því gert í þessu frv. Ég sé, að flokksbróðir minn, Jón Skaftason, hefur í Nd. lagt fram till. um það, að varið yrði til jöfnunarsjóðs Þeim tekjum, sem ríkið hefur nú áskilið sér frá bönkum, sem verzla með erlendan gjaldeyri. Mig minnir, að slík upphæð sé skv. fjárlögunum, sem nú gilda, um 15 millj. Ég tel, að þessi till. hafi verið spor í rétta átt, og bað munar töluvert um 15 millj. í þessum sjóði eftir verkefnum hans. Vitanlega gátu þær ekki komið til tekna hjá jöfnunarsjóðnum fyrr en á nýju ári, árinu 1963, en þetta var þó till., sem ég tel að átt hefði að taka til greina, vegna þess að jöfnunarsjóðinn vantar áreiðanlega tekjur til þess að geta annað sínu hlutverki svo sem nauðsynlegt er, ekki sízt þegar það hefur verið gert í þessu frv., sem ég tel nú til bóta, úr því að farið er að reyna að skapa samræmda reglu fyrir allt landið, að setja upp einn skattstiga. Það leiðir það af sér, ef menn eiga að sitja þar við sama borð, að þá eru þau sveitarfélögin, sem hafa lélegasta tekjumöguleika, þannig sett, að þau komast ekki af nema fá aðstoð, sem vitanlega á þá að koma úr jöfnunarsjóði. Það má auðvitað um skattstigann segja, að hann hefur mikil teygjubönd, þar sem er 30% hækkunarheimild og takmarkalaus lækkunarheimild. En það mun þó koma í ljós, að aðstæður eru svo misjafnar í landinu, að þörfin fyrir fé úr jöfnunarsjóði til þess að jafna og hjálpa þeim sveitarfélögum, sem versta hafa aðstöðuna, er mjög mikil. Þess vegna álít ég, að í framtíðinni ætti að leggja kapp á það að efla jöfnunarsjóðinn.

Ég álít, eins og ég sagði í upphafi, að þjóðfélagið og þeir, sem því stýra, eigi að ástunda það að gera sveitarfélögin sem traustastar stofnanir og sem sjálfstæðust að hægt er. M.a. fyrir það, að ég álít, að sveitarfélögin eigi að vera sjálfstæðar heildir, finna til sjálfstæðis síns og ábyrgðar sinnar sem heilda, þá álít ég að löggjöf eins og þessa hefði átt að senda sveitarfélögunum til umsagnar og fá aðstoð þeirra til að ganga þannig frá henni, að hún yrði sem beztur stakkur sniðinn fyrir sveitarfélögin. Eiginlega verð ég að segja það, að mér finnst það að gera þetta ekki hafa verið tómlæti af þeim hæstv. ráðh., sem hafði áreiðanlega skilning á því, að sveitarfélögin ættu að vera sjálfstæð og ættu að varast valdið að ofan. Ég álít, að með þeim hætti, sem tekinn er upp, að ætla skattstjórum hinna stóru skattumdæma að vinna að álagningunni á þann hátt, sem þeim er ætlað í þessu frv., þá sé vegið í þann knérunn að rýra vald og ábyrgðartilfinningu hinna einstöku sveitarfélaga. Ég álít, að þó að hv. Nd. leiðrétti þannig, að heimildin til að ganga frá álagningunni heima fyrir er miðuð við stærri sveitarfélög nú en upphaflega var í frv., þá sé ekki þar með nógu langt gengið. Ég álít, að eðlilegast væri að byrja í þessu efni þannig að prófa það, hvort sveitarfélögin vilja nota sér þetta, með því að gefa öllum sveitarfélögum heimild til að nota sér það, en leggja á engin þeirra skyldur til að beita þeirri aðferð við álagningu.

Ég hef tækifæri til þess að tala um þetta mál nánar, því að það fer væntanlega til n., sem ég á sæti í, og þess vegna sé ég ekki ástæðu til að lengja mál mitt, en vildi við 1. umr. benda á þessi örfáu atriði, sem ég hef nefnt, til þess að þau gætu komið til athugunar milli umr. í hugum þeirra, sem hlustað hafa.