05.04.1962
Efri deild: 79. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2205 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

199. mál, innflutningur búfjár

Kjartan J. Jóhannsson:

Herra forseti. Hv. 9. Þm. Reykv. sagði réttilega áðan, að algert öryggi væri ekki til. Það er rétt, Það sem Það nær. Hitt er rétt, gagnstætt því, sem hann hefur haldið fram hér, að minni hætta er að flytja inn sæði en lifandi gripi, enda staðfesti hann Það sjálfur um daginn með tilvitnunum í orð dr. Björns heitins Sigurðssonar, sem sagði með varfærni vísindamannsins: „Væntanlega er minnst hætta að flytja inn sæði.“ En jafnvel Þótt hvorki sé flutt inn gripir né sæði, Þá getum við ekki ábyrgzt, að ekki berist inn búfjársjúkdómar til landsins. Við gin- og klaufaveiki er t.d. beitt Þeirri varúð, að bannað er að flytja afurðir til landsins frá Þeim svæðum, sem sýkt eru. Og einnig er fólk, sem kemur frá Þeim löndum, sem sýkt eru, spurt um Það, hvort Það hafi komið á bæi á hinu sýkta svæði í Þeim löndum, sem Það hefur dvalizt í. Auk Þess er vitað, að sumir húsdýrasjúkdómar geta sýkt menn, svo að algert öryggi fæst ekki, nema við útilokum okkur alveg frá umheiminum. Um aðra veirusjúkdóma, sem þekktir eru hér á landi og læknirinn á Keldum, sem hv. 9. Þm. Reykv. vitnaði mikið í, talar um og telur að geti tekið 8–10 ár að koma fram, svo að þeir treysti sér til að þekkja Þá Þar a.m.k. eða við verðum varir við það aðrir hér á landi, þá er það nú ekki rétt nema að nokkru leyti, a.m.k. alls ekki öruggt eða fullnægjandi, þó að það verði gert. Það er vitað um það, að til eru krabbamein í dýrum, sem orsakast af veirum. Og þau geta komið fram ekki á 8–10 árum, heldur seint á æviskeiði þeirra dýra, sem sýkjast, og þess vegna erfitt að setja Þar tímamark. En það er dálítið lærdómsríkt um suma af þessum veirusjúkdómum, sem valda krabbameinum í dýrum, að það er hægt að koma í veg fyrir, að Þessi dýr fái krabbamein, a.m.k. sumar tegundir, ef þess er aðeins gætt, að dýrið sjúgi ekki móður sína. Svo er t.d. um krabbamein í brjósti hjá músum, sem berst frá móðurinni til afkvæmisins, ef afkvæmið sýgur móðurina. Þarna höfum við einn sjúkdóm, sem berst a.m.k. ekki með sæðingunni, þótt veirusjúkdómur sé.