02.04.1962
Efri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2196 í B-deild Alþingistíðinda. (1844)

199. mál, innflutningur búfjár

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Hafi nokkurn tíma talað í nokkru máli á Alþingi rökþrota ráðherra, þá gerði hæstv. landbrh. það áðan í ræðu sinni. Hann dró að vísu nokkuð í land með sínar fullyrðingar frá fyrri ræðum, að því er varðaði afstöðu mína á búnaðarþingi, en þó hélt hann áfram nokkuð á braut ósannsöglinnar, eins og honum er ákaflega títt, því að í tillögunum, eins og ég las upp í kvöld, var ekki neitt ákveðið um innflutning búfjár. Það er síður en svo, það er tilbúningur hæstv. ráðherra, eins og raunar vænta mátti. Hins vegar blandaði hæstv. ráðherra ýmsum málum saman og m.a. þessu 1% gjaldi, sem hæstv. ráðherrá er nú að leggja á bændurna, og virðist það fara ákaflega mikið í taugarnar á honum, og lái ég hæstv. ráðherra það ekki. En það er hægt að finna í þingtíðindum ýmis ummæli eftir þennan hæstv. ráðherra, sem stangast nokkuð á við hans málflutning nú og oft endranær áður, og mætti lesa heilar blaðsíður í þingtíðindum, þar sem hann hefur lofað þjóðinni og bændastétt landsins, en hefur svikið það um leið og hann hefur komið í ráðherrastólinn, því að þessi ráðherra er Þekktur að því að meta stólana meir en loforð og efndir. 1957 segir þessi hæstv. ráðherra, með leyfi forseta: „Æskan hefur ekki farið úr sveitum þessa lands af því, að hún hafi ekki viljað vera í átthögunum og helga þeim sina starfskrafta, heldur eingöngu vegna þess, að hana hefur skort fé til þess að stofna bú í sveit, til þess að byggja hús, til þess að kaupa jörð, til þess að kaupa vélar og öll tæki, sem búskapurinn þarfnast.“ Þó getur hæstv. ráðherra fengið sig til þess að skattleggja æsku landsins, til þess að hún geti ekki reist bú í sveit. Þessi hæstv. ráðherra læði niður sitt kjördæmi, og hann hefur lagt niður annan bændaskóla landsins, og smám saman á beim tíma, sem hæstv. ráðherra ríkir hér á Alþingi, er hann að leggja niður bændastétt landsins.