05.04.1962
Efri deild: 79. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í B-deild Alþingistíðinda. (1855)

199. mál, innflutningur búfjár

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti. Hv. frsm. landbn. var að lýsa því hér, að hann gæti ekki fallizt á, að tvær brtt. mínar yrðu samþykktar. Fyrri till. mín fjallaði um að auka biðtímann úr 2 árum í 8 — einangrunartímann í sóttvarnarstöðinni. Á þessa till. gat hv. frsm. landbn. ekki fallizt. Ég veit, að þessi hv. þm. þekkir meira til húsdýra og skepnuhalds en ég, en hvort hann þekkir meira til þeirrar sjúkdómshættu, sem hér er um að ræða, skal ég ósagt láta. Ég vil í þessu sambandi leyfa mér að lesa örfá orð upp úr bréfi frá fyrrverandi forstöðumanni tilraunastöðvarinnar á Keldum, Birni Sigurðssyni lækni. Það er úr bréfi, sem forstöðumaðurinn sendi Alþingi árið 1949, eins og ég gat um áðan, en þar segir hann svo m.a. orðrétt: „Innflutningur búfjár, þ. á m. sæðis, hingað til lands verður alltaf talsvert áhættusamur, hversu vel sem um hnútana yrði búið. Erlendir búfjársjúkdómar skipta tugum eða jafnvel hundruðum og eru flestir tiltölulega lítt þekktir. Hættulegastir eru því máske ekki Þeir sjúkdómar, sem bezt eru þekktir og menn því helzt mundu hafa í huga, heldur hinir, sem enginn á von á, sbr. karakúlsjúkdómana. Þeir sjúkdómar, sem við vitum um að helzt bæri að óttast við innflutning nautpenings, eru nautaberklar og brucellosis, en þeir eru höfuðplágur í flestum löndum og kosta of fjár árlega til rannsókna og útrýmingarstarfsemi. Báðir þessir sjúkdómar eru mannskæðir, en hafa ekki fundizt hér á landi, og virðist rétt, að yfirvöld landsins kynni sér mögulegar afleiðingar af innflutningi þessara pesta, ef þau vilja taka ákvörðun um og ábyrgð á innflutningi nautpenings til landsins. Aðra sjúkdóma mætti nefna, sem gætu flutzt til landsins með nautpeningi og mannfólki getur stafað hætta af, og mun þó ýmsum þykja nægilega djarft teflt, þótt ekki sé lagt meira undir en gert var með innflutningi karakúlfjárins forðum.“

Þetta bréf skrifaði dr. Björn Sigurðsson Alþingi ótilkvaddur. Og hann segir: „Að vísu má segja, að tilraunastöðinni á Keldum sé slíkt mál óviðkomandi og ástæðulaust, að ég láti uppi álit um Það ótilkvaddur. Mér Þykir eigi að síður svo mikið í húfi, að ég vil gjarnan, að fyrir liggi álit mitt nú Þegar, hvað sem í skerst síðar.“

Er engin ástæða til að taka mark á Þessu? Þetta var að vísu skrifað 1949. Ég hef, eins og ég sagði áðan, haft. samband við lækni, sem vinnur á rannsóknarstöðinni á Keldum. Hvað segir Þessi læknir? í 19. gr. frv. segir, að eigi sé heimilt að flytja sæði úr nautgripum í sóttvarnarstöðinni til notkunar utan hennar, fyrr en tveim árum eftir að fyrst var sætt í henni með hinu innflutta sæði. Og þessi læknir heldur áfram: „Ég álít, að tvö ár séu allt of stuttur tími. Okkar reynsla af karakúlpestunum, sem fluttar voru til landsins, var, að Þær komu ekki fram fyrr en 4–5 árum eftir að féð var flutt inn, og menn gerðu sér ekki nærri strax grein fyrir Því, hvað komið hafði fyrir. Ég álit,“ segir læknirinn enn fremur, „að reka ætti sóttvarnarstöðina í 8–10 ár, áður en leyft yrði að flytja úr henni sæði, ef gæta skal fyllsta öryggis. Margra veirusjúkdóma, sem við erum að vinna með hér á Keldum, verður ekki vart klínískt fyrr en 2–3 árum eftir sýkingu, og er Þó verið að vinna með sýkingarefni, sem er miklu aktívara en infektion í sæði mundi vera, og þekkjum sjúkdómseinkennin, sem við eigum von á að sjá.“ Þetta er það álit og tillaga Þessa sérfræðings á Keldum. Hann telur enga skynsemi í því að flytja slíkt sæði út úr einangruninni, fyrr en 8–10 árum eftir að sæðið var innflutt.

Ég veit, að hv. frsm. landbn. er skýr maður, og ég trúi ekki öðru en hann skilji Þessa hluti. Ég vil skora á hann að athuga málið á ný í Þessu ljósi, í Því ljósi, sem okkar færustu menn bregða yfir málið í Þessum bréfum. Við skulum íhuga Þetta, hvað sem við gerum síðar, það skal ég láta óátalið, en við skulum ekki flana að málinu eða framkvæmd þess.